Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
Það borgar sig að kynna
sér málið
Myndir segja eitt –
upplifunun á staðnum
segir allt
Við fylgjum þér í hverju
skrefi í ferlinu
Íslenskir tengiliðir alla leið
Euromarina er 45 ára
byggingarfélag og
fasteignasala sem þú
getur treyst 100%
Hótel Hafnarfjörður
Reykjarvíkurvegur 72
KYNNINGARFUNDUR 22.JÚLÍ KL.13 -16
KÍKTU TIL OKKAR Á
HÓTEL HAFNARFJÖRÐ
Sölufulltrúar Euromarina og lögfræðingur frá Pellicer&Heredia í
samvinnu við Garðatorg eignamiðlun munu útskýra kaupferlið á nýjum
eignum á Spáni og fara yfir öll helstu atriði sem mikilvægt er að hafa
í huga varðandi kaup á nýrri fasteign.
Við munum sýna þér úrval eigna á Costa Blanca svæðinu og hjálpa þér
að finna drauma eignina.
Í boði er þriggja nátta gisting á Hótel La laguna og skoðunarferð um
svæðið fyrir hugsanlega kaupendur.
21. júlí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.57 103.05 102.81
Sterlingspund 133.62 134.26 133.94
Kanadadalur 81.26 81.74 81.5
Dönsk króna 15.934 16.028 15.981
Norsk króna 12.669 12.743 12.706
Sænsk króna 12.382 12.454 12.418
Svissn. franki 107.45 108.05 107.75
Japanskt jen 0.9146 0.92 0.9173
SDR 143.34 144.2 143.77
Evra 118.52 119.18 118.85
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.5921
Hrávöruverð
Gull 1236.55 ($/únsa)
Ál 1906.0 ($/tonn) LME
Hráolía 48.7 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Ársverðbólgan hækkaði úr 1,5% í
1,8% í júlí, samkvæmt nýjum tölum frá
Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs
lækkaði um 0,02% milli mánaða í júlí,
sem er í nokkru samræmi við spár
markaðsaðila.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
lækkaði um 0,27% á milli júní og júlí. Án
húsnæðis hefur verið 3,1% verð-
hjöðnun undanfarna tólf mánuði.
Í Markaðspunktum Arion banka segir
að hækkun húsnæðisverðs og flugfar-
gjalda til útlanda hafi sérstaklega knúð
áfram verðbólguna í júlí en á móti vegi
áhrif vegna sumarútsala. Telur bankinn
að sjá megi fyrstu skýru vísbending-
arnar um betra jafnvægi á fasteigna-
markaði í formi vægari hækkunar vísi-
tölu íbúðarverðs milli mánaða í júní.
Verðbólgan mælist
1,8% síðustu 12 mánuði
STUTT
BAKSVIÐ
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Markaðsaðilar sem Morgunblaðið
ræddi við sögðu að undanfarið hefði
talsvert borið á áhuga á skráningu á
First North og að allir væru að líta í
kringum sig hvað fjármögnunarleiðir
varðar. Það einskorðist ekki við
ferðaþjónustu heldur einnig nýsköp-
unarfyrirtæki, fjármálafyrirtæki og
önnur félög í vexti. Þó eru einungis
þrjú félög nú skráð á markaðstorgið
hér á landi.
„Það getur vel verið að margir ann-
að hvort viti ekki af First North
markaðstorginu eða sjái ofsjónir yfir
ferlinu, sem er í sjálfu sér mun ein-
faldara en flestir gera sér grein fyrir.
Markaðstorgið er góður fjármögnun-
arkostur fyrir fyrirtæki í vexti,“ segir
Magnús Harðarson, forstöðumaður
viðskiptasviðs Kauphallarinnar.
Betur nýtt á Norðurlöndum
First North er markaðstorg fjár-
málagerninga þar sem allar reglur
eru einfaldari og kostnaður lægri. Þá
eru gerðar minni kröfur til rekstrar-
sögu, markaðsvirðis og fleiri atriða
heldur en í Kauphöllinni. Markaðs-
torgið er gjarnan notað sem stökk-
pallur inn í Kauphöllina en getur jafn-
framt verið fjármögnunarkostur fyrir
fyrirtæki í vexti og er í raun ekki mik-
ið flóknara ferli en að taka bankalán,
að sögn Magnúsar.
„Það er mjög athyglisvert að bera
stærð félaga á First North markaðs-
torgum á Norðurlöndunum saman
við íslenska markaðstorgið. Mestur
fjöldi félaga er skráður á First North
markaðstorgið í Stokkhólmi, en þar
er helmingur félaganna undir tveggja
milljarða króna markaðsvirði og
markaðsvirði ríflega 70% félaganna
er innan við 5 milljarðar króna. Á ís-
lenska markaðstorginu er aftur á
móti aðeins eitt félag sem er undir 5
milljörðum króna að markaðsvirði,“
segir Magnús.
