Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Dulúð Snæfellsnes leynir á sér og þar er ákveðinn kraftur, sem ýmist er augljós og allt að því áþreifanlegur eða safnast fyrir í skýjunum og þokunni og bíður eftir að leysast úr læðingi. RAX Tilvist guðs hefur verið lærðum og leik- um deiluefni um aldir. Sérstaklega hafa lærð- ir menn mikillar rök- hyggju kveðið fast að orði í efasemdum sín- um um tilvist guðs. Sagt er að franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes hafi tekið rimmu um tilvist guðs við efa- hyggjumann. Skynsemishyggju- maðurinn Descartes leiddi út með langri stærðfræðilegri sönnunar- aðferð einhvern vísdóm, sem var að sönnu fagur, en sagði svo að niður- staðan væri til sönnunar á tilvist guðs, „Dieu existe“. Andstæðingur Descartes gat ekki hrakið þessa sönnun! Víst er að margt er fallegt í stærðfræðinni. Þannig er regla Pýþagórasar af Samos fegurðin ein í einfaldleika sínum, A2 + B2 = C2. Þetta er hið fullkomna jafnvægi í þríhyrningnum. Á sama hátt er það fegurð að hlutfall samliggjandi tveggja talna í Fibonacci-röð er 1,6180, sem er fyr- ir guðsglettni „Hið gullna hlutfall“ eða gullinsnið, en það er gegnum- gangandi í húsagerðarlist allra alda. Gluggarnir í Skálholts- dómkirkju Listakonan Gerður Helgadóttir hannaði gluggana í Skálholts- dómkirkju. Hún virðist byggja táknhyggju sína á kenningum tveggja heimspekinga, Rene Gilles, en rit hans heitir „Le Symbolisme dans l’art religieux“, og Lanza Del Vasto, en rit hans heitir „Comment- ario de l’evangile“. Listakonan segir réttilega að all- ar tölur eigi sitt raunverulega form í náttúrunni, sam- hverfa laufblaða, eða sexhyrningur stuðla- bergsins sem er tákn hins fullkomna jafn- vægis og lágmarks orkuástands. Og gleymum ekki blómi liljunnar. Talan þrír er sú fyrsta sem hægt er að byggja á lokað form, sem er þríhyrning- urinn. Þannig er þrí- hyrningurinn tákn heilagrar þrenningar þegar eitt hornið snýr upp en afneitun sann- leikans og hins helga ef eitt hornið snýr niður. Í tölunni fjórir kemur fram krossformið, tákn kirkjunnar eftir krossfestingu frelsarans. Í gluggum Skálholtskirkju koma fyrir geometrísk form frá þríhyrn- ingi upp í átthyrning auk tólfhyrn- ings. Og auðvitað krossinn. Kirkjusagan og frásagnir Hinnar helgu bókar Gluggar Skálholtskirkju eru hver og einn helgaðir ákveðnu efni. Þannig eru tveir gluggar helgaðir þeim feðgum Gissuri hvíta, Ísleifi biskupi, syni hans og Gissuri bisk- upi, sonarsyni. Þessir feðgar lögðu grunn að kristni og kirkju með því að gera Skálholt að biskupsstóli og síðar að hlúa að kristni í öllu land- inu með því að Gissur Ísleifsson stofnaði biskupsstól á Hólum. Þorlákur helgi Þórhallsson er verndardýrlingur Íslands og Ís- lensku þjóðarinnar. Heilagur Þor- lákur er jafnframt verndardýr- lingur hinnar heilögu Péturskirkju í Skálholti en hann var svo heilagur að hann drakk aldrei vatn heldur neytti aðeins víns. Þrír gluggar kirkjunnar eru helg- aðir heilögum Þorláki. Það eru þeir gluggar sem næstir eru altarinu í kirkjuskipinu og stafnglugginn yfir kirkjudyrum. Að auki fá þeir biskuparnir Klængur og Páll sína glugga. Um glugga Páls biskups er vísað til sögu hans. Þar segir: „Ok þá er hann kom út til Íslands, þá var hann fyrir öllum mönnum öðrum að kurteisi lærdóms síns, versagerð og bóklist. Hann var svo mikill radd- maður og söngmaður, að af bar söngur hans og rödd öðrum mönn- um, þeim er voru honum samtíða.