Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 ✝ Vigdís Sigurð-ardóttir fædd- ist í Ormarslóni í Þistilfirði 14. apríl 1933. Hún lést 18. júlí 2017. Hún var dóttir Sigurðar Jakobs- sonar frá Kollavík og Kristjönu Sig- ríðar Jósefsdóttur frá Ormarslóni. Þar ólst hún upp uns móðir hennar giftist Krist- jáni Vigfússyni frá Kúðá og flutti til Raufarhafnar. Vigdís gekk í gagnfræða- skóla á Akureyri og síðan í húsmæðraskóla á Löngumýri í Skagafirði. Árið 1954 giftist 1956. Börn hennar og Kolbeins Gíslasonar eru Sigtryggur og Sólrún Dís. Sonur Sigtryggs og Kristínar Eiríksdóttur er Tómas Ari. Sigtryggur er fæddur 1958. Dætur hans og Brynju Reynisdóttur eru Gréta Ingibjörg og Þórdís. Erlingur er fæddur 1960. Sonur hans og Önnu Bjarkar Sigurðardóttur er Stefán, kvæntur Irinu Zhilinu. Kristján Sigurður er fæddur 1963. Synir hans og Camillu Utne eru Jóhann, Jak- ob og Daníel. Vigdís var söngelsk og tón- elsk. Hún lék á slaghörpu og dragspil. Hún var lengi org- anisti Svalbarðskirkju og stýrði Svalbarðsskóla um nokkurt skeið. Hún var mikil hannyrðakona og unni bók- menntum. Vigdís verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju í dag, 25. júlí 2017, klukkan 14 og jarðsett í Svalbarðskirkjugarði. hún Sigtryggi Þor- lákssyni, bónda á Svalbarði, og þar bjuggu þau síðan, uns þau fluttu á dvalarheimilið Naust á Þórshöfn fyrir fáum árum. Þau eignuðust fimm börn. Þor- lákur fæddist 1955, dó 2001. Börn hans og Guð- rúnar Hildar Bjarnadóttur eru Kristjana Þuríður, Einar Guð- mundur, Magnús Jóhann, Jón- ína Sigríður og Sigtryggur Brynjar. Dóttir Kristjönu og Francescos Dottos er Vigdís Aurelia. Ingibjörg fæddist Með hlýhug og söknuði kveð ég Dísu frænku mína á Sval- barði, eins og ég var alltaf vön að kalla hana. Þegar gamlir vin- ir kveðja reikar hugurinn ósjálfrátt aftur til æskuáranna norður við ysta sæ. Það sem stendur upp úr er allt það góða fólk sem maður kynntist og ólst upp með. Dísa og Sigtryggur, maður hennar, á Svalbarði voru okkar nánustu vinir. Þótt það séu ekki nema 40 kílómetrar á milli æskuheimilis míns, Vogs, og Svalbarðs fannst mér það æði mikið ferðalag að fara yfir í Svalbarð, en alltaf jafn skemmtilegt. Ég er ekki viss um að Sigtryggi og Dísu hafi fundist eins langt fram í Vog, ekki töldu þau eftir sér að koma frameftir hvort sem var á gleði- eða sorgarstundum. Já, þau voru sannarlega tryggir vinir. Dísa frænka var mikill tón- listarunnandi, hún spilaði á pí- anó og harmoniku og þegar tónlistarskóli Raufarhafnar var stofnaður á áttunda áratug síð- ustu aldar fórum við systkinin öll í tónlistarskólann. Við syst- ur lærðum á píanó en bræður mínir þrír á harmóniku, þar sem elskulegur frændi okkar, Jóhann í Ormarslóni, harmón- ikuleikari og tónskáld, kenndi þeim. Dísa frænka hvatti okkur áfram í tónlistarnáminu og ef það voru nemendatónleikar í tónlistarskólanum voru þau Sigtryggur ævinlega mætt að hlusta á okkur systkinin spila sem og aðra nemendur skólans. Þegar ég flutti að heiman kom ég flest sumur til mömmu og pabba í Vogi. Alltaf reyndi ég að fara fram í Svalbarð og heimsækja frænku mína Dísu og Sigtrygg. Þar var tekið á móti manni með hlýju og gest- risni. Dísa töfraði fram dýrindis kræsingar og allir áttu notalega stund saman. Það var ekki haldið heim á leið fyrr en Dísa frænka hafði spilað fyrir okkur á píanóið. Ég man hvað mér leið vel þegar ég sat í sófanum í stofunni hennar og hlustaði á hana spila. Eins og gengur og gerist fækkar