Morgunblaðið - 21.07.2017, Side 29

Morgunblaðið - 21.07.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað fallegt og spennandi mun gerast á heimilinu eða innan fjölskyldunnar í dag. Mikilvæg reynsla fæst ekki alltaf án sársauka. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki hanka þig á því að þú hafir ekki unnið heimavinnuna þína. Leitaðu að fegurðinni í lífinu því fagurt umhverfi er raunveruleg heilsubót. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leiktu, þjálfaðu og elskaðu; það er hin fullkomna blanda. Nýjungar veita þér frábært tækifæri til þess að hagnast örlítið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Veldu þér tjáskiptamiðil svo þú getir komið skilaboðum áleiðis til eins stórs hóps og mögulegt er. Tækifæri til þess að afla tekna á stöðugan og öruggan máta eru fyrir hendi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að læra að meta gildismat tiltekinnar manneskju áður en þú getur látið þér lynda við hana. Sýndu þínar bestu hlið- ar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú gengur of hart fram kann svo að fara að þú lendir í aðstöðu sem getur reynzt þér ofviða. Tækifæri liggur í loftinu og gefst þeim sem er tilbúnastur til að grípa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin skoðun svo skot- held að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitneskju eða einhvers annars. Leyfðu þögn- inni að leika um þig svona af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambönd sem líta vel út á blaði en virka ekki eru jafnmikils virði og blað- snepillinn sem þau virka vel á. Hvað sem þú gerir skaltu hætta að vera reiður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að láta aðra sjá öll spilin sem þú hefur á hend- inni. Litla röddin innra með þér er bara að reyna að verja þitt brothætta hjarta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki hætta við þótt verkið virðist þér ofvaxið. Neistaflugið er það sem færir þér það sem þú leitar að. 19. feb. - 20. mars Fiskar Græðgi er ljótur ávani. Þótt margir hlutir séu eftirsóknarverðir ferst heimurinn ekki þótt þú komir ekki höndum yfir þá. Sjálfstraustið er í lagi. Fyrir helgi sagði Sigurlín Her-mannsdóttir á Leirnum að „út- sölur eru víst að byrja á fullu“: Um Kringluna skoppaði í kasti og kíkti í búðir í hasti er þær fóru að loka hún fyllti sinn poka; því kengúran kasserar plasti. Pétur Stefánsson skrifaði á Leir: Eiga margir erfitt líf, ýmsra magnast bræði. Þeir sem elska vín og víf veikja lífsins gæði. Bakkus hefur marga menn mæta lagt í fjötra. Fjöldi þeirra eykst hér enn sem ölið vilja sötra. Margir þrá hér glaum og glys, en gremju öðlast stóra. Fegurð lífsins fara á mis flestir sem að þjóra. Hamingjunnar gatan greið er glæst frá viðjum bölsins. Veljum betri lífsins leið, og lifum kát án ölsins. Ingólfur Ómar bætti við: Vínið getur vakið hryggð valdið angri sálar. Hindrað frelsi drepið dyggð dregið menn á tálar. Valdimar Gunnarsson blandaði sér í málin: Það er skjalfest skoðun mín skynsamleg og nokkuð glögg: Ef menn tala illa um vín ættu þeir að fá sér lögg. Og enn sagði hann: Ennfremur er það meining mín sem megið þið nú heyra: Þeir sem yrkja illt um vín ættu að fá sér meira. Nú gat Sigrún Haraldsdóttir ekki á sér setið: Lífi gefur ljós og gildi, lagar svita og þvag, alls ekki ég vera vildi vínlaus heilan dag ;) (bara plat) Þessari lotu lauk með því að Sigurlín Hermannsdóttir orti „Í al- gjöru ábyrgðarleysi“: Vínið yljar vænni sál vín er mörgum gikkur vín er ekki vandamál vín er bara drykkur. Pétur Stefánsson orti á föstu- dagskvöldið: Stórgott veður úti er, allt vill lífið skána. Meðan þjóð í fríið fer fæ ég mér í tána. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Útsölur og Bakkus gamli Í klípu „ÞVÍ STÆRRI SEM ÞEIR ERU, ÞVÍ ERF- IÐARA ÁTTU MEÐ AÐ BORGA ÞÁ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ KOSTAR AÐ FLEYGJA ÞESSU Í SJÓINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga sér félaga í húsverkunum! ÞAÐ ER EINS OG STJÖRN- URNAR SÉU ENDALAUSAR ÞÆR ERU ÞAÐ, JÓN. ÞÆR NÁ LANGT UMFRAM ÞAÐ SEM AUGAÐ EYGIR VÓÓ… ÞANNIG AÐ ÞAÐ GÆTU ALVEG VERIÐ TIL HEILASJÚGANDI HUMRAR ÞARNA! ALLT BÚIÐ Í DAG GAMLI HERTOGINN SEGIR AÐ HANN EIGI ENGAN PENING! DEMANTAR PÓSTHÚS SÖNNUNAR- GÖGNIN SEGJA AÐRA SÖGU! HVAÐA SÖNNUNAR- GÖGN? VILL LITLI KRÚTTPJATTINN MINN AÐ ÉG BÍÐI EFTIR HONUM INNI? Víða verður ekki þverfótað fyrirÍslendingum og því sem íslenskt er. Um liðna helgi var Víkverji í Búdapest og fékk þar meðal annars óvænta en skemmtilega fræðslu hjá heimamanni um merkilega Íslend- inga og mikilvæg íslensk málefni. x x x Á ferð um lítinn markað innanhússvöktu gamlar plötur og hljóm- diskar athygli og sem Víkverji skoð- aði safndisk með Bítlunum kom sölumaðurinn, sagði frá tilurð disks- ins, dró síðan fram fleiri diska með sveitinni og rakti sögu hvers þeirra. Þegar Víkverji sagðist ætla að kaupa safndiskinn, sem Ringo Starr og Paul McCartney stóðu að til minningar um John Lennon og George Harrison, spurði Ungverjinn hvaðan gesturinn væri og þegar hann heyrði Ísland nefnt varð hann enn kátari en fyrr, rifjaði upp skák- einvígi Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens og átti ekki til nógu sterk orð til að lýsa hæfileikum íslenska stórmeistarans. x x x Sölumaðurinn var ekki síður vel aðsér í heimi íslensku knattspyrn- unnar og hrósaði íslenska karla- landsliðinu í fótbolta fyrir frábæra frammistöðu á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra. Hann sagði það hafa verið mesta gleðigjafa keppn- innar og vonaði að það yrði með í úr- slitakeppni HM í Rússlandi að ári. Riðillinn væri samt strembinn og ekkert sjálfgefið. x x x Þegar hér var komið sögu varmaðurinn kominn í ham og benti á að allra augu væri á Íslandi á EM kvenna í Hollandi. Ekki mætti búast við sigri á móti Frökkum í fyrsta leik en íslensku stelpurnar hefðu góðan stuðning, gætu haft betur á móti Sviss og Austurríki og tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. x x x Diskurinn kostaði 2.000 forintur,um 800 krónur. „Þið eruð með krónur og hvorki Íslendingar né Ungverjar þurfa á evrum að halda,“ sagði maðurinn og tók glaður við forintunum. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að ei- lífu. (Sálm. 86:12) Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is PRÓTEINRÍKUR NÆRINGARDRYKKUR MERITENE NÝTIST VEL Í TENGSLUM VIÐ: • Þyngdartap • Minnkaða matarlyst • Uppbyggingu eftir veikindi • Þreytu og þrekleysi vegna næringarskorts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.