Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017
hugann. Við ólumst upp hvor sín-
um megin við Bjarnarfjarðarána.
Hann á Bakka en ég á Svanshóli.
Faðir minn og Kristjana móðir
hans voru bræðrabörn og tengslin
voru mikil. Hann var 12 árum
eldri en ég. Í minningunni var
hann ætíð hress og kátur og
skemmtilegur félagi. Í kringum
1960 var mikil skíðaiðkun í Bjarn-
arfirði. Halli var meðal þeirra
bestu á því sviði. Kappsfullur og
duglegur og var fyrirmynd mín.
Tvö atvik frá þessum tíma eru
mér ógleymanleg. Það er skíða-
mót í Bjarnarfirði og liðakeppni í
svigi stendur yfir. Þar eigast við
Grettismenn úr Bjarnarfirði og
Neistamenn frá Drangsnesi. Þrír
eru í hvoru liði og samanlagður
tími gildir. Fyrsti Bjarnfirðingur-
inn fer þrautalaust niður brautina,
en öðrum Grettismanna hlekkist á
og fer út úr brautinni og sveitin er
þar með úr leik. Halli var síðastur
niður en árangur hans skipti engu
máli. Þrátt fyrir það keyrði hann á
fullu. Þegar hann var kominn
rúmlega hálfa leið missti hann af
sér annað skíðið en er ekki á því að
hætta og renndi sér alla leið á öðru
skíðinu. Ég man hvað ég dáðist að
leikni hans. Sjálfur Ingemar Sten-
mark hinn sænski hefði vart gert
betur. Þannig man ég Halla
kappsfullan og duglegan. Annað
atvik frá þessum tíma er ekki síð-
ur ofarlega í huga. Ég var að
keppa í 5 km göngu drengja og var
í harðri baráttu um fyrsta sætið
við frænda minn frá Drangsnesi.
Síðustu hundruð metrana er allt
lagt af mörkum. Örþreyttur
komst ég í gegnum markið og
henti mér í fangið á Halla. Hvatn-
ingarorð hans: „Svona á að ganga“
voru mér mikil örvun og hvöttu
mig til að leggja mig ætíð fram við
þau verkefni sem ég fékkst við.
Margar aðrar minningar eins og
frá tuðrusparki á Traðareyri og
hin daglegu störf streyma fram.
En þetta er látið nægja. Með þess-
um fátæklegu orðum vil ég þakka
Halla frá Bakka ánægjuleg kynni
og vináttu. Síðustu áratugina hitt-
ust við stopult en það rýrði ekki
vináttu okkar.
Ég votta aðstandendum samúð
við fráfall hans. Minning um góð-
an dreng lifir.
Ingimundur Ingimundarson.
Kæri vinur, þú ert farinn héðan,
við verðum saman öll hér á meðan.
Gafst af þér með elju og dug,
elskaðir fjölskylduna með fallegum
hug.
Það var gaman að heimsækja þig,
þú tíndir aðalbláber fyrir mig.
Leyfðir okkur í bústaðnum að vera,
já, vildir allt fyrir okkur Adda gera.
Minningin um þig yljar okkar hjarta,
við munum góða sumardagana bjarta.
Þegar við á Hólmavíkinni fögru vorum,
oft vildum við vera í þínum sporum.
Stundum gekkst þú í gegnum erfiða
tíma,
þá var ekki verið að ræða hluti í síma.
Æðruleysi, dugnaður bar þig hátt,
þú vildir, elsku Halli, bara lifa í sátt.
Takk fyrir gæskuna og fallega góða fas-
ið,
kominn í Sumarlandið, þar er fallegt
grasið.
Þú fylgist með Fanneyju og fjölskyldu
þinni,
við varðveitum vel okkar góðu og fögru
kynni.
Elsku Fanney, Dagný og fjöl-
skylda, Óli Bjössi, Elsa, Halldór,
Eva, Eyrún, Hilmir, Heiða, Snorri
og Snorri yngri.
Innilegar samúðarkveðjur,
góður maður er fallinn frá.
Kristbjörg og Arnar.
✝ Magnús Gunn-arsson fæddist
í Haga á Selfossi
17. júní 1943. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
16. júlí 2017.