samverustundum þegar fjarlægðir eru miklar en í rúm 30 ár brást það ekki að ég fengi jólakveðju frá þeim Svalbarðs- hjónum. Nú er komið að leiðarlokum hjá Dísu frænku. Ég kveð hana með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannsdóttir. Þar sem ég sit hér og skrifa örfá minningarorð um Dísu tengdamóður mína, þá verður mér nú fyrst og fremst hugsað til þess, að frá því að ég var kynnt til sögunnar sem tengda- dóttir var mér tekið slíkum opnum örmum að ekki gleymist og það hefur aldrei breyst. Al- veg sama hversu óþjál ég var í samskiptum og afskiptasöm stundum, þannig að mörgum tengdamæðrum hefði nú þótt alveg meira en nóg um. Eins og oft hefur verið rifjað upp, þá var það nú þannig að sá sem eignaðist hennar vináttu, átti hana vísa og stuðning út í hið óendanlega þótt hún segði manni svona létt til syndanna stundum, eins og t.d. þegar maður fór alveg yfir strikið með að mæta ekki á skikkanlegum tíma í mat og kaffi. Engu breytti varðandi okkar vinskap, þótt sambúð okkar Er- lings, sonar hennar slitnaði. Upp úr stendur að hún er ein sú hreinskilnasta og trygglynd- asta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Minningar frá Svalbarði tengdar Dísu eru margar og kærar, aðeins örfá brot hér, svo sem þegar setið var við hið fræga kringlótta eldhúsborð sem einhvern veginn endalaust margir gátu setið við og t.d. þegar Svalbarðssystkinin voru saman komin og farið var að spjalla um heima og geima og gantast á sinn hátt. Þá flugu oft alveg óborganleg gullkorn yfir borðið frá Dísu. Og já það má alveg nefna almennar sköruleg- ar eldhúsræður hennar líka sem voru oft fluttar um menn og málefni. Einhverju sinni sem oftar var ákveðið að fara í hópferð út að sjó og við Ía dóttir hennar tók- um til nesti í snarhasti fyrir lið- ið. Þegar Dísa leit yfir birgðir í búrinu sínu varð henni að orði að „þær“ hefðu bara farið eins og engisprettur yfir búrið, þar væri núna allt tómt. Allir vissu samt að hún var glöð yfir því að allir fengju gott nesti. Önnur minning skýtur upp kollinum og það var þegar ég kom að henni og einu barnabarninu þar sem hún sat við að tálga spýtu þann- ig að úr yrði byssuleikfang. Þá áttaði ég mig endanlega á því að hún myndi sennilega gera hvað sem væri fyrir þessi börn og barnabörn sín. En það var hald- in góð siðfræðiræða í leiðinni um það í hvaða tilgangi nota skyldi byssur. Minningar tengdar tónlist ber að nefna, t.d. þegar hún var ein að spila á píanóið sitt, eða þegar haldnar voru veislur og fólk söng saman og Dísa spilaði undir, söngæfingar þar sem hún var að æfa sem organistinn þarf að gera og ekki síst hún og einhver með henni að spila fjór- hent. Svo átti hún líka harm- oniku og gat vel spilað á hana. Mér er þakklæti efst í huga fyrir það að hafa fengið að kynnast Dísu. Anna Björk Sigurðardóttir. Móðurmálið, okkar fallega tungumál íslenska, kemur fyrst upp í hugann hjá fyrrverandi nemendum þegar hugsað er til Dísu okkar á Svalbarði. Mikla alúð lagði hún við að kenna okkur fallegt mál, bæði að tala rétta íslensku, skrifa fallega og alls ekki nota erlend tökuorð. Mild en ákveðin leiðbeindi hún nemendum sínum og þau hjón- in unnu saman að því að mennta okkur sem best þau gátu. Það má vera að aðferð- irnar hafi verið af gamla skól- anum en frá skólanum fórum við með traustar stoðir undir áframhaldandi nám. Tónlist skipaði alltaf stóran sess í skólastarfinu, allir skyldu fá tækifæri til að læra á píanó, og í það minnsta geta spilað á