Morgunblaðið - 21.07.2017, Síða 25

Morgunblaðið - 21.07.2017, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ, Hveragerði verður haldinn á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði kl. 20.00 miðvikudaginn 26. júlí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Hvetjum hollvini og áhugasama um Heilsu- stofnunina til að mæta. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fannagil 28, Akureyri, fnr. 227-4147 , þingl. eig. Axel Gunnar Vatnsdal og Margrét Baldvinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 25. júlí nk. kl. 10:45. Freyjunes 10, Akureyri, fnr. 229-8384 , þingl. eig.Teikn á lofti - ráðgjöf og hönn, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys, þriðjudaginn 25. júlí nk. kl. 11:30. Eyrarvegur 25, Akureyri, fnr. 214-6062 , þingl. eig. Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir og Ómar Valur Steindórsson, gerðarbeiðendur Akur- eyrarkaupstaður og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 25. júlí nk. kl. 10:00. Vættagil 32, Akureyri, fnr. 222-6608 , þingl. eig. Fanney Sigrún Ingva- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 25. júlí nk. kl. 11:15. Sunnuhlíð 12, Akureyri, fnr. 215-1120 , þingl. eig. Ökuskólinn á Akur- eyri ehf, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Húsfélagið Sunnu- hlíð 12 og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 25. júlí nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 20. júlí 2017 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, steikt lambakjöt, kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15- 15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Dalbraut 18-20 Morgunsopi og dagblöð kl. 9, hádegismatur 11.30. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Félagsvist í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 10-14. Prjónakaffi kl. 10-12. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Gjábakki kl. 9 Handavinna, kl. 20 Félagsvist FEBK. Gullsmári Fjölsmiðja kl. 9, leikfimi kl. 10, ganga kl. 10, Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56 -58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45. Matur kl. 11.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl. 13.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23 - Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Húsnæði óskast Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð Fimm manna fjölskyldu frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Reyklaus og skilvirkum greiðslu heitið. Email: 55@55.is, S: 771 3455. Mbk, Sindri. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu. Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli hvor um sig 80 fm seljast saman eða hvor í sínu lagi. Auk þess til sölu tvær sumarhúsalóðir á sama stað. Tilvalið tækifæri fyrir hvort sem er flugáhugafólk eða þá sem hafa áhuga á góðu geymslurými fyrir hjól- hýsi, tjaldvagna eða önnur tæki. Allar nánari upplýsingar í símum 898 0626 og 899 2174 Ýmislegt Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast föður míns Þorsteins Bjarna- sonar frá Borgar- nesi við þessi tíma- mót þegar eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Pabbi heitinn var fæddur á bænum Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Döl- um vestur þann 21. júlí árið 1917. Foreldrar hans voru hjón- in Bjarni Guðbrandsson og Kristín Sæmundsdóttir, sem þar dvöldu í húsmennsku. Fyrir áttu þau soninn Sæmund Bjarnason sem fæddur var árið 1912. Með þeim bræðrum voru miklir kær- leikar alla tíð og gagnkvæm væntumþykja. Eins og tíðkaðist í þá daga þegar aðstæður voru erfiðar var börnum oft komið í fóstur til vandalausra og varð það hlut- skipti pabba að fara sem barn að aldri í fóstur að Skarfsstöðum í Hvammssveit hjá því fólki sem þar bjó og átti hann þar góð ár