Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 31

Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við byrjuðum með þetta í Aust- urríki í fyrra þar sem tólf listamenn frá átta löndum unnu saman í tíu daga og voru svo með þriggja vikna sýningu í Museum Angerlehner,“ segir Linda Steinþórsdóttir sem stendur fyrir viðburðinum Art Diagonale á Korpúlfsstöðum. „Nú erum við að koma með Art Diago- nale til Íslands í samstarfi við SÍM. Sex íslenskir listamenn taka þátt og sex frá Austurríki svo í þetta sinn eru þátttakendur aðeins frá tveimur löndum,“ segir Linda. Um er að ræða eins konar vinnu- stofu sem hófst 15. júlí og stendur til 25. júlí. Þegar vinnustofunni lýk- ur verður svo opnuð sýning á verk- unum sem unnin voru og stendur hún til 30. júlí. „Vinnustofan er opin þannig að það geta allir komið á Korpúlfsstaði og séð listamennina vinna sem er oft svolítið spennandi,“ segir hún. „Ég ætla að sýna þeim ís- lenska náttúrufegurð svo þau fái innblástur fyrir verkin sem þau eru að fara að vinna. Það er alltaf ein- hver á staðnum allan sólarhringinn. Það er svo misjafnt hvernig fólk vinnur, sumir vinna á morgnana, aðrir á kvöldin og enn aðrir á nótt- unni. Það er í rauninni enginn opn- unartími, það má alltaf koma við og endilega ræða við listamennina og sjá hvað þeir eru að gera.“ Mínímalískur listamaður Hún segir listamennina vera mis- munandi og að búast megi við inn- setningum, myndlist, skúlptúrum og vídeólist. „Þarna verða bæði ungir listamenn og reyndir listamenn. Til- gangurinn er að tengja saman lista- menn, listunnendur og listasafnara þar sem hægt verður að skiptast á hugmyndum.“ Linda segir þetta hafa komið til þegar hún var með sýningu í Aust- urríki þar sem hún hefur búið í 29 ár. „Það kom til mín kona að nafni Christine Bauer, hún er einmitt einn af listamönnunum sem ætla að taka þátt núna. Hana langaði svo að gera eitthvað í samvinnu við Ísland svo við byrjuðum að plana það og út úr því kom Art Diagonale. Ég og Christine ásamt Helmut Egger er- um frumkvöðlarnir að þessu.“ Linda ætlar að taka þátt í vinnu- stofunni sem listamaður og lýsir list sinni sem mínímalískri. „Ég geri mjög hvítar myndir þar sem verkin breytast eftir því hvernig birtan fellur á þau. Ég vinn aðeins með ösku og geri norðurljósaverk sem eru þannig að frá einu sjónarhorni virðist myndin vera hvít en svo frá öðru blossa upp gulir, gylltir, græn- ir, bláir og bleikir litir eins og norð- urljósin eru. Þetta er minn inn- blástur frá Íslandi. Ég vinn líka með strúktúr svo sumar myndirnar virð- ast alveg flatar þegar maður horfir á þær en svo þegar horft er á frá hlið kemur þessi þrívídd,“ segir Linda. Hún er með vinnustofu í Linz í Austurríki, þar sem hún er búsett og heldur reglulega sýningar. Í kjöl- far Art Diagonale verður Linda með einkasýningar bæði í Hannesarholti og ART67 Gallerí áður en hún held- ur aftur heim til Austurríkis. Vilja gera fólk forvitið Linda segir allt verkefnið unnið á styrkjum og vill hún þakka þeim fyrirtækjum sem styrkt hafa verk- efnið kærlega fyrir. „Í fyrra gerðum við bækling en erum að leita að styrktaraðila til að geta gert slíkt hið sama núna. Í bæklingnum er mynd af listamönn- unum hverjum fyrir sig og því verki sem hver þeirra vann á Art Diago- nale auk heimasíðunnar hans. Þetta er frekar mínímalískt að því leyti, við viljum gera fólk forvitið og ef því líkar við listamanninn eða listina