Foreldrar hans
voru þau Gunnar
Ólafsson, f. 3. ágúst
1910, d. 19. desem-
ber 1990, og Ragn-
heiður Hannesdóttir, f. 11. maí
1907, d. 9. janúar 1992. Systkini
Magnúsar eru Hannes, f. 1941,
Ólafur Rúnar, f. 1945, og Sig-
urður Karl, f. 1946, d. 1992.
Magnús kvæntist hinn 5.
október árið 1979 Guðrúnu
Ingvarsdóttur frá Reykjahlíð á
2008, og Arnar Gauti, f. 2011. 3)
Hjalti, f. 1984, eiginkona hans
er Ásdís Auðunsdóttir, f. 1987.
Magnús og Guðrún hófu bú-
skap í Reykjavík en fluttu á Sel-
foss árið 1983 og bjuggu þar æ
síðan.
Magnús ólst upp í Haga á Sel-
fossi og bjó þar öll æskuárin.
Hann útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1971 og sigldi um öll heims-
ins höf á flutningaskipum bæði
sem fyrsti stýrimaður og síðar
sem skipstjóri. Að sjómennsku
lokinni starfaði hann um tíma
fyrir Siglingamálastofnun. Að
því loknu hóf hann störf fyrir
Selfossbæ, síðar Árborg, og
starfaði þar það sem eftir var
starfsævinnar. Segja má að
skákin hafi átt hug og hjarta
Magnúsar og ræktaði hann það
áhugamál af kappi fram á síð-
asta dag.
Útför Magnúsar fer fram í
Selfosskirkju í dag, 21. júlí
2017, kl. 15.
Skeiðum, f. 26.
september 1949, d.
6. febrúar 2008.
Foreldrar hennar
voru Ingvar Þórð-
arson, f. 1924, og
Sveinfríður H.
Sveinsdóttir, f.
1924. Börn Magn-
úsar og Guðrúnar
eru: 1) Ingvar, f.
1981, unnusta hans
er Ásthildur Ingi-
björg Ragnarsdóttir, f. 1983, og
börn þeirra eru Guðrún Anna,
f. 2006, Ragnar Hersir, f. 2011,
og Ingibjörg Erna, f. 2013. 2)
Ragnheiður, f. 1983, eiginmað-
ur hennar er Lárus Helgi
Kristjánsson, f. 1982, og börn
þeirra eru Magnús Bjarki, f.
Á erfiðum tímamótum langar
mig að skrifa nokkur minningar-
orð um tengdaföður minn.
Það sem að mínu mati ein-
kenndi Magnús var hæglæti og
yfirvegun gagnvart þeim ýmsu
krefjandi verkefnum sem lífið
býður gjarnan upp á. Manni varð
það fljótt ljóst að hann hafði á sín-
um yngri árum tileinkað sér flest
þau góðu gildi sem sveitin og sjó-
mennskan höfðu upp á að bjóða,
enda var hann allt í senn sérstak-
lega vinnusamur, heiðarlegur og
reglusamur og lagði mikið á sig til
þess að miðla þessum eiginleikum
til barna sinna.
Í hæglæti sínu sá Magnús sig
sjaldnast knúinn til þess að vera
einhvers konar miðpunktur at-
hyglinnar þegar vinir og fjöl-
skylda komu saman. Þrátt fyrir
það varð maður þess vel var að
hann naut þess að vera umkringd-
ur þeim sem honum þótti vænst
um og setti hann gjarnan mark
sitt á samkomuna með glettnum
húmor sem oft braust í gegnum
rólyndið. Fyrir vikið sitja síðan
eftir ófá gullkornin sem gaman er
að rifja upp.
Taflið átti hug hans allan, enda
skilur hann eftir sig ýmis afrek í
íþróttinni, og best undi hann sér
fyrir framan taflborðið, um-
kringdur taflblöðum á ýmsum
tungumálum. Það var síðar aðdá-
unarvert að fylgjast með því
hvernig áhugamálið fylgdi honum
allt fram undir það síðasta, löngu
eftir að hann hætti að treysta sér
til að taka þátt í mótum og sjúk-
dómurinn olli því að flest hvers-
dagsleg verk urðu að óyfirstígan-
legum hindrunum.