í skjóli Þórðar fóstra síns, sem hann minntist alla tíð með mikilli virðingu. Um unglingsár fór hann síðan í fóstur að bænum Svalhöfða í Laxárdal hjá þeim hjónum Sigurjóni og Sigríði sem þar bjuggu ásamt syni sínum Gísla, sem var nokkru eldri, kært var með þeim fóstbræðr- um. Einnig naut hann þess að á næsta bæ að Sólheimum bjó frændi hans Eyjólfur Jónasson, kunnur hestamaður og átti með- al annars soninn Ingva, sem var jafnaldri pabba og þegar hlé varð frá dagsins önn voru þeir Þorsteinn Bjarnason frændur óaðskiljan- legir og nutu sam- vista hvor við annan í leik og starfi og milli þeirra frænda var djúp vinátta. Um 17 ára aldur fluttist pabbi að bænum Fjósum í Laxárdal til for- eldra sinna sem þar bjuggu og var hann þar heimilisfastur. Fékkst hann við eitt og annað, refarækt, vegavinnu, akstur hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar og annað sem til féll. Hann flutti síðan suður í Borgarnes árið 1946 þegar hann réð sig til starfa sem bifreiðarstjóri og skrifstofumaður hjá Verslunar- félagi Borgarfjarðar. Var hann þá heitbundinn móður minni, Sigríði Helgu Aðalsteinsdóttur frá Vígholtssöðum í Laxárdal, og áttu þau þá soninn Unnstein, sem fæddur var árið 1945. Hann lést 1965. Móðir mín flytur síðan í Borgarnes haustið 1949 og með henni Unnsteinn og Sigurður, fæddur 1949. Þau bjuggu sér hlýlegt og fallegt heimili að Eg- ilsgötu 8 í Borgarnesi og þar fæddust þeim synirnir Bjarni Kristinn, 1959, og Unnsteinn, 1965. Ekki var hægt að hugsa sér betri foreldra en þau þar sem við bræður ólumst upp við mikið ástríki þeirra. Í uppeldi okkar var mikið lagt upp úr því að sýna öðrum manneskjum virðingu og að taka alltaf mál- stað þeirra sem voru minnimátt- ar og áttu undir högg að sækja í lífinu og leggja þeim ávallt lið. Og vera alltaf áreiðanlegur, trúr og vinnusamur. Fljótlega eftir að pabbi flutti í Borgarnes eignaðist hann nokkrar kindur sér til skemmt- unar og búdrýginda eins og al- siða var þá í þorpum landsins og í umgengni við skepnurnar sínar naut hann sín vel og átti alla tíð fallegt og vel hirt fé sem var mjög elskt að eiganda sínum, enda leitun að meiri dýravini en honum. Einnig var hann veiði- maður af lífi og sál og mjög slunginn stangveiðimaður sem lagði margan fallegan laxinn að velli og fór víða um land til veiða. Pabbi réð sig til starfa hjá Ol- íuverslun Íslands í Brákarey ár- ið 1969 og starfaði hjá því fyr- irtæki til starfsloka. Eftir að starfsævi hans hjá Olís lauk átti hann afdrep í fjárhúsunum hjá vinunum sínum góðu og tryggu. Árið 1965 urðu foreldrar mínir fyrir mikilli raun er þau misstu frumburð sinn Unnstein af slys- förum í desembermánuði það ár og í sama mánuði sex dögum seinna eignuðust þau son sem skírður var Unnsteinn eftir látn- um bróður sínum. Sonarmissir- inn var þeim báðum gríðarþung raun og byrgði pabbi það innra með sér alla tíð og var ekki að bera tilfinningar sínar á torg. Árið 2002 lést síðan sonardóttir hans Unnur Helga á unglings- aldri eftir erfið veikindi, en þau voru mjög elsk hvort að öðru og tók pabbi lát hennar mjög nærri sér og gat þess að fyrst svona væri komið væri ekkert lengur til að lifa fyrir og hrakaði heilsu hans mjög upp frá því og fékk hann hægt andlát á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi, 22. dag desembermánaðar árið 2003 á áttugasta og sjöunda aldursári, umvafinn fjölskyldu sinni. Hann var jarðsettur í Borgar- neskirkjugarði. Minningin lifir. Vertu guði geymdur. Þinn sonur, Bjarni Kristinn Þorsteinsson. Aldarminning  Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Þorgríms- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður, en liðin eru 40 ár síðan ég kynntist Habbý, Rabba og börnum. Ég og Kiddi Rafn sonur minn vorum nýflutt í blokk í Seljahverfinu, ég sem einstæð móðir og frekar