Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 32

Morgunblaðið - 21.07.2017, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2017 Deadpool, ofurhetjumynd um klúran, kjaftforan og ódrepandi brjálæðing, er sú kvikmynd sem flestar kvartanir bárust út af til breska kvikmyndaeftirlitsins, British Board of Film Classifica- tion (BBFC), af þeim sem sýndar voru í fyrra. Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian. BBFC sér um að ákveða aldurstakmörk fyr- ir bíómyndir. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að kvartanir hafi borist vegna 51 atriðis í mynd- inni. Á eftir koma myndirnar Sui- cide Squad með 30 kvartanir og Miss Peregrine’s Home for Pe- culiar Children með 20 kvartanir. Tilkynningin færði rök fyrir ákvörðun nefnd- arinnar um að banna myndina áhorfendum yngri en fimm- tán ára og var sérstaklega bent á ofbeld- issenur, klúrt orðbragð og kynlífsatriði. Tilvísanir í kynlíf og blótsyrði þóttu aðallega birt- ast í formi klúrra brandara sem ættu ekki heima í mynd fyrir yngri áhorfendur. Deadpool fékk flestar kvartanir allra kvikmynda ársins 2016 Ofurhetjan klúra, Deadpool. Sala á listaverkum upp á meira en 10 milljónir punda hefur stóraukist í breska uppboðshúsinu Christie’s. Frá þessu er greint á vefsíðu The Guardian. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 38 listaverk selst yfir þessum verðmörkum, en aðeins 14 höfðu selst á þeim tíma í fyrra. Sala hefur aukist hvarvetna en 35% sölu- ágóðans koma frá bandarískum kaupendum og 30% frá Evrópu, Rússlandi, Mið-Austurlöndum og Indlandi. Guillaume Cerutti, for- maður Christie’s, segist ánægður með árangurinn og hann vonist eft- ir svipuðu út árið og á því næsta. Væntanlegt uppboð úr einkasafni leikkonunnar Audrey Hepburn þykir líklegt til að vekja spennu. Sala listaverka upp á milljónir fer á flug AFP Uppgangur Starfsmaður uppboðs- hússins Christie’s hengir upp verk. Andre og Maria Jacquemetton, handritshöfundar og framleið- endur bandarísku sjónvarpsþátt- anna Mad Men, standa nú að gerð nýrrar glæpaþáttaraðar, The Apaches. Frá þessu er greint á franskri vefsíðu fréttamiðilsins Huffington Post. Fyrirtækið Ende- molShine France framleiðir þætt- ina en þeir verða teknir upp á ensku þótt þeir gerist í Frakklandi. Nicolas Copperman, formaður EndemolShine France, segir að þættirnir verði eins konar blanda af myndunum Gangs of New York eftir Martin Scorsese og Moulin Rouge eftir Baz Luhrmann og muni gerast á „Belle Époque“-tímabilinu í Frakklandi, á milli stríðsins við Prússland og fyrri heimsstyrjald- arinnar. Sagan gerist í París og fjallar um uppgang glæpagengja sem kallast „Apasar“ („les Apaches“) í höfuðið á amerísku frumbyggjaættbálk- unum. Slík glæpagengi voru algeng í París á þessu tímabili og voru þekkt fyrir að leyfa konum að taka virkan þátt í starfsemi sinni og fyr- ir frjálslynd viðhorf sem stungu mjög í stúf við samtímavenjur. Cop- perman segir að stefnt sé að „metn- aðarfullri“ þáttaröð átta til tíu þátta til að byrja með. Ekkert var gefið upp um það hvenær þættirnir eiga að koma út. Höfundar Mad Men snúa sér til Parísar Auglýsingamenn John Slattery og Jon Hamm í hlutverkum auglýsingamannanna Roger Sterling og Don Draper í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Töðugjöld Helga og hljóðfæraleikaranna fara fram á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og hefst gleðin kl. 22. „Loks er gegnd- arlausum heyskap lokið og þá hefst hömlu- laust rokk og ról. Á rokkið ennþá séns? Eru morðingjar í útlöndum? Þessum spurn- ingum verður svarað á Græna hattinum,“ segir um uppákomuna í tilkynningu. Annað kvöld er svo komið að Eyjólfi „Eyfa“ Kristjánssyni en hann hélt í byrjun maí tónleika á Rosenberg í Reykjavík fyrir fullu húsi og nefndust þeir „Kvöldstund með Eyfa og gestum“. Á þeim flutti Eyfi lög af 30 ára ferli sínum ásamt hljóm- sveit og gestum. Hann mun nú endurtaka leikinn norðan heiða og með hon- um leika Jóhann Hjörleifsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð, Ingi G. Jóhannsson á gítar og hann syngur einnig bakraddir ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur. Sérstakir gestir Eyfa þetta kvöld verða söngvararnir Bergþór Pálsson og Sigrún Waage og ekki útilokað að fleiri bætist í hópinn. Líkt og