Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurmaraþon Fjölmargir taka þátt í maraþoninu ár hvert.
Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur
að því að hægt verði að hlaupa til
styrktar Háskólanum í Reykjavík-
urmaraþoni Íslandsbanka sem fram
fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna
Sigurðardóttir, formaður stúd-
entaráðs. Hefð hefur skapast fyrir
því að góðgerðarfélög skrái sig til
leiks á heimasíðunni hlaupa-
styrkur.is og hlauparar velji sér eitt
þeirra til að hlaupa fyrir. Almenn-
ingi gefst svo kostur á að heita á
hlaupara og styrkja um leið góðgerð-
arsamtök í þeirra nafni. Í fyrra söfn-
uðust tæpar 100 milljónir króna til á
annað hundrað góðgerðarsamtaka.
„Nokkrir stúdentaráðsliðar hafa
verið að skoða það hvort það væri
hægt að hlaupa til styrktar Háskól-
anum. Fyrir nokkrum árum hlupu
læknanemar fyrir Landspítalann
þannig að það eru fordæmi fyrir
slíku,“ segir Ragna.
Hugmyndin kom fram í stefnu-
mótunarvinnu stúdentaráðs en
Ragna segir stúdenta leita allra leiða
til að vekja athygli á undir-
fjármögnun Háskólans enda sé al-
þekkt að Háskólinn sé eftirbátur
skóla annars staðar á Norðurlöndum
í þeim efnum. Aðspurð segir hún
verkefninu fyrst og fremst ætlað að
vekja athygli á bágri stöðu Háskól-
ans enda ekki um stórar upphæðir
að ræða. „En auðvitað mun sá pen-
ingur sem safnast nýtast. Ég veit til
dæmis að þegar læknanemar hlupu
fyrir Landspítalann var sá peningur
nýttur til að bæta aðstöðu til verk-
legrar kennslu á Landspítalanum,“
segir Ragna.
Hjá Íþróttabandalagi Reykjavík-
ur, sem sér um fjáröflun Hlaupa-
styrks, fengust þær upplýsingar að
ekki hefði borist umsókn frá Háskól-
anum um að fá að taka þátt í söfn-
uninni. „Við hvetjum fólk til að
hlaupa til góðs og góðgerðarsamtök
eru mjög víð skilgreining þó þau lúti
ákveðnum skilyrðum,“ segir Svava
Oddný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri
Reykjavíkur. „Fólk brennur fyrir
ótrúlegustu hlutum og ekki okkar að
meta það hvað er mikilvægara en
annað svo fremi sem einhverjir vilja
styrkja málefnin.“ Þó séu nokkur
skilyrði. Miðað er við að félög í
áheitasöfnuninni séu félagasamtök
eða sjálfseignarstofnanir sem ekki
stundi atvinnurekstur. Hún vill ekki
segja til um hvort Háskólinn, sem
ríkisstofnun, uppfylli skilyrðin. „En
við útilokum ekkert.“
alexander@mbl.is
Nemar vilja hlaupa til
styrktar Háskóla Íslands
Ætlað að vekja athygli á bágri stöðu Háskólans
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
Vélin í toppstandi
„Það hefur verið alveg svakalegur þurrkur núna í
tvo daga,“ segir Helgi Þór í samtali við Morgunblaðið
og bætir við að það sem hann sló í fyrradag hafi orðið
sprekþurrt á einungis sólarhring.
Helgi Þór notast við traktor af gerðinni Massey
Ferguson til að snúa heyinu, en vélin er jafnaldri hans,
það er að segja frá árinu 1963 og því 54 ára.
„Ég keypti vélina einhvern tímann upp úr 2000 af
bæ hérna sunnan við mig,“ segir Helgi Þór og bætir
við að vélin sé í toppstandi. „Þrátt fyrir háan aldur
gengur hún eins og ekkert sé, hún er alveg eins og
hugur manns.“
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi
Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er
í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi
er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði.
Undanfarna daga hefur verið hitabylgja og þurrkur
á Norðausturlandi, sem er að sögn Helga Þórs kær-
komin tilbreyting frá miklum rigningum undanfarið.