ráðvillt hvernig hægt væri að höndla það. Það kom fyrir að ég var sein úr vinnu og gat því miður ekki sinnt fjölskyldu eins og ég hefði viljað. Það var því kær- komin guðsgjöf að kynnast Habbý og Rabba, því Kiddi Rafn gat alltaf leitað til þeirra. Það kom fljótt á daginn að Habbý var öll af vilja gerð til að aðstoða þegar á þurfti að halda. Á þess- um tíma var Habbý í barneign- arfríi og sá hún til þess að Kiddi Rafn fengi aðhald og aga sem flest börn þurfa til að dafna. Á tímabili þegar ég var á leið í vinnuna þá hópuðust þau Habbý, Rabbi og börn út í glugga til að fylgjast með hvort Skodinn sem ég átti færi í gang. Þegar það gerðist ekki kom Rabbi eins og kallaður og bjarg- aði málum, annars var klappað ef bifreiðin hrökk í gang. Það kom að því að við fluttum, en engu að síður héldum við allt- af sambandi eins og fjölskylda. Stuttu eftir að ég flutti kynntist ég Má manninum mínum, sem Hrafnhildur Þorgrímsdóttir ✝ HrafnhildurÞorgrímsdóttir (Habbý) fæddist 3. mars 1949. Hún lést 6. júlí 2017. Útför Hrafnhild- ar Þorgrímsdóttur fór fram 20. júlí 2017. þau hjónin tóku strax sem einum af fjölskyldumeðlim- um. Það mynduðust fljótt hefðir sem mér þykir mjög vænt um og má þar nefna t.d. skötu- veislu á Þorlák, spila brids sem Habbý hafði ein- staklega gaman af ásamt fleirum o.fl. Í tilefni af fimmtugsafmæli mínu fórum við hjónin með Habbý og Rabba um áramótin til Glasgow, sem er ógleymanleg minning, þar sem við fórum í heimsókn til Möggu systur Rabba sem býr í Manchester. Elsku Habbý mín, kærar þakkir fyrir allar þær góðu stundir sem þú veittir mér, í blíðu sem og stríðu. Það verður að segjast eins og er að mér líður eins og ég hafi misst náinn fjölskyldumeðlim, sem var ekki aðeins góð vin- kona, heldur var hún mér sem systir. Elsku Rabbi, Ásdís, Óli og fjölskyldur, við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð vera með ykkur. Ragnheiður og Már. Ég var svo lánsamur að flytja í blokk að Engjaseli 72 í Selja- hverfi. Þar hófst mikill vinskap- ur okkar móður minnar og fjöl- skyldunnar á 2. hæð til vinstri, þeirra Hrafnhildar, Rafns, Ás- dísar og Ólafs. Þau Hrafnhildur og Rafn kunnu strax vel við okk- ur og veittu mér og móður minni mikinn stuðning á mínum upp- vaxtarárum. Það kom oft fyrir að ég var einn heima og þá hlupu þau undir bagga og sáu til þess að drengurinn nærðist og gerði það sem hann nennti helst ekki að gera. Hver nema Hrafn- hildur gat séð til þess að dreng- urinn sem gat ómögulega setið kyrr lengi lærði og já náði hrein- lega 10 í kristinfræði, hver fær 10 í kristinfræði? Þetta eitt og sér lýsir Hrafnhildi, hversu magnaður kennari og karakter hún var. Hún gat verið ströng, stundum hvöss og gat skipað án þess að vekja hræðslu en samt svo ljúf. Hrafnhildur veitti öllum alla þá athygli sem þeir þurftu, það vantaði ekkert upp á það, og horfði í augun á viðkomandi svo hún næði örugglega sambandi. Ég hef alltaf litið upp til þeirra hjóna og þau hafa veitt mér og móður minni mikinn stuðning í gegnum lífið. Það var hvergi eins gott að koma og heyra Rabba kalla á ömmu gömlu og segja að Kiddi kaldi væri kom- inn og setjast inn í eldhús hjá Habbý eins og hún var oftast kölluð og þar hlustaði hún og gaf góð ráð. Ég get engan veginn þakkað nægjanlega fyrir það sem þau hjónin hafa gert fyrir mig og mína. Ekki má gleyma því að ég og dætur mínar nutum aðstoðar Habbýjar í ófáum íslenskuáföngum og ritgerðayf- irlestrum, sem við vissulega bú- um vel að í dag. Habbý mín, þú fórst allt, allt of fljótt, en ég veit að þér líður betur núna. Þakka þér fyrir all- ar þær ógleymanlegu stundir sem þú gafst mér og minni fjöl- skyldu. Megi guð vera með ykk- ur Rafn, Ásdís, Njáll, Ólafur, Dögg og barnabörn. Hugur minn er hjá ykkur. Kristján Rafn Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.