“ Í glugga margfaldast ljósbrotið í sexhyrningi, sem er tákn hins full- komna jafnvægis og samræmis sem „svarar til starfsemi Páls biskups er hann prýddi kirkjuna í hvívetna“. Í kórnum eru samtals átta gluggar í tveimur einingum. Þeir vísa til sköpunarsögunnar: „Þá sagði guð verði ljós og þá varð ljós.“ Þar er sjöhyrningurinn sem tákn sköpunarinnar. Þessum glugg- um er valinn staður beggja vegna kórsins. Í mannshjartanu er bæði hið góða og hið illa sem eilíft brjót- ast um í mannverunni. Í mannlífinu er sköpun og sundrung. Jafnframt eru gluggar sem vísa til frásagna í guðspjöllum Matteus- ar, Markúsar og Jóhannesar auk Opinberunarbókar Jóhannesar. Þannig segir um einn gluggann: „Og allir neyttu og urðu mettir.“ Hið bjarta og ávala form, sem sam- einast því dökkrauða, táknar brauð- ið og vínið. Í þeim glugga er vísað er til Opinberunarbókar Jóhannesar: „Ég er Alfa og Ómega, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi.“ Þar er krossinn aðalformið. Jafnframt er í glugganum tólfhyrningur sem vísar til postulanna tólf. Í gluggum í efri röð kirkjuskips- ins eru 10 tákn úr kristindómnum færð í mynd. Að sjálfsögðu er þar fiskurinn, sem er tákn Jesú Krists, kaleikur, sem tákn kvöldmáltíð- arinnar og þyrnikórónan, sem Kristur bar við krossfestinguna. Allir bera gluggarnir litafegurð vitni. Skálholtshátíð Um þessa helgi er haldin Skál- holtshátíð, sem ætíð er haldin á sunnudegi sem næst vígsludegi Skálholtsdómkirkju og Þorláks- messu á sumri. Skálholt var höf- uðstaður þjóðarinnar um margar aldir en verður það aldrei aftur. Engu að síður skipar staðurinn ætíð hefðarsess í huga þjóðarinnar. Vígslan árið 1963 var mikil hátíð. Þá sagði biskup Íslands: „Skálholt er meira en minningin og hærra en sagan.“ Víst er að vígslan vísaði til annars og meira en einnar kirkju. Niðurlægingu Skálholts eftir móðu- harðindi var lokið. Ísland var orðið sjálfstætt lýðveldi og aðeins sigrar framundan. Skálholtsstaður var færður kirkjunni að gjöf til að hafa þar forræði um starfsemi og fram- kvæmdir. Velunnarar kirkjunnar færðu henni gjafir. Norðmenn gáfu gólf- efni. Danskir velunnarar færðu kirkjunni glugga Gerðar Helgadótt- ur. Altaristafla Nínu Tryggvadótt- ur, þar sem frelsarinn birtist mann- inum úr tóminu, kom síðar. Þegar kirkjan og þjóðin hafa eignast gersemar þarf að varðveita þær. Nú hafa veður og máttarvöld unnið á gluggum og altaristöflu. Það er enginn nema þjóðin sem getur staðið undir því sem gera þarf. Þjóðin á ýmsar gersemar. Það er meira en þegar Jón Hreggviðsson hjó niður klukku sem hékk í stafni Lögréttuhússins á Þingvöllum. Þá átti þjóðin aðeins eina sameign. Þessum gersemum verður að huga svo vel að og viðhalda, að ókomnar kynslóðir fái notið þeirra eins og þjóðin í dag. Eftir Vilhjálmur Bjarnason »Heilagur Þorlákur er jafnframt verndar- dýrlingur hinnar heil- ögu Péturskirkju í Skál- holti en hann var svo heilagur að hann drakk aldrei vatn heldur neytti aðeins víns. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður Táknmál trúar og stærðfræði Ljósmynd/Bóas Kristjánsson Listaverk Hin nýja Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.