hjá Helga og hljóðfæraleik- urunum hefjast tónleikar Eyfa kl. 22. Töðugjöld og kvöldstund með Eyfa Sing Street Ungur drengur sem elst upp í Dublin á níunda áratugnum fer að heiman og stofnar hljómsveit. Metacritic 79/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Slack Bay Gamanmyndin fjallar um morðgátu á norðurströnd Frakklands um 1910. Metacritic 66/100 IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 22.00 Velkomin til Noregs Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 17.30 Hrútar Tveir sauðfjárbændur á sjö- tugsaldri, bræðurnir Gummi og Kiddi, búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norður- landi. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki tal- ast við í fjóra áratugi. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.15 Hárið Söngleikur sem gerist á hippatímabilinu þegar Víet- nam-stríðið var í algleym- ingi. Metacritic 68/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 20.00 Valerian 12 Valerian og Laureline eru send til stórborgarinnar Alpha, byggð af þúsundum mismunandi, framandi vera. Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 16.20, 16.40, 19.20, 19.50, 22.15, 22.45 Háskólabíó 18.00, 21.00 Laugarásbíó 06.00, 16.00, 19.00, 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 Baby Driver 16 Baby er ungur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt frá vettvangi og er bestur í bransanum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 22.20 Smárabíó 20.00, 22.30 Háskólabíó 21.00 Transformers: The Last Knight 12 Metacritic 28/100 IMDb 5,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 22.00 Wonder Woman 12 Herkonan Diana, prinsessa Amazonanna, yfirgefur heimili sitt í leit að örlög- unum. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 The House 16 Faðir sannfærir vin sinn um að stofna ólöglegt spilavíti í kjallaranum eftir að hann og eiginkona hans eyða há- skólasjóði dóttur sinnar. IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Baywatch 12 Morgunblaðið bbnnn Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 20.00 Ég man þig 16 Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðj- an vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 20.00 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar. Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Kringlunni 16.50, 19.30 All Eyez on Me 12 Metacritic 38/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sambíóin Akureyri 22.00 Aulinn ég 3 Gru hittir löngu týndan tví- burabróður sinn, hinn heillandi, farsæla og glað- lynda Dru, sem vill vinna með honum að nýju illvirki. Metacritic 55/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Smárabíó 15.00, 15.20, 17.30 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Bílar 3 Leiftur McQueen þarf að víkja fyrir nýrri kynslóð hrað- skreiðra kappakstursbíla. Til að fá að aftur að taka þátt í leiknum þá þarf hann að fá aðstoð hjá áhugasömum tæknimanni sem er með sín- ar eigin hugmyndir um hvernig hægt er að vinna kappaksturinn. Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 14.50, 16.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.30 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 17.30 Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetju- hlutverki sínu í Spider-Man. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 73/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Keflavík 19.40 Smárabíó 17.00, 19.40, 22.30 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.20, 20.00 Spider-Man: Homecoming 12 War for the Planet of the Apes 12 Í þriðja kaflanum í hinni vinsælu seríu neyðast Caesar og ap- arnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn Colonel. Metacritic 82/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 19.45, 22.35 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 17.00, 19.50, 22.50 Háskólabíó 17.50, 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.40 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Dunkirk 12 Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940, þegar 340 þúsund hermenn bandamanna voru frelsaðir úr sjálfheldu. Metacritic 96/100 IMDb 9,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.10, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.