Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Verð
10.950.000 + vsk
Nýskráður í janúar 2017 ekinn aðeins 6 þ. km, svartur á litinn, sérinnréttaður með lúxusfyrirkomulagi fyrir 16 farþega,
leiðsögumann og ökumann alls 18 sæti. Bíllinn er innréttaður í Póllandi með ákaflega fallegri og vandaðri innréttingu og
eru sætin sérlega þægileg. Ábyrgð er á bílnum frá Mercedes Benz.
Bíllinn er með 3,0l, 191 hestafla díselvél, sjálfskiptur, hiti er í framrúðu, stórar dökkar
rúður á hliðum og panoramaframrúða. Niðurtekið farangursrými og rafdrifin rennihurð
farþegamegin. Einnig er akgreinavari, dráttarkrókur, tveir rafgeymar, ökuriti ogWebasto
olíumiðstöð. Krómaðir hjólkoppar á öllum hjólum.
Farþegarými: leðursæti, tveir stórir tv-skjáir í loftinu, loftkæling við hvert sæti.
Hátalarar við hverja sætaröð, USB-tengi við öll sæti, 230V tengill í annarri hverri sætisröð.
Lesljós eru við hvert sæti. Daglýsing er í farþegarými en einnig hægt er að breyta lit á
ljósum. Þægileg blá næturlýsing er í lofti.Wifi kerfi er í bílnum.
Leiðsögumaður: Tvöfalt guide kerfi, þráðlaus míkrafónn og einnig snúrutengi.
Samskiptagræjur með: útvarpi, CD, USB, SD Card, Bluetooth.
M.BENZ SPRINTER 519VIP LUXURY 16+1+1manna
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Indriða Jónsson, s. 567-4840/771-8900 eða indridi@bilo.is
Raqa-borg í Sýrlandi naut eitt sinn
góðs af því að vera við Efrat-fljót en
mikill skortur á drykkjarvatni í
borginni hefur nú orðið til þess að
borgarbúar hafa þurft að hætta lífi
sínu til að verða sér úti um vatn.
Borgin hefur verið án stöðugs
rennandi vatns í nokkrar vikur
vegna skemmda sem urðu á vatns-
leiðslum í hörðum sprengjuárásum,
meðal annars loftárásum herflug-
véla frá nokkrum löndum undir for-
ystu Bandaríkjanna. Loftárásirnar
eru gerðar til stuðnings arabískum
og kúrdískum hersveitum sem
sækja að borginni í baráttunni gegn
öfgasamtökunum Ríki íslams. Raqa
er enn að mestu á valdi vígamanna
samtakanna.
Vatnsskorturinn hefur orðið til
þess að borgarbúar þjást af vessa-
þurrð í sumarhitanum og sumir
hætta lífi sínu til að sækja vatn í
brunna sem hafa verið grafnir í
grennd við borgina. Þessar ferðir
geta verið lífshættulegar vegna
átakanna.
Verða fyrir árásum
Fréttaveitan AFP hefur eftir ein-
um borgarbúanna sem hafa sótt
drykkjarvatn að þeir hafi þurft að
flýja frá brunnum vegna stórskota-
árása. „Sprengikúla lenti 50 metra
frá mér,“ sagði hann.
AFP hefur einnig eftir Raqa-
búum að þeir hafi orðið fyrir skot-
árásum leyniskyttna Ríkis íslams.
Að sögn borgarbúa hafa að minnsta
kosti 27 manns beðið bana í loft-
árásum þegar þeir reyndu að sækja
drykkjarvatn í Efrat eða nálæga
brunna.
Talið er að um 70.000 manns séu
enn í Raqa. Íbúar borgarinnar voru
rúmlega 220.000 samkvæmt mann-
tali árið 2004 og hún var þá sjötta
stærsta borg Sýrlands. bogi@mbl.is
AFP
Íbúarnir hætta
lífi sínu fyrir vatn
Skortur á drykkjarvatni í Raqa, höfuðvígi öfgasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi, vegna harðra átaka um borgina síðustu vikur
Á vígaslóð Ungir Sýrlendingar með asna á tengivagni nálægt Raqa. Átök hafa geisað um borgina síðustu vikur.
Stjórnvöld í Kína hafa hert rit-
skoðunina á netinu og fyrirskipað
stærstu tæknifyrirtækjum landsins
að loka síðum á samfélagsmiðlum
þar sem „slæmar upplýsingar“ séu
birtar.