Þau þrjú félög sem eru skráð á
First North markaðstorgið í dag eru
Hampiðjan, Icelandic Seafood og
Sláturfélag Suðurlands. „Mengið er
kannski ekki alveg marktækt þar sem
það eru bara þrjú félög á markaðnum
en þetta sýnir okkur að það er mjög
lítið af vaxtarfyrirtækjum sem sækja
á íslenska markaðstorgið í saman-
burði við Norðurlöndin.“
Betrumbætt umhverfi
Sögulega hafa mjög fá fyrirtæki
verið skráð á First North markaðs-
torgið hérlendis. Undanfarin ár hefur
umhverfið þó vænkast umtalsvert, en
það er einna helst vegna hærri þrösk-
ulda fyrir lýsingar sem geta verið
kostnaðarsamar og krafist talsverðr-
ar vinnu. „Ríkisstjórnin á hrós skilið
fyrir að hækka þröskuldinn á undan-
þágunni frá lýsingum. Það skiptir
verulegu máli vegna þess að það eru
mjög mörg smærri félög sem eru
kannski að leita sér að 200-250 milljón
króna fjármögnun og geta það nokk-
uð auðveldlega á First North eftir
breytinguna. Þá hafa fjárfestingar-
heimildir lífeyrissjóðanna varðandi
First North félög verið rýmkaðar,“
segir Magnús.
Settu skráninguna á bið
Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa
íhugað skráningu á markaðstorg er
Alp, sem rekur fjórar bílaleigur.
Hjálmar Pétursson forstjóri fyrir-
tækisins staðfestir að félagið hafi ver-
ið í undirbúningi fyrir skráningu á
First North en sett ferlið í biðstöðu
vegna „óvissu í efnahagsmálum, óró-
leika í ferðaþjónustu og ömurlegrar
ríkisstjórnar“.
Nokkur félög sögð íhuga
skráningu á First North
First North Kauphöll telur markaðstorgið vannýtt og lítur til ferðaþjónustu.
Horfa til ferðaþjónustu
» Kauphöllin telur að mörg
ferðaþjónustufélög gætu haft
hag af skráningu og að þau
gætu nýtt skráninguna til að
vaxa og kaupa önnur fyr-
irtæki.
» Nokkur félög hafa íhugað
skráningu á First North Mark-
aðstorgið á árinu.
Leiðin á First North einfaldari en margir halda Markaðstorgið talið vannýtt
Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur
sem hámarka leyfilegt veðsetningar-
hlutfall nýrra fasteignalána. Sam-
kvæmt reglunum skal veðsetningar-
hlutfall vera að hámarki 85% af
markaðsverði fasteignar, en allt að
90% af markaðsverði þegar um er að
ræða fjármögnun kaupa á fyrstu
fasteign. Frá þessu var greint á vef
fjármálaráðuneytisins í gær.
Tilgangur reglnanna er að sögn
FME sá „að varðveita fjármálastöð-
ugleika og treysta viðnámsþrótt lán-
veitenda og lántaka gagnvart mögu-
legum viðsnúningi á fasteignaverði,
nú þegar vaxandi spennu gætir á
húsnæðismarkaði“.
Í tilkynningu FME segir að raun-
virði íbúðahúsnæðis hafi hækkað
umtalsvert síðustu misseri og hafi
ársvöxtun þess reynst 21,2% í júní
síðastliðnum. Vísbendingar séu um
að áfram verði þrýstingur á fast-
eignaverð.
Hækkun húsnæðisverðs fram að
miðju ári 2016 var að miklu leyti í
samræmi við áhrifaþætti húsnæðis-
verðs, svo sem laun og bygginga-
kostnað. Undanfarin misseri hafa
orðið frávik frá þessari þróun og vax-
andi misvægis hefur gætt milli hús-
næðisverðs og þessara undirliggj-
andi þátta.
FME segir gögn stofnunarinnar
sýna að lánastofnanir hafi slakað á
lánaskilyrðum að undanförnu sam-
hliða aukinni samkeppni á fasteigna-
lánamarkaði. Vöxtur útlána til heim-
ila hefur þó verið hóflegur.
Eftirlitið ítrekar að reglurnar séu
einkum settar til að tryggja að lán-
veitendur slaki ekki frekar á lána-
skilyrðum í ljósi harðnandi sam-
keppni á fasteignalánamarkaði nú
þegar hækkanir á verði íbúðarhús-
næðis séu mjög miklar, vextir fari
lækkandi og misvægis gæti milli
verðþróunar og þeirra efnahags-
þátta sem jafnan skýra þróun hús-
næðisverðs.
FME hyggst endurskoða reglur
um hámark veðsetningarhlutfalls
fasteignalána til neytenda reglulega
með hliðsjón af þróun á íbúða- og
fasteignalánamarkaði.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eftirlit FME hefur sett hámark á
veðsetningarhlutfall fasteignalána.
FME setur reglur
um veðsetningu
Veðsetningarhlut-
fall allt að 85% en
90% fyrir fyrstu eign