Það eru enda fáir jafn vinnu-
samir og Magnús var og maður
fékk fljótt að kynnast því að hann
var ekki vanur að sitja auðum
höndum. Vaknaði maður gjarnan
við það á laugardögum að hann
var að dytta að húsinu, taka til í
garðinum og svo má lengi telja.
Nokkuð sem gæti helst talist til
afreka í bókum „unglinganna“
sem höfðu það helst að markmiði
að skríða fram úr þá helgina. Við
þessi hversdaglegu afrek bættust
síðan sögur af frækilegum ævin-
týrum Magnúsar frá árunum þeg-
ar hann stundaði sjómennsku við
fjarlægar strendur, manni varð jú
fljótt ljóst að hér fór raunveruleg-
ur karl í krapinu.
Þrátt fyrir að sjúkdómurinn
væri að endingu farinn að taka
sinn toll gekk Magnús iðulega til
vinnu í hinum enda bæjarins og
hélt hann svo göngunni áfram
með gönguhópnum sínum eftir að
hann komst á eftirlaunaaldur. Er
ég þess fullviss að þessi eljusemi
hans varð til þess að hann hélt
heilsu mun lengur en hefði annars
verið raunin.
Stuttu eftir að ég kom inn í fjöl-
skylduna urðu kaflaskipti í lífi
Magnúsar þegar eiginkona hans,
Guðrún Ingvarsdóttir (Gígja),
lést eftir baráttu við krabbamein.
Fráfallið var honum sérstaklega
þungbært og saknaði hann henn-
ar allt fram á síðasta dag og er
það aðstandendum því huggun
harmi gegn að hann hafi loksins
fengið að sameinast henni aftur.
Ég vil að endingu þakka Magn-
úsi fyrir samfylgdina undanfarin
ár, það er alltaf gott að fá að um-
gangast hjartahlýtt fólk og það
var hann tengdafaðir minn svo
sannarlega. Best sést það í börn-
um hans og barnabörnum sem lifa
nú í samræmi við þau góðu gildi
sem hann og Gígja höfðu fyrir
þeim alla ævi, sú arfleifð er jafnt
þeirra fjársjóður sem hans.
Þín tengdadóttir,
Ásdís Auðunsdóttir.
Magnús mágur okkar er nú lát-
inn og laus undan oki erfiðs sjúk-
dóms. Síðustu ár ævinnar dvaldi
hann á Ljósheimum á Selfossi þar
sem hann naut einstakrar umönn-
unar.
Magnús og Gígja systir kynnt-
ust um borð í millilandaskipi þar
sem hann var skipstjóri og hún
matsveinn. Tilgangur ferðarinnar
var að selja Afríkubúum skreið en
ferðin lengdist vegna verkfalla,
sem dugði til þess að þau felldu
hugi saman. Þarna mættust tveir
ólíkir einstaklingar sem með tím-
anum þróuðu samband byggt á
virðingu og trausti. Magnús var
eftirlátur konu sinni og mat hana
mikils. Hann lagði sig fram um að
taka þátt í áhugamálum hennar
og gerði jafnvel tilraun til þess að
gerast hestamaður. Þó þau
Magnús og Gígja væru ólík að
mörgu leyti áttu þau margt sam-
eiginlegt. Þau höfðu sömu kímni-
gáfuna og nutu þess að hlæja
saman, ekki síst yfir kana eða
kasínu sem þau gátu setið yfir
mörg kvöldin fram á nótt. Gígja
var félagslynd og í stóru hlutverki
í fjölskyldunni okkar sem elsta
systir. Við dáðumst oft að Magn-
úsi sem var í eðli sínu svolítill ein-
fari, hvernig hann tók fullan þátt í
því að hafa heimili þeirra á Foss-
heiðinni opið fyrir okkur og börn-
in okkar.
Börnin urðu þrjú og fæddust
þétt. Þau eignuðust marga vini
sem alltaf voru velkomnir, það
var því oft líf og fjör á Fossheið-
inni. Magnús tók þessu öllu með
ótrúlegu jafnaðargeði og settist
kannski að skák í öllum hama-
ganginum.
