Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 81
MENNING 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
ingu eða skilning til að segja frá.
Þær voru þó á öðru máli, þær vildu
að þessar sögur yrðu sagðar, að
þeirra raddir fengju að heyrast.
Stundum gerðu þær athugasemdir
við sumt sem ekki mátti segja frá
opinberlega og stundum vildu þær
ekki vera nefndar með fullu nafni.
Svo hefur eitt af því sem veitt hef-
ur mér hvað mesta gleði vegna bók-
arinnar verið að ungar konur í
Bandaríkjunum hafa haft samband
við mig eftir að bókin kom út og sagt
að hún hafi orðið þeim innblástur til
að segja sjálfar frá,“ segir Zoepf.
Stjórnir gamalla karla
- Eitt af því sem er merkilegt þeg-
ar maður lítur til Mið-Austurlanda
er að átta sig á hve stór hluti íbú-
anna er ungur, nærfellt helmingur
er undir 15 ára aldri í sumum þeirra
og mikill meirihluti yngri en þrí-
tugur.
„Því miður stýra gamlir karlar
flestum þessum löndum og það á
ýmislegt eftir að ganga á áður en
það breytist, en krafan um breyt-
ingar verður æ háværari. Mjög fjöl-
mennar kynslóðir eru að sækja sér
menntun og til að mynda útskrifast
fleiri konur úr háskólum en karlar í
löndunum við Persaflóa og margar
konur kjósa að stunda nám til að
losna við að giftast mönnum sem
þær kæra sig ekki um; einhverjum
sem fjölskyldan hefur valið.“
- Annað sem vefst fyrir okkur á
Vesturlöndum er hve afstaða fólks
til trúarinnar, til íslams, er breytileg
milli landa, eins og má meðal annars
lesa í bókinni.
„Það er gríðarmikill munur á því
hvernig íslam er túlkað á milli landa
og líka mikill munur innan landa, á
milli landshluta og jafnvel á milli
ættbálka.“
Hitti fyrir yngri útgáfur af mér
- Í inngangi að bók sinni um Sádi-
Arabíu, On Saudi Arabia, nefnir
Karen Elliott House, fyrrverandi
ritstjóri The Wall Street Journal,
hve henni hafi fundist menning-
arlegt umhverfi kunnuglegt við
komuna til landsins, enda hafi hún
alist upp í smábæ í Texas þar sem
trúin var ráðandi í samfélaginu og
öldungar kirkjunnar réðu því sem
þeim sýndist. Í bókinni þinni kemur
einnig fram að þú fékkst mjög
kristilegt uppeldi, upplifðir þú það
sama?
„Ég fann ekkert sérstaklega fyrir
því í Sádi-Arabíu, en ég upplifði það
oft fyrstu árin mín fyrir botni Mið-
jarðarhafs að ég var að tala við tán-
ingsstúlkur sem voru að upplifa það
sama og ég hafði gengið í gegnum á
sínum tíma, hitti fyrir yngri útgáfur
af sjálfri mér, stúlkur sem elskuðu
fjölskyldur sínar, en voru að átta sig
á því að þær langaði ekkert endilega
til að lifa lífi sínu á sama hátt og for-
eldrar þeirra eða höfðu aðrar hug-
myndir um trúna en þau.
Ég átti líka eldri bróður sem naut
meiri réttinda en ég vegna þess að
hann var strákur og í ljósi trúar-
innar sem ég var alin upp við þurfti
að gæta stúlkna sérstaklega.
Kannski varð það til þess að mér
fannst ég ekki eins mikill útlend-
ingur þegar ég talaði við þær og aðr-
ir vestrænir blaðamenn upplifa
hugsanlega.
Það að vera alin upp í trúarlegu
umhverfi auðveldaði mér líka að
spyrja um trúarleg atriði og ná
lengra í þeim spurningum en blaða-
menn sem ekki hafa fengið trúarlegt
uppeldi og eiga því erfiðara með að
setja sig í fótspor trúaðra.“
Réttindi kvenna byggjast á
gæslumanni þeirra
- Við höfum rætt um konur í Sádi-
Arabíu, en hvað með karlana? Telur
þú að sádi-arabískir karlar séu al-
mennt sáttir við stöðu kvenna þar í
landi?
„Ég hitti fjölmarga í Sádi-Arabíu
sem kenndu konum sínum að keyra
bíl, sem hvöttu þær til að leita sér
menntunar og sem fluttu með þeim
milli borga til að komast nær skóla
sem hentaði þeim. Vandamálið við
Sádi-Arabíu er að öll réttindi
kvenna byggjast á gæslumanni
þeirra. Ef sá gæslumaður er fram-
sýnn og frjálslyndur nýtur konan
réttinda og frelsis og jafnvel
áþekkra möguleika og konur í
Bandaríkjunum eða á Íslandi.
Margar þeirra kvenna eru líka sátt-
ar við samfélagið, finnst þær njóta
nógra réttinda og eru sáttar við að
mega ekki keyra eða vera einar á
ferð, enda áttum við okkur oft ekki á
því sem við njótum fyrr en það
hverfur.
Svo eru dæmi eins ung kona sagði
mér um frænku sína. Frænkan var
þekktur skurðlæknir og fór víða um
heim á ráðstefnur til að afla sér
þekkingar. Þegar eiginmaður henn-
ar lést skyndilega varð sextán ára
sonur hennar gæslumaður hennar
og hann var að ganga í gegnum heit-
trúartímabil, eins og er mjög al-
gengt með unga karlmenn á gelgju-
skeiðinu í Sádi-Arabíu, þeir verða
ekki uppreisnargjarnir, þeir verða
trúaðir, og hann bannaði henni að
vinna og ferðast.
