Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.07.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Franska söngkonan Barbarba Wel- dens lést nýlega á miðjum tón- leikum í bænum Gouldron í suðvest- urhluta Frakklands. Frá þessu er sagt á vefsíðu breska ríkisútvarps- ins, BBC. Weldens var upprennandi söngkona sem hafði gefið út sína fyrstu hljómplötu fyrr á árinu og unnið til verðlauna unglistamanna. Hún var 35 ára þegar hún steig á svið í kirkju í Gourdon og hneig niður. Óvíst er hvernig dauða henn- ar bar að en samkvæmt einni til- kynningu er talið líklegt að hún hafi fengið raflost. Raflost Barbara Weldens hneig niður á miðjum tónleikum, líklega vegna raflosts. Söngkona dó á miðjum tónleikum Breska ríkis- útvarpið birti ný- lega fordæma- lausan lista hæstlaunaðra starfsmanna sinna. Listinn hefur vakið all- nokkra hneyksl- an því launamun- ur kynjanna þykir mikill á honum. Frá þessu er greint á vefsíðu The Guardian. Hæstlaunaði karl í starfi hjá BBC er Chris Evans, sem fær um 2,2 milljónir punda í árslaun, en hæst- launaða konan, Claudia Winkle- man, fær aðeins um fimmtung þeirrar upphæðar. Aðeins ein önn- ur kona, Alex Jones, fær greitt meira en 400.000 pund í árslaun en tólf menn fá greitt meira en það. „Ég held að í dag höfum við séð að BBC borgar konum minna en karlmönnum í sömu störfum,“ sagði Theresa May forsætisráð- herra um málið. Launamunur BBC vekur hneykslan Chris Evans Myndlistarmaðurinn Joris Radema- ker opnar í kvöld kl. 19 sýningu í galleríinu Kaktusi á Akureyri og verður sýningin opin um helgina frá kl. 14 til 17. Joris útskrifaðist árið 1996 úr myndlistarskólanum AKI í Ensc- hede í Hollandi, hefur haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á ferli sínum. Í janúar sl. sýndi hann í Berlín og mun taka þátt í samsýningu í Lista- safni Reykjavíkur í október. Joris sýnir nýja skúlptúra, frá síðustu tveimur árum, í Kaktusi og er efnisval hans mjög fjölbreytt, að því er fram kemur í tilkynningu. Í verk sín notar hann annars vegar efni sem hann finnur í náttúrunni, t.d. greinar, hvönn, bein, fjaðrir, rekavið, og hins vegar efni sem hann kaupir í verslunum og má þar nefna tréskó, reipi og keramíkegg. „Oft er efnið sjálft uppspretta hug- mynda að listaverki. Tengsl nútíma mannsins við náttúrulegt umhverfi er orðið ansi flókið. Það vantar oft virðingu fyrir náttúrunni í okkar neyslusamfélagi, eins og frum- byggjarnir gerðu, notuðu bara það sem þeir þurftu, hvorki meira né minna. Þeir upplifðu sig hluta af náttúrunni en ekki aðskilin,“ segir í tilkynningunni og að í verkum Joris vakni oft spurningar hjá áhorfandanum um listfræði, heim- speki og einnig umhverfismál og samfélagsfræði. Aðalviðfangsefni Joris mun vera tilvist mannsins í tengslum við tíma, rými hreyfingu og efnið. Sýning Joris Rademaker í Kaktusi, Hafnarstræti 73 á Akureyri. Generalprufa í galleríinu Kaktusi  Joris Rademaker opnar sýningu Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Við vorum að heimsækja móður- skipið,“ segir Guðmundur Felixson leikari um heimsókn leikhópsins Improv Ísland á spunahátíðina Del Close Marathon í New York í sum- ar. „Þetta er fæðingarstaður spun- ans – allt byrjaði þarna í þessu leik- húsi. Það var ótrúlega mikil reynsla að koma út í þennan spunaheim og gaman fyrir okkur að sjá og læra aðeins af því hvernig þau gera þetta og taka okkur það til fyrirmyndar.