Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. KRISTÍN JÚLÍUSDÓTTIR „Ég heiti Kristín og var ráðlagt að prófa geosilica vegna hármissis. Fékk nokkra skallabletti líklegast vegna áfalls og að vera 23 með skalla var ekki drauma aðstæðurnar! Fyrst leit þetta ekkert svakalega vel út þar sem hárið virtist ekki ætla að koma til baka. Ég byrjaði að taka þetta inn á hverjum degi og viti menn. Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða! Ég er svo ánægð að þetta gerðist svona fljótt því læknarnir sögðu að kannski kemur það aftur kannski ekki og ekki til eitthvað úrræði sem er betra en annað. En geosilica fékk allavega hárið til þess að vaxa! Hér er smá fyrir og eftir myndir. “ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Undanfarin ár hefur Valitor þróast mikið og einbeitt sér í auknum mæli að hugbúnaðarlausnum og erlendum mörkuðum og hefur erlend velta Val- itor aukist úr 18% af heildarveltu í byrjun árs 2013 í um 70% í dag. Fyrirtækið er í samstarfi við stór erlend fyrirtæki sem nýta hugbúnað- arlausnir Valitor í ýmsum tilgangi. „Yfirleitt er það þannig að þessir að- ilar sem við erum í samstarfi með sjá um sölu og markaðssetningu og við sköffum tæknina. Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega mikið frá því að það hét Visa Iceland og var fyrst og fremst í kortaútgáfu,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. Hálf milljón gjaldeyriskorta Meðal erlendra verkefna Valitor er útgáfa svokallaðra gjaldeyriskorta fyrir hönd breska fyrirtækisins Cax- ton FX, en auglýsingar um kortið hafa birst á erlendum sjónvarps- stöðvum hér á landi. „Við höfum verið í samstarfi við Caxton FX í fjögur ár og það hefur gengið mjög vel. Við er- um í dag með vel yfir 400 þúsund kort þar sem okkar hlutverk er að sjá um alla tæknina og útgáfu kortanna. Caxton FX er einn af þremur stærstu aðilunum í Bretlandi sem bjóða neyt- endum upp á gjaldeyriskort en það er mikil hefð fyrir þeim í Bretlandi og stór markaður.“ Þrátt fyrir að gjaldeyriskort séu ekki sérstakt breskt fyrirbæri hafa slík kort náð mestri útbreiðslu þar í landi. Hugmyndin að baki gjaldeyr- iskortunum er sú að einstaklingar eða fyrirtæki geti fengið sérstakt fyrir- framgreitt greiðslukort til að halda utan um gjaldeyri á ferðalögum sín- um. Þannig geta ferðalangar skammtað sér ákveðinni fjárhæð fyr- ir ferðalagið og haldið almenna greiðslukortinu sínu aðskildu. „Það er ákveðin sparnaðarhugsun á bak við þetta fyrirkomulag. Notkun kort- anna endurspeglar það að þessi kort eru mest notuð í fríum þar sem notk- unin er mest yfir helstu sumarleyf- ismánuðina,“ segir Viðar. Í boði fyrir ferðamenn á Íslandi „Það hefur komið til tals að mark- aðssetja gjaldeyriskort hérlendis en gjaldeyrishöftin stóðu kannski helst í vegi fyrir því. Aflétting haftanna býð- ur náttúrlega upp á það að svona kort verði markaðssett hérlendis. Arion banki hefur verið að bjóða upp á svona kort í Leifsstöð fyrir erlenda ferðamenn, sem velja þá ákveðna fjárhæð til að hafa á greiðslukorti og nota það bara í fríinu.“ Gjaldeyriskort hafa verið í mikilli sókn undanfarið en kortin sem Val- itor og Caxton FX gefa út í samein- ingu byggjast á svokölluðu fjölmynta- veski (e. multi currency e-wallet) sem er hannað af Valitor og er rafrænt veski sem veitir eigandanum raun- tímayfirlit yfir verðmæti heildarinn- eignar og stöðu gjaldmiðla í veskinu. „Svo gott sem öll vinna af okkar hálfu í tengslum við þessi kort fer fram hérlendis. Það er stór hópur fólks að þróa hugbúnað og greiðslu- miðlunarlausnir. Starfsemi okkar í dag byggist að miklu leyti á hugbún- aðarþróun og rekstri á upplýsinga- tæknikerfum. Við erum með sölufólk í Bretlandi, en hjá okkur starfa um það bil 100 af 370 starfsmönnum við hugbúnaðarþróun. Meginþorri þeirra er í skrifstofum okkar að Dalshrauni í Hafnarfirði en síðan erum við með teymi í Danmörku. Í dag erum við örugglega eitt stærsta hugbúnaðar- hús á Íslandi.“ Fleiri verkefni í gangi Meðal annarra stórra alþjóðlegra verkefna Valitor má nefna samstarf við kanadíska fyrirtækið Hyper- wallet, sem er umsvifamikið í Norð- ur-Ameríku. Þá vinnur Valitor í sam- starfi við Wex að stóru verkefni þar sem ferðaskrifstofur nýta tækni frá Valitor til að sjá um allar greiðslur við bókun flugsæta. „Ferðaþjónustu- verkefnið hjá Wex er mjög stórt og sennilega eitt það stærsta á sínu sviði í Evrópu,“ segir Viðar. Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn í Bretlandi Greiðslumiðlun Valitor leggur aukna áherslu á hugbúnaðarþróun  Hafa gefið út hátt í hálfa milljón gjaldeyriskorta í samstarfi við Caxton FX vinnustundar fyrir fasta samsetn- ingu vinnutíma. Aukist um 17% á tveimur árum Kaupmáttur launa heldur því áfram að hækka þótt heldur hafi dregið úr hraða hækkunarinnar frá mánuðinum á undan, en kaup- máttur jókst um 3,0% í maí sem var mesta hækkun á milli mánaða í sex ár. Síðastliðin tvö ár hefur kaupmáttur launa hækkað um tæp 17%, samkvæmt vísitölunni. Hafa þarf í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráð- stöfunartekna, en Hagstofan birtir einnig upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna þar sem tekið er tillit til heildarlauna, annarra tekna og tilfærslna, svo sem barna- og vaxtabóta, að frádregnum sköttum. Kaupmáttur launa hefur aukist um 5,6% síðastliðna 12 mánuði, sam- kvæmt nýjum tölum á vef Hag- stofu Íslands. Vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 1% í júní frá fyrri mánuði, en vísitalan byggist á launavísitölu og vísitölu neyslu- verðs. Launavísitalan hækkaði einnig um 1% í júní og hefur launa- vísitalan hækkað um 7,3% síðast- liðna tólf mánuði, samvæmt tölum Hagstofunnar. Launavísitala er verðvísitala sem byggist á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Ís- lands og sýnir breytingar á verði Kaupmátturinn heldur áfram að aukast  Laun hafa hækkað um 7,3% síðasta árið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innkaup Kaupmáttur launa hefur aukist um 5,6% síðastliðna 12 mánuði. ● Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgar- svæðinu var 1.834 á öðrum fjórðungi ársins. Þar af voru 439 vegna fyrstu kaupa eða 24%. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar eru á vef Þjóð- skrár Íslands. Ef þetta er borið saman við sama ársfjórðung í fyrra námu kaupsamningar þá 2.209 og voru fyrstu kaup þá einnig 24% eða 524 talsins. Alls var fjöldi kaupsamninga á land- inu öllu 2.941 á öðrum ársfjórðungi og var fjöldi þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð 708 eða 24%. Á sama fjórð- ungi í fyrra var fjöldi kaupsamninga alls 3.283 og voru 813 vegna fyrstu kaupa, eða 25%. Fjórðungur kaupsamn- inga vegna fyrstu kaupa 25. júlí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.57 103.05 102.81 Sterlingspund 133.62 134.26 133.94 Kanadadalur 81.26 81.74 81.5 Dönsk króna 15.934 16.028 15.981 Norsk króna 12.669 12.743 12.706 Sænsk króna 12.382 12.454 12.418 Svissn. franki 107.45 108.05 107.75 Japanskt jen 0.9146 0.92 0.9173 SDR 143.34 144.2 143.77 Evra 118.52 119.18 118.85 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.5921 Hrávöruverð Gull 1255.85 ($/únsa) Ál 1900.5 ($/tonn) LME Hráolía 49.33 ($/fatið) Brent Þótt ýmis merki séu uppi um að breytingar kunni að vera í vændum á fasteignamarkaði er ekki hægt að slá neinu föstu um hvort svo sé í raun og veru, að mati hagfræði- deildar Landsbankans. Í Hagsjá bankans er fjallað um málið og bent á að það taki langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun spennuástand á markaðnum vara eitthvað áfram. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæð- inu í júní miðað við fyrri mánuði, samkvæmt nýlegum tölum Þjóð- skrár Íslands. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% í júní, þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði um 0,2%. Hækkun fast- eignaverðs nú í júní er sú minnsta síðan í ágúst 2015 og hefur fjölbýli ekki lækkað í verði síðan í júní 2015. Landsbankinn telur að of snemmt sé að segja nokkuð um hvort mark- aðurinn sé að kólna eða ekki, enda sé sumarið oft rólegur tími í fast- eignaviðskiptum. Þar að auki megi ætla að framboð hafi ekki enn auk- ist nægilega til þess að hafa áhrif á verðþróun. Sölutími hefur lengst Landsbankinn segir tölur sýna að auglýstum fasteignum hafi fjölgað eilítið á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki nú í vor. Þá bendir bankinn á að sölutími íbúða hafi lengst nokkuð eftir að hafa ver- ið í sögulegu lágmarki á fyrstu mán- uðum ársins. Verðbólga hefur verið lítil og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella, segir í Hagsjánni. Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um um það bil fjórðung á einu ári. Merki um breytingar á markaði  Ekki hægt að slá neinu föstu um þróun fasteignaverðs Morgunblaðið/Ófeigur Íbúðir Hækkun fasteignaverðs í júní er sú minnsta frá ágúst 2015. ● Segja má að sumarbragur sé á Kauphöll Íslands um þessar mundir, en heildarvelta með hlutabréf nam tæplega 554 millj- ónum króna í gær, mánudag, og ein- ungis 298 millj- ónum króna á föstudaginn. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í gær og hefur vísitalan hækkað um sam- tals 4,25% frá áramótum. Mest hækk- uðu bréf í Högum um 0,9% í 55 millj- óna króna viðskiptum. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel, fyrir 161 milljón króna, og hækkaði gengi bréf- anna um tæplega 0,6%. Rólegt á hlutabréfa- markaði þessa dagana Hlutabréf Lítil við- skipti þessa daga. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.