Magnús ólst upp ásamt þrem-
ur bræðrum sínum í Haga í
Sandvíkurhreppi sem var á þeim
tíma sveitaheimili. Samband hans
við foreldra sína var einstakt.
Gunnar var sannur vinstrimaður
og það hafði áhrif á pólitískar
skoðanir Magnúsar allt hans líf.
Heiða var mikil sveitakona og
hugsaði ákaflega vel um bæði dýr
og menn. Þegar hallaði undan
fæti hjá foreldrum hans taldi
hann ekki eftir sér að sinna þeim,
hvort sem var á nóttu eða degi.
Okkur langar að þakka Magn-
úsi samfylgdina og einlæga vin-
áttu í tæp fjörutíu ár. Traustari
og heiðarlegri mann er erfitt að
finna.
Ingvari, Ragnheiði, Hjalta og
þeirra fjölskyldum sendum við
innilegar samúðarkveðjur. Þau
hafa staðið sig einstaklega vel í
veikindum pabba síns og sinnt
honum af mikilli natni.
Steinunn Ingvarsdóttir og
Erna Ingvarsdóttir.
Jæja, þá er hann Magnús svili
minn farinn í sína síðustu reisu.
Búinn að setja upp derhúfuna og
taka kúrsinn, einbeittur og stað-
fastur eins og hans var vandi. Laus
úr viðjum parkinsons-sjúkdómsins
sem reyndist honum svo erfiður
síðustu árin.
Magnús var hógvær og dulur,
naut sín best í fámenni. Þá kom í
ljós fróður og vel lesinn mannvinur
með ríka réttlætiskennd og beitt
skopskyn. Margar góðar stundir
áttum við hérna við borðstofuborð-
ið, þá voru sagðar sögur og mikið
hlegið. Nú síðustu árin komu börn-
in hans oft með hann í laugardags-
graut, andinn var óbilaður þótt lík-
aminn væri að svíkja manninn.
Magnús stundaði alla tíð göng-
ur sér til heilsubótar og mættu
aðrir taka sér strikfestu hans þar
sér til fyrirmyndar. Þau Gígja
gengu saman, hann einn þegar
hún var á hestbaki eða hér uppi í
Reykjahlíð og eftir að hún féll frá.
Síðustu árin var hann í gönguhópi
eldri karla á Selfossi. Annað
áhugamál Magnúsar var skákin.
Hann var lengi meðal bestu skák-
manna Suðurlands, tefldi líka mik-
ið á netinu og átti þar góða félaga.
Maggi og Gígja – við fyrstu sýn
var vart hægt að ímynda sér ólík-
ari hjón. Hann heimakær en henni
svo létt um að skreppa, hann hlé-
drægur en hún hrókur alls fagn-
aðar. En þau voru mjög samrýmd
og kært með þeim. Gígja sagði oft
söguna um hvernig hún fann
mannsefnið, hvernig hún hefði
þurft að sigla sem skipskokkur alla
leið til Nígeríu í leit sinni. Þar var
þá loksins piltur sem henni leist á,
hann reyndist vera bjartur yfirlit-
um og frá Haga við Selfoss, skip-
stjórinn á skipinu.
Magnús reyndist Gígju einstak-
lega góður og þolinmóður lífsföru-
nautur. Gígja var til að mynda illa
haldin af hrossadellu og eyddi
lunganum af sínum frítíma jafnt
sumar sem vetur á hestbaki.
Magnús keyrði og sótti og snerist
– án þess að hafa snefil af áhuga á
þessum skepnum. En hann gerði
þetta fyrir hana Gígju sína. Oft gaf
á bátinn í löngu stríði Gígju við
krabbameinið en Magnús stóð
þétt við hlið hennar allt þar til yfir
lauk þrátt fyrir að vera sjálfur orð-
inn bagaður af sínum sjúkdómi.
Þannig reyndist Magnús okkur
fólkinu sínu líka, alltaf tilbúinn að
leggja sitt af mörkum hávaðalaust.
Við fjölskyldan í Reykjahlíð
þökkum einlæga vináttu og nota-
lega samfylgd.
Katrín.
Hann Magnús hennar Gígju
frænku er látinn eftir löng og erfið
veikindi.