“ Guðmundur segir það einkum hafa verið skrýtið að ganga inn í heim þar sem leikhússpuni nýtur eins mikilla almennra vinsælda og í New York. „Á Íslandi erum við bara nördar í svona jaðarleiklist, sem er að vísu að stækka, en að fara út og vera umkringdur spunaleikurum í risastóru samfélagi þar sem fólk dýrkar þetta er alveg ótrúlegt. Við fluttum auðvitað sýningu á ensku fyrir fólkið á hátíðinni í mjög flottu leikhúsi á góðum tíma. Það er alltaf gott að stækka reynslubankann og prófa að sýna fyrir utan landsteinana. Það er allt- af aðeins erfiðara að sýna á ensku því það er náttúrlega ekki fyrsta mál neins í hópnum. Ég held að maður verði aðeins skrýtnari fyrir vikið af því að það er svo mikið af stereótýpum á ensku, svo mikið af hreimum og skrýtnum karakterum sem maður dettur óvart í. Svo lend- ir maður oft í því að maður man ekki rétta orðið og segir þá eitt- hvert vitlaust orð og þá verður það mjög skrýtið. Manni hættir til að verða aðeins undarlegri á ensku.“ Leikhópurinn lætur það þó ekki stöðva sig og ætlar að flytja tvær sýningar á ensku í Tjarnarbíói, þá fyrri í kvöld og þá seinni á fimmtu- daginn. „Við reynum að hafa þetta þannig að þegar leikárið er í gangi sýnum við eins og venjulegt leikhús, á íslensku, en þegar leikhúsið fer í sumarfrí höfðum við til fólks á Ís- landi sem hefur áhuga á spuna en kann bara ekki íslensku. Svo geta spunaáhugamenn á Íslandi komið og séð sýningu hjá okkur á ensku, – það skilja nú allir ensku. Það var ansi góð æfing fyrir okk- ur að fara út til New York. Við er- um alltaf að verða betri og betri í því. Við þróum okkur áfram með alls konar tilraunum í þessu. Síðasta vor vorum við með sýningar á barn- um á Húrra en núna ætlum við að prófa að vera í leikhúsrými. Við er- um alltaf að prófa okkur áfram og ég held að það verði bara stemning fyrir fólk að kíkja, fá sér bjór og setjast síðan með okkur eftir á og ræða spunann.“ Fyllt í gat á markaðnum Guðmundur segir leikhópinn hafa verið starfræktan í um eitt og hálft ár og hann sé í stöðugri endurnýj- un. „Hópurinn telur núna u.þ.b. tuttugu manns sem hafa allir æft spuna í tvö, þrjú ár. Á þessum sýn- ingum bætast við nokkrir sem voru ekki með okkur í haust. Þá vorum við bæði með sýningarhóp og svo- kallaðan æfingarhóp. Þar er alltaf nýtt fólk að læra meira og meira og komast inn til að geta sýnt með okkur. Nú eru að bætast við tíu nýir leikarar sem hafa lagt hart að sér í æfingarhópnum. Fólk úr þeim hópi getur komið í prufu og út frá pruf- unum uppfærum við reglulega sýn- ingarhópinn. En maður lærir þetta ekki og er svo bara kominn með þetta. Við erum alltaf að æfa okkur. Þetta er eins og að æfa íþróttir; við þurfum að halda okkur í formi og æfum alveg reglulega. Jafnvel þeg- ar við erum að sýna einu sinni í viku æfum við samt allavega einu sinni eða tvisvar fyrir hverja sýningu. Ég held að það sé bara að skila sér; við erum alltaf að verða betri og betri. Það var Dóra Jóhannsdóttir sem stofnaði þennan leikhóp,“ heldur Guðmundur áfram. „Hún sá það sem hægt var að gera úti í New York. Þar eru margar spunasýn- ingar á hverjum degi og alltaf röð út úr dyrum. Hún sá þetta, vissi að það var ekkert svona á Íslandi og að þetta var gat í markaðnum. Við vor- um svo sannarlega sammála því þegar hún kom hingað heim og fannst þetta fáránlega gaman. Ég held að það sé einmitt ástæðan fyrir því hvað þetta er orðið vinsælt; öll- um sem mæta á þetta finnst þetta fáránlega gaman. Við dýrkum þetta öll og erum ástfangin af þessu leik- formi.“ Fyrri sýning Improv Ísland verð- ur kl. 20.30 í kvöld í Tjarnarbíói. Sú síðari verður á sama tíma og stað fimmtudaginn 27. júlí. „Ástfangin af þessu leikformi“  Spunaleikhóp- urinn Improv Ísland sýnir í tví- gang í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Hanna Eldhress Fimm meðlimir Improv Ísland eldhressir að lokinni æfingu í vikunni. Frá vinstri Fannar Guðmundsson, Guðmundur Felixson, Sunna Björg Gunnarsdóttir, Adolf Smári Unnarsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.