Morgunblaðið - 25.07.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fyrstu kökurnar, sem égkom færandi hendi með ívinnuna, voru alls ekki fal-legar. Þær áttu að vera
eins og uglur, en ein samstarfskona
mín, afskaplega hreinskilin mann-
eskja, spurði hvort þetta væru
mauraætur,“ rifjar Karen Kjart-
ansdóttir upp og skellihlær. Uglur
eða mauraætur, gilti einu, kökurnar
voru borðaðar með bestu lyst. Æf-
ingin skapar meistarann og hún lét
ekki slá sig út af laginu. Núna, fjór-
um árum síðar, velkist ábyggilega
enginn í vafa um hvaða glassúrfíg-
úrur prýða stórar sem smáar kökur
Karenar. Fíngerð og frumleg
mynstrin á öðrum eru svo kapítuli út
af fyrir sig.
Karen er hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir að mennt í 80% starfi á
næturvöktum á Landakoti. Hún á frí
aðra hverja viku og veit þá fátt
skemmtilegra en að dunda sér við
kökugerð í eldhúsinu heima hjá sér
eða bútasaum í sauma- og hobbí-
herberginu sínu. Þar segir hún flæða
upp úr öllum skúffum og skápum.
Nýjasta handverkið er hvít ball-
ettmús í tjullpilsi og með kórónu sem
Karen saumaði til að gleðja litla son-
ardóttur sína.
Aðallega fyrir barnabörnin
„Kökugerðin er bara tóm-
stundagaman til að gera lífið
skemmtilegra, kalla fram bros og
gleðja fólk, aðallega þó barnabörnin
mín,“ segir Karen, sem ennþá gæðir
félögum sínum á næturvaktinni ann-
Kökur sem gleðja
og kalla fram bros
Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur
á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum
höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum
samstarfsfólki sínu að smakka. Kökurnar segir hún þó aðallega gerðar fyrir
barnabörnin sín, sem séu himinlifandi að bjóða upp á köngulóarmanninn og aðr-
ar eftirlætis ævintýrahetjur sínar í afmælisveislum.
Morgunblaðið/Hanna
Vinnustofan Karen saumar og undirbýr kökugerð í hobbíherberginu sínu.
Veislugestir Köngulóarmaðurinn og Poppí, drotting lukkutröllanna.
Hið árlega peppkvöld Druslugöng-
unnar verður haldið annað kvöld, kl.
20, miðvikudaginn 26. júlí. Fagnaður-
inn stendur fram yfir miðnætti í
Bryggjunni Brugghúsi, Grandagarði
8. Alls konar drusluvarningur verður
á boðstólum inni á staðnum sem og
við innganginn og fyrir utan ef veður
leyfir. Þar sem viðburðurinn er hald-
inn á vínveitingastað er 20 ára ald-
urstakmark.
Druslugangan var fyrst farin í apríl
árið 2011 í Torontó í Kanada og hafa
druslugöngur síðan verið farnar víða
um heim. Fyrsta druslugangan var
farin nokkrum mánuðum síðar sama
ár í Reykjavík og er nú orðin að föst-
um punkti þar sem samfélagið rís
upp gegn kynferðisofbeldi og stend-
ur með þolendum. Gangan hefur orð-
ið fjölmennari með hverju árinu sem
líður.
Markmiðið er að uppræta fordóma
varðandi klæðaburð og ástand þeirra
sem verða fyrir kynferðisofbeldi og
vekja athygli á því að það eru ger-
endur sem bera ábyrgð. Slagorðið er:
Færum skömmina þangað sem hún á
heima.
Druslugangan í Reykjavík verður
farin frá Hallgrímskirkju klukkan
14.00, laugardaginn 29. júlí. Gengið
verður niður Skólavörðustíg, Banka-
stræti og mun gangan enda á Aust-
urvelli þar sem við taka fundahöld og
tónleikar.
Peppkvöld í Bryggjunni Brugghúsi fyrir Druslugönguna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrautlegar Fólk á öllum aldri og í alls konar múnderingum tók þátt í Druslu-
göngunni í fyrra. Druslugangan var fyrst farin í Reykjavík árið 2011.
Endalaus drusluást og stemning
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek í 60 ár
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða
sem hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna
lakkskemmdum.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er!
• Húddhlífar
• Gluggavindhlífar
• Ljósahlífar
PLASTHLÍFAR
Þeir sem hafa gaman af að dansa
hafa undanfarin þriðjudagskvöld
margir hverjir notað tækifærið og
brugðið sér í Dansverkstæðið, Skúla-
götu 30, þar sem boðið hefur verið
upp á Dans í dimmu í tæplega þrjú ár.
Ljósin eru slökkt og kveikt á dúndr-
andi tónlist, nýju mixi í hvert sinn og
leikin tónlist af alls kyns toga.
Í kvöld kl. 19.30-22, þriðjudag 25.
júlí, verður Dans í dimmu í síðasta
sinn í þeirri mynd sem verið hefur.
Dansglöðum til hugarhægðar skal
tekið fram að þráðurinn verður tek-
inn aftur upp í haust og verða breyt-
ingarnar kynntar innan tíðar. Tíminn í
kvöld verður tvöfaldur með stuttu
hléi á milli. Öllum er velkomið að
koma og dansa af hjartans lyst. Tím-
inn er ekki leiddur og hver og einn er
frjáls í myrkrinu og dansar einfald-
lega eins og honum er einum lagið.
Tvöfaldur danstími í Dansverkstæðinu
Frelsi Í dimmunni dansar hver og einn eins og honum einum er lagið.
Dansinn dunar í dimmunni