Morgunblaðið - 21.07.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 21.07.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  174. tölublað  105. árgangur  SIGRÍÐUR LÁRA LÆTUR FINNA FYRIR SÉR ART DIAGONALE ÍSLENSKA OG BARNAMENNING HJARTANS MÁL KORPÚLFSSTAÐIR 31 BARNABÆKUR 12EM Í FÓTBOLTA ÍÞRÓTTIR  „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametr- unum,“ sagði Snæbjörn Sigurðsson, verkefnastjóri Norðurþings, í sam- tali við Morgunblaðið í gær og vísar í máli sínu til framkvæmda á Bakka við Húsavík við kísilmálmverk- smiðju PCC Bakka Silicon hf. Snæbjörn sagði að á fimmta hundrað manns störfuðu nú á Bakka í uppbyggingunni, en nú er verið að vinna jarðvinnu. „Það er verið að reisa stálgrindarhús; það er verið að steypa undirstöður und- ir hús; það er verið að setja saman ofnana sjálfa sem verða í verk- smiðjunni og það er verið að setja upp reykræstikerfið,“ sagði Snæ- björn og bætti við að verið væri að vinna „á öllum vígstöðvum“. »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bakki Framkvæmdir ganga nú vel við kís- ilmálmverksmiðju PCC við Húsavík. Unnið á öllum víg- stöðvum á Bakka við Húsavík  Tæplega 4.000 manns bíða spennt- ir eftir hringmyrkva sem vænt- anlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Ein- hverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. júní 2048, milli 11.20 og 14.15 þegar hringmyrkvans er að vænta í Reykjavík, en ætla að gera ráðstaf- anir til þess að geta mætt. Aðrir von- ast til þess að verða á lífi. Ingvi Gautsson, forsvarsmaður síðunnar, hlakkar til efri áranna. »8 Stemning fyrir sól- myrkva árið 2048 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni. Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda veitingastaðarins Slipps- ins í Vestmannaeyjum, og Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eld- heima, segja ótryggar samgöngur rýra traust á ferðaþjónustuaðilum. Tekjutap sem Slippurinn varð fyrir vegna ótryggra ferða Herj- ólfs nýverið er að mati Gísla Matt- híasar tvær og hálf milljón króna. Ferðaþjónustan hafi tapað á slipp- töku skipsins í maí. Hann telur fólk orðið langþreytt á ótryggum samgöngum en bjartsýni verði að ríkja. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, segir að það eina sem bætt geti stöðuna nú sé að dýpka Landeyjahöfn og það sé verkefni Vegagerðarinnar. Dýpkunarskipin Galilei og Dísa séu bæði í slipp. »11 Þreytt á ótryggum ferðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samgöngur Ótryggar ferðir Herj- ólfs eru ferðaþjónustunni erfiðar.  Milljónatap  Dýpkunarskip í slipp  Bíða nýrrar ferju  Heilbrigðisráðherra hefur sentbréf þar sem óskað er eftir tilnefn- ingum í samráðsvettvang um vímu- efnamál, skv. tillögu „Skýrslu heil- brigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleið- ingum og hliðarverkunum vímu- efnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélaginu í heild“. Alþingi lýsti árið 2014 með ályktun vilja sínum til að endurskoða stefnu í vímu- efnamálum og er skýrslan og fram- kvæmd tillagna hennar í samræmi við þá viljayfirlýsingu. »18 Samráðsvettvangur um vímuefnamál Eins konar brennsluveisla fór fram í Hafnarfirði þegar fólk fjölmennti í fjörugan zúmba-tíma í Suðurbæjarlaug. Þegar ljósmyndara bar að garði voru þátttakendur í miklu stuði, dilluðu mjöðmum og lyftu upp höndum, en hátt í 100 manns skelltu sér í laugina af þessu tilefni. Morgunblaðið/Hanna Dilluðu mjöðmunum í lauginni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir millj- arða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda um- fram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, segir óvíst hversu mikil losunin verði umfram spár. Hún verði gerð upp í einu lagi fyrir árin 2013-2020. Síðan taki að óbreyttu við frekari kaup á kvóta. Sá kvóti verði keyptur á hnattrænum markaði innan Kýótó-bókunarinnar. Þau kaup fari hugsanlega fram í gegnum þróunaraðstoð sem miðar að minni losun í þróunarríkjum. Hugi segir ekki hafa verið gert ráð fyrir svo örum vexti ferðaþjónust- unnar í loftslagsáætlunum. Næsti áratugur verði tími aðlögunar. „Við höfum haft ákveðið forskot. Við erum með endurnýjanlega orku fyrir rafmagn og hitun og höfum kannski ekki fundið fyrir miklum þrýstingi til þessa. Það er að breyt- ast. Þetta eru alvöruskuldbindingar og við munum tvímælalaust finna fyrir því og jafnvel miklu frekar í miklum hagvexti,“ segir Hugi. Meðal markmiða aðgerðahóps stjórnvalda var að losun frá sam- göngum yrði 23% minni 2020 en 2008. Til samanburðar áætlar Vega- gerðin að umferðin verði 31% meiri á hringveginum í ár en 2008. Fjölgi ferðamönnum frekar eykst umferð. Milljarðar í kolefniskvóta  Ríkissjóður mun að óbreyttu fá milljarða reikning vegna losunar á næsta áratug  Gríðarleg aukning bílaumferðar er þvert á markmið stjórnvalda um minni losun Aukist eða staðið í stað » Að sögn Huga hefur losun frá landbúnaði staðið í stað, minnkað í sjávarútvegi en bíla- umferð aukist umfram spár. » Með hagvexti aukist losunin. » Skv. Parísarsamningnum á að draga úr losun um 35-40% fyrir 2030, miðað við 2005. MLosunin eykst … »10  „Við vorum með sextíu manns að leita,“ segir Gunnar Ingi Widnes Friðriksson, stjórnandi að- gerða björg- unarsveita við Gullfoss, en björgunarmenn leituðu í allan gærdag árangurslaust að erlendum karlmanni sem fór í fossinn sl. mið- vikudag. Fengu leitarmenn m.a. að- stoð frá þyrlusveit Gæslunnar. Búið er að strengja net þar sem Hvítá rennur undir Bræðratungu- brú og munu björgunarmenn halda leit áfram í dag. »2 Leit að manninum haldið áfram í dag Leit Bátar hafa m.a. verið notaðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.