Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 20

Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 VINNINGASKRÁ 12. útdráttur 20. júlí 2017 256 8410 21118 31543 43982 53411 61386 70732 305 8723 21349 31662 44246 53784 61495 70789 344 9330 21691 31766 44840 53824 61539 70907 605 9388 21914 33759 44886 54041 61599 71507 1128 9644 21934 33891 45294 54241 61883 71807 1175 10242 22117 34120 45302 54274 61914 71813 1201 10528 22687 34718 45418 54318 61939 71930 1511 10865 22690 35043 45478 54769 62121 72469 1524 11219 23004 36586 45598 54988 62140 72843 2020 11560 23380 36611 45865 55417 62971 73088 2043 11639 23391 37099 46082 55431 63013 73911 2108 11725 23907 37263 46220 55612 63059 74210 2503 12439 23955 37613 46285 55628 63284 74358 2571 12573 24096 37626 46396 56029 63356 74418 2798 12591 25158 37704 46629 56332 63478 74707 3127 13036 25232 38112 46939 56484 63611 74888 3249 13218 26201 38202 46942 57195 63617 74951 3530 13237 26678 38233 47019 57200 63876 75554 3956 13419 26760 39049 47274 57237 63908 75724 4225 13494 26911 39178 47312 57365 64114 75832 4251 13932 27062 39759 47511 57507 64457 76120 4343 14092 27172 39840 48067 57596 65043 77206 4420 14318 28000 39905 48612 57975 65158 77707 4459 14371 28488 40834 48697 58254 65809 77891 5457 14407 28745 40852 48782 58335 65854 78043 5492 14845 28917 41099 49524 58481 67650 78619 5643 14852 29156 41241 49720 58587 67795 78711 5882 15350 29257 41327 49747 58981 68217 79160 6258 15501 29658 41464 50112 59104 68997 79760 6451 15673 30077 41741 50236 59226 69397 79818 6468 15849 30109 41997 50442 59450 69496 79929 6753 18706 30525 42131 50509 59456 69708 7048 18819 30546 42156 50616 59673 69796 7602 19281 31016 42461 51149 60426 69965 7756 19731 31277 43454 52017 60599 70295 7798 20237 31376 43471 52832 60838 70464 8125 20315 31449 43713 53060 61289 70731 451 13300 24387 35253 45537 54772 63861 75460 563 14111 26726 36065 46613 56576 64686 75482 1601 17057 27841 36157 46825 56720 65376 75990 3722 17104 28690 37664 47622 56977 67451 76328 4825 17718 29085 37883 48201 57065 67611 76696 5663 19188 29211 38556 49444 57987 69186 78005 6565 19292 29319 40775 50121 58844 69220 78269 8545 19610 30210 41646 51160 59718 69417 78672 10319 20255 31101 42698 52907 60345 71629 78817 10391 21084 32297 42715 53742 60539 72203 10497 22267 32939 44764 53828 61043 73051 12716 23095 33892 45262 53983 62941 73583 13148 23370 34746 45521 54280 63275 75308 Næstu útdrættir fara fram 27. júlí & 3. ágúst 2017 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 22556 54288 73190 73334 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3461 12252 28385 51159 59708 72886 3993 21354 31741 51237 60124 73585 6642 26196 47387 55642 62821 76607 9373 27060 49494 57057 64671 78155 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 3 0 Nú nötrar umræðan um hina svokölluðu Borgarlínu. Dæmigerð íslensk orðræða á sér stað þar sem fólk er flokkað með og á móti viðkomandi verkefni og orðum eins og auk- inn skattheimta og for- ræðishyggja er fleygt fram og til baka. Slík flokkun er ósanngjörn að mínu mati þar sem eitt verkefni útilokar einfaldlega ekki önnur. Þó svo að ég sé fylgjandi bættum al- menningssamöngum er ég t.d. ekki á móti eftirfarandi: mislægum gatnamótum, bættum vega- samgöngum og almennri einkabíla- eign. Þétting byggðar og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu kallar eðlilega á skoðun á ferðavenjum fólks. Vinn- andi fólki fjölgar ört þessi árin og fjölgun ferðamanna er sýnileg um alla borg og allt land. Við þurfum flest að komast á milli A og B, og mörg okkar C, D og E sama daginn. Undirrituð hefur til að mynda aldrei getað séð fyrir sér að hún gæti af- kastað