Í samtali við blaðamann í gær sagðist Helgi Þór
vonast til að geta klárað slátt þann daginn, en hann
slær aðeins einu sinni, ólíkt mörgum öðrum bændum
sem slá fyrri og seinni slátt.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Heyskapur Helgi Þór notar traktor af gerðinni Massey Ferguson til þess að snúa heyinu, en vélin er jafnaldri hans.
Í toppstandi þrátt
fyrir háan aldur
Snýr heyinu á 54 ára gömlum Massey Ferguson-traktor
Búið er að áfrýja til Hæstaréttar
máli Áslaugar Ýrar Hjart-
ardóttur, sem barist hefur fyrir
því að fá endurgjaldslausa túlka-
þjónustu sem hún þarf á að
halda.
Áslaug, sem er með samþætta
sjón- og heyrnarskerðingu,
stefndi Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra (SSH)
og íslenska ríkinu fyrr í sumar
fyrir mismunun. Á föstudaginn í
síðustu viku voru SSH og ríkið
sýknuð í héraði af kröfu Áslaug-
ar um að ríkið greiddi fyrir
túlkaþjónustu fyrir hana í sum-
arbúðum daufblindra ungmenna
á Norðurlöndum. Hún er nú í Sví-
þjóð í sumarbúðunum, sem hún
þarf sjálf að standa straum af
kostnaðinum við, ólíkt ungmenn-
um frá hinum norrænu þjóðunum.
SSH fær úthlutaðar á hverju
ári um 30 milljónir til þess að
veita endurgjaldslausa túlkaþjón-
ustu í daglegu lífi. Miðstöðinni
ber síðan að úthluta fénu til
þeirra um það bil 200 ein-
staklinga sem rétt eiga á þjónust-
unni.
Morgunblaðið sendi fyrirspurn
á mennta- og menningarmál-
uráðuneytið um hvort ætti að
auka fjármagn til túlkaþjónustu
hjá SSH. Í svarinu segir: „Ráðu-
neytið hefur því miður ekki aðrar
fjárheimildir til þeirra verkefna
sem Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra sinnir
en Alþingi ákveður í fjárlögum
hverju sinni. Ráðuneytið telur
hins vegar ljóst að málefni sjóðs-
ins þarfnist gagngerrar endur-
skoðunar.“
Máli Áslaugar
hefur verið áfrýjað
Fjárheimild SSH liggur í fjárlögum
Undirritaður var samningur á milli
Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf.,
Urriðaholts ehf., Landgræðslu rík-
isins og Byggingarfélags Gylfa og
Gunnars hf. um endurheimt votlend-
is við Urriðavatn í Garðabæ í gær.
Umhverfis- og auðlindaráðherra,
Björt Ólafsdóttir, tók fyrstu skóflu-
stunguna að verkefninu með gríðar-
stórri vélskóflu.
Frumkvæðið hjá fyrirtæki
Toyota á Íslandi hafði frumkvæði
að framkvæmdinni og styrkir hana
að mestu. Garðabær undirbjó verk-
efnið og sér um framkvæmd þess
ásamt aðilum samstarfssamnings-
ins. Urriðaholt ehf. leggur til efni í
fyllingu skurða, Byggingarfélag
Gylfa og Gunnars hf. er landeigandi
sem leggur til svæðið og Land-
græðsla ríkisins tekur þátt með ráð-
gjöf, vöktun og árangursmati.
Urriðavatn og umhverfi er á
náttúruminjaskrá og markmið verk-
efnisins er að færa land í átt til fyrra
horfs, skapa lífsskilyrði fyrir gróður
og dýralíf en skapa einnig aukið svig-
rúm fyrir útivistaraðstöðu.
Með tímanum ætti endurheimt
votlendis að binda kolefni í stað þess
að losa það út í andrúmsloftið en vot-
lendi geymir verulegan hluta kolefn-
isforða jarðarinnar.
Umhverfisstofnun segir í umsögn
sinni að framkvæmdin sé til þess
fallin að hafa jákvæð áhrif á svæðið.
ernayr@mbl.is
Urriðavatn fær
votlendið aftur
Fyrsta skóflustungan tekin í gær
Ljósmynd/Garðabær
Endurheimt votlendis Samningurinn undirritaður af samstarfsfólkis.
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.