Við systur vorum mikið á Foss-
heiðinni þegar við ólumst upp og
má segja að Fossheiði 17 hafi verið
okkar annað heimili á meðan við
vorum í FSu, lykillinn á vísum stað
í bílskúrnum þegar ekki var opið
og þá var vaðið út og inn eins og
ekkert væri sjálfsagðara.
Þegar við vorum litlar og bjugg-
um í sveitinni var það þannig að ef
eitthvað bilaði þá geymdum við
það og tókum með í næstu Selfoss-
ferð því „Magnús átti að laga það“.
Einhvern tímann kom Fríða
Magga á biluðu hjóli á Fossheiðina
og þegar hún var að fara daginn
eftir var Magnús búinn að laga
hjólið, án þess að hún þyrfti svo
mikið sem að biðja hann um það!
Magnús var mjög duglegur og
alltaf eitthvað að brasa, stússast í
bílskúrnum, garðinum eða að
dytta að heimilinu. Þegar hann
slakaði á sat hann við taflborðið og
tefldi. Taflborðið var staðsett í
miðju húsinu og eftir á að hyggja
er óskiljanlegt hvernig honum
tókst að einbeita sér nokkurn
skapaðan hlut þar þegar leikar
stóðu sem hæst.
Magnús tók því með miklu
jafnaðargeði að heimilið væri
meira og minna alltaf fullt af ung-
lingum og minnti það stundum á
félagsmiðstöð þegar vinir systkin-
anna voru líka heima. Það voru
alltaf allir velkomnir á Fossheiðina
og mikið fjör.
Það sem var þó allra skemmti-
legast á Fossheiðinni var spila-
menningin. Gígja og Magnús voru
alltaf til í að spila við okkur krakk-
ana og kenndu okkur alls konar
spil. Þegar þau áttu svo gæða-
stundir tvö ein lokuðu þau harm-
onikkuhurðinni inn í eldhús og
spiluðu fram eftir kvöldi. Við mátt-
um ekki trufla þau (sem við gerð-
um mjög líklega töluvert af samt)
og sátum inni í stofu og hlustuðum
á hlátrasköllin inni í eldhúsi.
Við höldum að Magnús sitji
núna hjá Gígju sinni skellihlæjandi
á skýi með spil við hönd.
Við sendum Ingvari, Ragnheiði,
Hjalta og fjölskyldum okkar
dýpstu samúðarkveðjur en þau
hafa þurft að kveðja báða foreldra
sína allt of snemma. Þau hafa stað-
ið sig eins og hetjur í veikindum
pabba síns og sinnt honum af mik-
illi ást og alúð síðustu ár. Við finn-
um það að þessir erfiðleikar hafa
þjappað systkinunum enn frekar
saman og er það ómetanlegt fyrir
þau og þeirra fjölskyldur.
Elsku Magnús, við biðjum að
heilsa Gígju og þökkum fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur
systur í gegnum tíðina.
Álfhildur E. Þorsteinsdóttir,
Fríða Margrét E. Þorsteinsdóttir.
Magnús
Gunnarsson
við unga nemendur og þolinmóð-
ur, en þeir eldri fengu alveg að
heyra það ef þeir nenntu ekki að
æfa sig. Á kennarastofunni var
Kalli yfirleitt hrókur alls fagnað-
ar enda mikill grínari, oftast á
eigin kostnað. Það var því oft
mikið hlegið á kennarastofunni
þegar hann sagði frá skemmtileg-
um tilvikum úr lífi sínu.
Kennarar og annað starfsfólk
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
kveðja Kalla með miklum söknuði
og senda Ólöfu, Hrafnhildi og
öðrum ættingjum samúðarkveðj-
ur.
Gunnar Gunnarsson.
Að hitta Carl Möller var alltaf
skemmtun. Meira að segja þegar
hann var orðinn veikur var húm-
orinn alltaf á sínum stað, hvort
sem veraldleg eða andleg málefni
voru rædd. Kalli var af tónlistar-
fólki kominn og faðir hans, Tage
Möller, fínn píanisti. Tage var þó
ekki neinn djassmaður, en það
voru synir hans þrír: Birgir, Jón
og Carl.