vinnu og fjölskyldustússi á hjóli eða í strætó. Þrátt fyrir að minn lífstíll kalli ekki á notkun á al- menningssamgöngum vil ég samt að þær séu raunhæfur kostur fyrir til dæmis þá sem vilja ekki eða geta ekki átt bíl, hafa ekki bílpróf og þá sem kjósa umhverfisvænni ferða- máta. Ég sem stjórnmálamaður hlýt alltaf að þurfa að horfa til fjöl- breyttra samfélagshópa sem hafa til dæmis mismunandi ferðavenjuþarf- ir svo eitthvað sé nefnt. Hafandi sagt þetta þá má vel vera svo að samfélagið sé ekki tilbúið til þess að forgangsraða verkefnum í þágu almennings- samgangna þetta árið eða það næsta. Lagn- ing þessarar línu er mikil kúltúrbreyting frá því sem við höfum hingað til þekkt og tek- ur tíma til að sanna sig og ef verður að veru- leika mun hafa mikil áhrif á ásýnd borg- arsvæðisins. Við getum við ekki til langs tíma litið fram hjá því að ólíkar þarfir almenn- ings kalla á fjölbreyti- leika í samgöngumálum. Verkefni eins og Borgarlína, sem þyrfti reyndar hið fyrsta að fá nýtt nafn, mun alltaf þurfa stuðning frá ríkinu til þess að verða veruleika og stað- reyndin er sú að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hafa iðulega ekki notið forgangs umfram lands- byggðina. Einnig er ljóst að rík- isstjórnin vinnur hörðum höndum að því ár hvert að forgangsraða verkefnum og enn er óljóst hvar lagning svona línu er í röðinni. Sam- gönguráðherra hefur bent á nauð- syn annarra samgöngubóta á höf- uðborgarsvæðinu, s.s. lagningu Sundabrautar, sem ég er sammála um að sé bráðnauðsynleg, en ekki er að finna brennandi áhuga hjá meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavíkur á því verkefni. Benda verður á að þétting- arstefna Reykjavíkurborgar og þrá- kelkni þeirra að skipuleggja ekki lóðir utan 101 Reykjavík hefur kom- ið í veg fyrir að umræða um bættar almenningssamgöngur nái að þrosk- ast eðlilega. Kópavogur og ná- grannasveitafélög Reykjavíkur bera t.d. ekki ábyrgð á því umferðaröng- þveiti sem skipulagsóreiða meiri- hlutans í Reykjavík hefur skapað undanfarin ár. Mögulega er einmitt sú stefna borgarinnar að koma í veg fyrir nauðsynlegan stuðning skatt- greiðenda í Kraganum sem umlykur Reykjavík. Það skal sagt hér að þrenging gatna, lokun þeirra og fækkun bílastæða víðsvegar um borgina eykur ekki skilning úthverf- anna sem umlykja borgina á millj- arðaútlátum í auknar almennings- samgöngur. Bæta þarf samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Einhvern veginn þarf að skera á umferðarhnútana sem myndast nú æ oftar yfir daginn. Bættar almenningssamgöngur eru tilraun til þess, en einar og sér duga þær ekki til enda gefa spár um fjölg- un farþega í strætó samhliða þessu ekki tilefni til þess að kjósendur muni sýni sýna svona margra millj- arða verkefni skilning. Samt sem áður vex nú ný kynslóð úr grasi sem mögulega vill ekki eiga bíl og kýs annan lífstíl, svo eru það auðvitað líka þeir sem forgangsraða sínum fjármunum ekki í bílakaup. Huga þarf að þeim rétt eins og þeim sem kjósa einkabílinn sinn áfram. Bætt- ari almenningssamgöngur má ekki flokka sem árás á almenna bílaeign en réttlæting þeirra má heldur ekki koma í veg fyrir bættari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur » Þéttingarstefna Reykjavíkurborgar og þrákelkni þeirra að skipuleggja ekki lóðir utan 101 Reykjavík hef- ur komið í veg fyrir að umræða um bættar al- menningssamgöngur nái að þroskast eðli- lega.Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ég brá mér austur í Öræfi einn góðviðr- isdag fyrir skömmu. Mikil var fegurð landsins í sólskininu og náttúrunnar allrar. Einhver púki þurfti að hvísla því að mér, að það hefði verið meira gaman að ferðast um landið áður en ferða- mannaæðið brast á; jafnvel þó vegir væru ekki með bundnu slitlagi og brýr einbreiðar. Að Hofi í Öræfum eru rekin þrjú eða fjögur gisti- og veitingahús. Ég brá mér inn á eitt þeirra til að fá eitthvað í svanginn, sem ég fékk. Ekki gat ég gert mig skiljanlegan á móðurmáli gengilbeinu né ann- arra starfsmanna, og ekki gátu þeir gert sig skiljanlega á mínu móðurmáli. Því greip ég til þess þarna austur í Öræfum á Íslandi að tala ensku og allt bjargaðist. Ekki hafði ég kjark til að spyrja gengil- beinu, hvaða stéttarfélagi hún til- heyrði, og er það önnur saga. Einhvern veginn rifjaðist upp fyrir mér þáttur, sem ég sá í sjón- varpsstöð fyrir fáum árum, líklega árið 2014, en í þeim þætti var rætt við þáverandi eiganda gistihússins, sem ég fór inn á. Kominn heim fór ég því í tölvuna, fann þennan þátt og þótti hann býsna athygliverður. Síðasti hóteleigandi (hann hefur nýlega selt hótelið aftur) kvaðst hafa eignast staðinn vegna þess, að hann hefði komið þar inn á ferð sinni og beðist gistingar. Ekki fékk hann gistingu og var því borið við að fullbókað væri allt það sumar og hluta af næsta sumri. Hinn aðkomni lét ekki bjóða sér slíkt og hafði keypt hótelið innan tveggja vikna, muni ég rétt. Síðan bætti hann og lagaði staðinn að sínum smekk, en ekki að mínum; mér fannst allt á einhvern hátt plastlegt, að und- anskildum dýrum listaverkum sem prýða staðinn. Þá kom fram í viðtalinu að hót- eleigandinn var óánægður með frammistöðu okkar hinna skatt- borgaranna í sambandi við það, sem nú er kallað uppbygging inn- viða. Mér skilst, að þá sé verið að tala um staði til að hægja sér, án þess að fara inn á gisti- eða veit- ingastaði í nágrenninu. Ekki lét hóteleigandinn sér nægja að kaupa gististaðinn til að tryggja sér gistingu í Öræfum í framtíðinni. Hann lét hanna og byggði af mikilli smekkvísi íbúðar- hús fyrir sig og konu sína í brekk- unni fyrir ofan gististaðinn, og sér þar vítt um sveitir og svo til sól- arlags. Innanhúss var ekkert til sparað, að sem best mætti fara um húsráðendur og þá gesti þeirra, sem ekki hæfir að vísa til gistingar á hótelinu. Ég efast um að hér á landi finnist einbýlishús, sem stenst samanburð við þetta hús hvað íburð innanhúss snertir. Ekki gat ég varist þeirri hugsun að hótelreksturinn hefði gengið býsna vel, enda aðsókn mikil og verð á gistingu með ólíkindum. Tveggja manna herbergi kosta nú 275 evrur, en í Þýskalandi og Aust- urríki kosta tveggja manna her- bergi (stærri og vistlegri) allt að 60 evrum. Hagnaður af rekstrinum hefur farið létt með að standa und- ir byggingu og innréttingu hins glæsilega einbýlishúss, sem eigand- inn lýsir í sjónvarpsþættinum. Nú leitar fast á mig sú spurning hvort hagnaðinum af hótelrekstr- inum hefði ekki eins mátt verja til að greiða kostnað við uppbyggingu innviða og setja upp og reka nokk- ur salerni í Öræfasveitinni í stað þess að leita í mína vasa og ann- arra skattgreiðenda? Þessi svokallaði ferðamannaiðn- aður er kominn vel á veg með að eyðileggja margar helstu nátt- úruperlur Íslands, svo í byggð sem í óbyggðum, sem er afar sárt. Ljóst er að hann græðir mikið, og er fullfær um að greiða skatta og skyldur til þjóðfélagsins eins og aðrar atvinnugreinar. Kveinstafir þeirra að undanförnu vegna hækk- unar virðisaukaskatts eru að engu hafandi. Styrking íslensku krónunnar og áformuð hækkun virðisaukaskatts eru vel til þess fallin að draga úr taumlausum innflutningi ferða- manna til Íslands. Er það ekki ágæt lausn á ferða- mannavandanum. Raunir ferðamanns Eftir Axel Kristjánsson »Hinn aðkomni lét ekki bjóða sér slíkt og hafði keypt hótelið innan tveggja vikna, muni ég rétt. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. akri@internet.is Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.