Ritskoðarar kínversku einræðis-
stjórnarinnar hafa einnig lagt
áherslu á að koma í veg fyrir að fólk
geti vottað minningu andófsmanns-
ins Liu Xiaobo virðingu sína á net-
inu. Liu var sæmdur friðarverðlaun-
um Nóbels árið 2010 og lést úr
lifrarkrabbameini á sjúkrahúsi í
Shenyang í vikunni sem leið. Honum
var sleppt úr fangelsi í síðasta mán-
uði vegna sjúkdómsins en kínversk
stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir
að hafa ekki leyft honum að leita sér
lækninga erlendis.
Yfirvöldin hafa reynt að koma í
veg fyrir að hægt sé að birta myndir
eða nota leitarorð sem tengjast Liu
Xiaobo á stærstu samfélagsmiðlum
Kína, að því er fréttaveitan AFP hef-
ur eftir sérfræðingum. Þeir segja að
ritskoðunin í tengslum við Liu hafi
stóraukist eftir að hann lést.
Kínversk stjórnvöld hafa komið
upp neteftirlitskerfi, sem hefur verið
kallað Eldveggurinn mikli, til að rit-
skoða efni sem birt er á netinu og
koma í veg fyrir gagnrýni á
einræðisstjórnina á samfélagsmiðl-
um.
Kínverskir andófsmenn hafa þó
notað svonefndar VPN-veitur til að
sneiða hjá eldveggnum og vottað
minningu Liu virðingu sína á Twitter
og Facebook á síðustu dögum, að
sögn AFP.
Stefnan sögð rangtúlkuð
Yfirvöld hafa gripið til fleiri að-
gerða til að herða ritskoðunina á net-
inu. AFP hafði í gær eftir kínversk-
um embættismönnum að þeir hefðu
rætt við yfirmenn kínverskra tækni-
fyrirtækja til að fyrirskipa þeim að
bæta úr brotum á reglum um net-
eftirlitið og loka síðum þar sem
„slæmar upplýsingar“ væru birtar.
Á meðal brota sem embættismenn-
irnir nefndu voru meintar rangtúlk-
anir á stefnu stjórnvalda, dreifing
rangra upplýsinga, rangfærslur um
sögu kínverska kommúnistaflokks-
ins, birting mynda án leyfis ljós-
myndara og birting efnis sem talið er
ógna allsherjarreglu. bogi@mbl.is
AFP
Askan afhent Bróðir Liu Xiaobo (t.v.) og ekkja hans taka við ösku hans.
Ritskoðun á
netinu hert
Aukið eftirlit með netmiðlum í Kína
Hertar reglur
» Samkvæmt reglum, sem
tóku gildi í Kína 1. júní, þurfa
samfélagsmiðlar á netinu að fá
leyfi til að birta fréttir eða
greinar um málefni sem varða
ríkisstjórnina, efnahag lands-
ins, herinn, utanríkisstefnuna
og samfélagsmál.
» Yfirvöldin hafa einnig lokað
tugum bloggsíðna og hert regl-
ur um birtingu myndskeiða.
Dönsk yfirvöld hafa komið á sérstöku eftirlitssvæði í
Kaupmannahöfn til að leita að vopnum vegna harðn-
andi átaka milli glæpagengja. Viðbúnaður lögregl-
unnar verður sérstaklega mikill á svæðinu, sem nær til
hverfanna Nørrebro, Husum, Brønshøj og Tingbjerg.
Lögreglan hefur heimild til að leita á öllu fólki á svæð-
inu, í töskum þess og bílum. Heimildin á að gilda til 3.
ágúst, að sögn Politiken. Haft er eftir talsmanni lög-
reglunnar að gerðar hafi verið fimm alvarlegar hnífa-
eða skotárásir í Kaupmannahöfn frá 12. júlí.
Yfirvöldin gripu til samskonar aðgerða í Árósum í
síðasta mánuði vegna harðnandi átaka milli glæpa-
gengja í borginni. „Skotárásir í Árósum eru með öllu
óviðunandi,“ sagði yfirlögregluþjónninn Klaus Arboe
Rasmussen í viðtali við danska ríkissjónvarpið.
DANMÖRK
Eftirlit lögreglu aukið
vegna átaka glæpagengja
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn John McCain hefur greinst
með illkynja æxli í heila. Þingmaður-
inn gekkst undir skurðaðgerð vegna
blóðtappa í auga í vikunni sem leið
og rannsókn leiddi í ljós að hann
tengdist illkynja æxli í heila, að sögn
lækna hans. Æxlið sem greindist er
meðal þeirra illvígustu sem þekkjast.
Öldungadeildarþingmaðurinn Ted
Kennedy lést af völdum samskonar
krabbameins árið 2009.
McCain er áttræður. Hann hefur nokkrum sinnum
greinst með húðkrabbamein á síðustu áratugum, m.a.
illkynja sortuæxli árið 2000.
BANDARÍKIN
John McCain greindist
með illkynja æxli í heila
John McCain