hans þá er hægt að kíkja á heima- síðuna og sjá allt sem hann er búinn að gera,“ segir Linda. Að lokum vill hún hvetja fólk til að koma við á Korpúlfsstöðum, bæði til að sjá listamennina vinna og svo á sýninguna sjálfa. Listamennirnir sem taka þátt eru Herbert Egger, Erich Spindler, Jo- hann Wimmer, Christine Bauer, Angelika, Linda Steinthórsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Gerður Pálmadóttir, Katrín Jónsdóttir, Jak- ob Veigar Sigurðsson og Sólveig Hólm. Einhver á staðnum allan sólarhringinn  12 listamenn taka þátt í Art Diagonale á Korpúlfsstöðum Ljósmynd/Johann Wimmer Sólarhringsopnun Hér má sjá listamennina tólf í vinnurýminu á Korpúlfsstöðum. „Það er í rauninni enginn opn- unartími, það má alltaf koma við og endilega ræða við listamennina og sjá hvað þeir eru að gera,“ segir Linda. Bandaríska poppdrottningin Ma- donna hafði sigur í máli gegn upp- boðsvefnum Gotta Have Rock and Roll þriðjudaginn sl. þegar dómari kvað upp þann úrskurð að vefnum væri ekki heimilt að setja á uppboð ýmsa hluti sem henni tengjast, þ. á m. notaðar nærbuxur, hár- bursta og bréf til hennar frá rapp- aranum heitna Tupac Shakur þar sem hann slítur ástarsambandi þeirra. Ýmislegt annað henni tengt verður engu að síður boðið upp, að því er fram kemur í frétt á vef dag- blaðsins Los Angeles Times en Madonnu tókst þó að koma í veg fyrir uppboð á 22 hlutum. Í fréttinni segir að Madonna hafi ekki haft grænan grun um að þessir hlutir væru ekki lengur í hennar eigu og vitnað er í dómsskjöl þar sem Madonna segir að þó svo hún tilheyri hópi hinna frægu eigi fólk ekki rétt á því að rjúfa friðhelgi einkalífs hennar. „Ég geri mér grein fyrir að hægt er að ná DNA- sýni úr hári af mér og það er hneykslanlegt og verulega móðg- andi að mögulega verði slíkt sýni sett á uppboð og að almenningur geti keypt það,“ segir Madonna. Dagblaðið vitnar í annað blað, New York Daily News, sem sagði fyrst frá þessu uppboði, en þar kom fram að umræddir hlutir hefðu upphaflega komið frá fyrrverandi vinkonu Madonnu, Darlene Lutz, sem aðstoðaði hana við flutninga frá Miami. Meðal þess sem kom frá Lutz er bréf þar sem Madonna ger- ir lítið úr hæfileikum og velgengni söngkonunnar Whitney Houston og leikkonunnar Sharon Stone. Úrskurður dómara í máli Ma- donnu er þó ekki endanlegur því aðeins er um tímabundið lögbann á uppboðið að ræða og umsjónar- menn uppboðsvefjarins segjast sannfærðir um að banninu verði af- létt og munirnir 22 boðnir upp. AFP Móðgandi Madonna segir það móðgun að hægt sé að bjóða upp hluti sem áður voru í hennar eigu og þá m.a. hárbursta. Nærbuxur Madonnu ekki boðnar upp Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson opnar sýninguna Gluggi minn- inganna á morgun, laugardag kl. 14, í Heilsugæslu miðborgar, Vesturgötu 7. Sigurþór sýnir í anddyri, á fyrstu og efstu hæð og tilefnið er 75 ára af- mæli hans. Sýningin verður opin virka daga og um helgar, frá kl. 14 til 18. Sigurþór stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1959-63 og nám í grafískri hönnun og auglýsingateikningu við Sir John Cass College of Art í London 1965-68. Hann hefur stundað myndlist í yfir hálfa öld og haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Fagnar 75 ára afmæli með sýningu Afmælissýning Sigurþór fyrir framan grafíkverk sitt „Glugginn“ frá árinu 2010. Ljósmynd/Oliver Devaney 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.