Á Vesturlöndum byggjum við allt
á réttindum einstaklingsins og
leggjum mikið á okkur til að vernda
þau réttindi, eins og ég nefndi áðan,
en í Mið-Austurlöndum, og þá sér-
staklega í Persaflóaríkjunum, er
lagaumhverfi allt öðruvísi, það er
hannað til að tryggja réttindi ætt-
bálksins og það skapar mikla erf-
iðleika fyrir þá sem standa höllum
fæti, fátæka karla og allar konur,“
segir Zoepf.
AFP
Vandamál Sádi-arabísk stúlka les Kórarinn. Öll hennar réttindi byggjast á gæslumanni hennar og undir honum
komið hvort hún muni njóta frelsis. Lög í landinu setja mjög ákveðnar reglur um klæðaburð kvenna.
Senuþjófur Lyanna Mormont er ekki há í loftinu en sannar það aftur og aftur að hún er harðari en granít.
kannski ekki að finna við það að
horfa á fjölda manns æla eigin
blóði og kafna. Gæsahúðin sem ég
fékk við orð Aryu Stark entist allt
byrjunarstefið. Norðrið man.
Ég þyrfti heila opnu til að
ræða allt sem gerðist í þættinum
en það eru nokkrir hlutir sem mig
langar að einbeita mér að. Kven-
persónurnar í þáttunum styrkjast
með hverri seríu og í raun má
segja að núorðið séu það konurnar
sem ráði öllu. Cersei er krýnd
drottning konungsríkjanna sjö, þó
Jaime bendi henni góðfúslega á að
hún ráði í besta falli þremur kon-
ungsríkjum eins og staðan sé. Ég
þarf ekki að minnast á dreka-
drottninguna sem virðist stefna á
heimsyfirráð. Ellaria hefur tekið
ráðin í Dorne í sínar hendur og
Yara hefur alla burði til þess að
taka Járneyjarnar aftur.
Sansa Stark er sú persóna
sem hefur vaxið hvað mest í gegn-
um þættina og nú er hún loks
komin í ákveðna valdastöðu. Það
læðist alltaf að mér uggur þegar
Litlifingur gjóar til hennar aug-
unum, fullviss um að hann muni ná
til hennar og fá hana til að svíkja
bróður sinn. Verst fannst mér þeg-
ar Sansa ýjaði að því að Jon líktist
Joffrey og sagðist sjálf hafa lært
margt frá Cersei. Þetta veit ekki á
gott.
Það þarf ekki að ræða Aryu í
þessu samhengi, baráttuvilji henn-
ar er löngu orðinn áhorfendum
kunnugur. Ég held að það sé
óhætt að segja að senuþjófur
þessa þáttar hafi verið hin unga
Lyanna Mormont. Hún var kynnt
til sögunnar með trompi í síðustu
seríu þegar hún ákvað að vera
trygg Stark-fjölskyldunni í barátt-
unni um Winterfell. Eftir sigurinn
var hún sú fyrsta til að lýsa Jon
konung norðursins. Í nýja þætt-
inum skipar Jon öllum á aldrinum
10 til 60 ára að byrja að þjálfa sig
fyrir stríðið mikla. Ákvörðun hans
um að hafa kvenmenn ekki und-
anskilda er mótmælt en lafði Mor-
mont er ekki lengi að stinga upp í
sér margfalt eldri menn. Hún
kveðst ekki ætla að prjóna við eld-
inn á meðan karlmenn berjast fyr-
ir hana og lofar að hefja þjálfun
allra manna, kvenna, drengja og
stúlkna á Bjarnareyju undir eins.
Stemningin í þættinum kom
mér örlítið í opna skjöldu. Ég hef
ekki hlegið mikið að þáttunum
hingað til en höfundunum tókst að
læða þarna inn hverjum brand-
aranum á fætur öðrum. Hundurinn
að gera grín að Thoros fyrir að
reyna að hylja skallann með því að
binda hárið í snúð. Euron að sann-
færa Cersei um ágæti sitt með sín-
um tveimur góðu höndum. Svo
mætti telja nokkuð áfram. Þetta
minnti mig svolítið á þegar ég sá
Harry Potter og blendingsprinsinn
í fyrsta sinn. Allt í einu voru þau
farin að lauma inn lúmskum
bröndurum. Mögulega til þess að
geðjast aðdáendahópi sem eltist
eftir því sem leið á myndirnar. Ég
er ekki að segja að húmorinn geri
þættina verri en ég spyr mig samt
hvort hann sé nauðsynlegur.
Það voru fleiri atriði sem
minntu á galdrastrákinn fræga.
Þarna var Slughorn mættur sem
æðsti „Maester“ og ekki bætti úr
skák að Sam vildi ólmur komast á
bannaða hluta bókasafnsins, rétt
eins og Harry.
Nú tekur við nokkurra daga
bið eftir næsta þætti. Ég mun ef-
laust horfa a.m.k. einu sinni enn á
þann nýjasta í millitíðinni. Það
geta nefnilega ótal smáatriði farið
framhjá manni við fyrsta áhorf.
Tókuð þið eftir því að bókin sem
Sam var að skoða geymir hugs-
anlega lækningu fyrir „greyscale“
sjúkdóminn sem hrjáir Jorah?
» „Undrun mínbreyttist í ánægju á
örskotsstundu. Ánægju
sem maður ætti kannski
ekki að finna við það að
horfa á fjölda manns
æla eigin blóði og kafna.
Gæsahúðin sem ég fékk
við orð Aryu Stark ent-
ist allt byrjunarstefið.
Norðrið man.“