Kalli hóf ferilinn í rokkböndum
eins og Fimm í fullu fjöri og lék
síðar með klassískari hljómsveit-
um m.a. undir stjórn Hauks
Morthens og Ólafs Gauks. Svo
var það Sumargleðin og Spansk-
flugan í Borgarleikhúsinu þar
sem frábærir leikhæfileikar Kalla
nutu sín – að ekki sé minnst á
kennsluna og kirkjuna.
Þegar tímar líða verður Kalla
Möller þó fyrst og fremst minnst
sem eins af bestu djasspíanistum
okkar og þess fyrsta er lék af al-
vöru í hinum fönkaða boppstíl
Horace Silvers og Bobbys Tim-
mons. Eins og flestir aðrir ís-
lenskir djassleikarar af hans kyn-
slóð, sem þeim fyrri, náði hann
aldrei að fullkomna list sína; hið
eilífa hjakk í dansböndunum sá
um það og ekki fengu djasslista-
menn úthlutuð listamannalaun.
Á árunum eftir 1960 var Kalli
ásamt Guðmundi Ingólfssyni og
Þórarni Ólafssyni helsti djasspí-
anisti okkar af yngri kynslóðinni,
en fátt er varðveitt af þeirri tón-
list. Þó eru tvö lög með Kalla 18
ára á minningarskífunni um
Gunnar Ormslev. Líklega er al-
besti sjónvarpsþáttur með ís-
lenskum djassi sá þar sem Kalli
leikur með Ormslev, Viðari Al-
freðssyni, Árna Scheving og Guð-
mundi Steingrímssyni, m.a. Tea-
bag Nats Adderleys og Linda
Walker syngur Early Autumn.
Sjónvarpið ætti að endursýna
þennan þátt.
1975 voru haldnir tónleikar,
Ljóð og djass, í Norræna húsinu
þar sem djassleikarar og ljóð-
skáld fluttu verk sín. Kalli samdi
flest lögin og eitt skáldanna var
Jóhann Hjálmarsson. Samvinna
þeirra hélst alla tíð og Kalli samdi
tónlist byggða á ljóðum úr bók
Jóhanns, Hljóðaklettum, innblás-
inni af Eyrbyggju. Eftir tón-
leikana í Norræna húsinu 1998,
þar sem þessi tónlist var flutt,
minntist ég oft á það við Kalla að
hann yrði að fullkomna verkið
með svítu. Ekki varð af því, en
þar hefði launasjóður listamanna
getað gert gæfumuninn, en Kalla
hafði verið neitað um starfslaun
listamanna til að vinna að plöt-
unni með ljóðum og djassi, Októ-
berlaufum, er Smekkleysa gaf
síðan út árið 2000.
Er Guðmundur Ingólfsson lést
voru haldnir veglegir minningar-
tónleikar á Hótel Sögu og Kalli
við píanóið. Þeir Guðmundur voru
um margt keimlíkir djassistar,
expressjónískir með sterka
sveiflu. Guðmundur átti að vera
fulltrúi Íslands á Norrænum
djassdögum í Osló 1992 með tríó
sitt og söngkona Andrea Gylfa-
dóttir. Kalli tók við er Guðmund-
ur lést og tónleikarnir í Osló voru
flottir. Kalli lék oft á Jazzhátíð
Reykjavíkur og hélt í Fríkirkj-
unni, undir merkjum hátíðarinn-
ar, síðustu djasstónleika sína með
frumsömdu efni. Það er varðveitt.
Á djasshátíðinni 2015 voru síðan
haldnir þakkargjörðartónleikar
Kalla til heiðurs í kirkju Óháða
safnaðarins.
Minningarnar um Carl Möller
eru óteljandi. Vinátta hans var
gulli betri og mikill er missir Ólaf-
ar og Hrafnhildar Jónu.
Vernharður Linnet.
Yndislegi sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
REYNIR VIGFÚS GÍSLASON,
Fannafold 30,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 8. júlí. Útför fór fram í kyrrþey
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. júlí.
Þórunn I. Reynisdóttir Gísli Þ. G. Magnússon
Anna Björk Gísladóttir
Magnús Ingberg Gíslason Helga Kristófersdóttir
Ingveldur Gísladóttir Bjarki Þór Arnarson
Gísli Þór Gíslason Ólöf Katrín Þórarinsdóttir
og systkinabörn