blokkflautu. Söngstundir með Dísu voru fastur liður í skól- anum enda var hún einkar lag- in að spila á píanóið og hafði al- veg þolinmæði þótt það syngi hver með sínu nefi. Þá hló hún bara og kom með góðlegar at- hugasemdir um að reyna kannski aðeins að fylgja laginu eftir. Eftir að hún hætti kennslu við skólann hélt hún áfram að taka til sín nemendur í píanókennslu og kenndi þá heima í stofu. Í seinni tíð var hún alltaf jafn ánægð að hitta okkur á förnum vegi, talaði fal- lega um gömlu nemendur sína og hafði einlægan áhuga á að vita á hvaða slóðir lífið hafði leitt okkur. En nú er komið að kveðjustund. Við það tækifæri er viðeigandi að vitna í orð skáldsins sem hún unni frá sín- um heimahögum og vildi kenna okkur, ásamt ljóðunum úr bláu skólaljóðabókinni góðu. Ber þú mig, þrá, sem hug minn heillar, heim, þar sem nam ég fyrsta vorsins óm. Þar vil ég dvelja, er lífs míns birtu bregður. Bros þeirra ég man, sem mér gáfu fegurst blóm. Ber þú mig, þrá, sem mér öllu ofar bendir, áleiðis heim, þó að fenni í öll mín spor, eitt á ég þó, sem öllum veginn greiðir: ástina til þín, mitt hlýja bernsku vor. (Snæbjörn Einarsson) Sigtryggi, börnum og að- standendum öllum vottum við samúð okkar og þökkum fyrir allt það sem hún gaf okkur. Fyrir hönd nemenda frá Laxárdal, Gunnarsstöðum og Brúarlandi, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Á lífsleiðinni kynnumst við ótalmörgum, sem móta líf okkar verulega, ef til vill aðeins í stuttan tíma, en meðan á þeim kynnum stendur eru þau mikil og viðvarandi. Dísa á Svalbarði var organ- istinn minn, mestallan þann tíma, sem ég var sóknarprestur á Raufarhöfn, en síðan þjónaði ég líka Sauðanesprestakalli um tíma og urðu þá samskipti okk- ar enn meiri. Organistalaust var á Raufar- höfn árin 1988-1991, nema að við fengum dálitla aðstoð frá enskri stúlku, sem kenndi tón- list við skólann í Lundi í Öx- arfirði í nokkra mánuði 1991. Allan þennan tíma stóð Dísa organistavaktina með mér og þegar hún var upptekin vegna anna í eigin prestakalli fengum við einnig dygga aðstoð frá Björgu Björnsdóttur, en hún bjó á Lóni í Kelduhverfi og var enn lengra fyrir hana að fara en Dísu. Það má segja að þær hafi gjörsamlega bjargað helgihald- inu á Raufarhöfn þessi ár og féll aldrei nokkur skuggi á það sam- starf. Svo sannarlega var ekki auð- velt fyrir húsmóður og margra barna móður og ömmu að drífa sig norður yfir erfiðan fjallveg, í hvers lags veðri. Á milli Sval- barðs og Raufarhafnar eru Fremri- og Ytri-Háls, sem eru engin lömb að leika sér við í vetrarfærð og hálku. En þetta gerði Dísa, á venjulegum sunnudögum og stórhátíðum án þess að víla það neitt fyrir sér. Hún kom og spilaði á litla gamla Ringköbing-harmóníumið, sem þá var eina hljóðfæri kirkjunnar – nokkurn veginn alla þá sálma, sem beðið var um. Árið, sem ég þjónaði Sauðanesprestakalli, var mikið um jarðarfarir, bæði í Sauða- neskirkju og svo á Svalbarði, oft við hinar verstu aðstæður, slæmt veður, hríðarofsa, og voru þær athafnir oft erfiðar, ungt fólk og gamalt sem kvaddi, stundum voru fjölmennar at- hafnir í allt of litlum kirkjum, jafnvel átti presturinn það til í eitt skiptið að týna endalokun- um á einni jarðarfararræðunni og varð að muna, hvað þar ætti að standa. Í öllu þessu stóð Dísa við hlið mína og veitti mér ómældan styrk. Það skaðaði heldur ekki að hún vissi deili á öllu því fólki, sem við áttum samskipti við. Hún bjó á Svalbarði, þessu forna höfuðbóli í Þistilfirði, þar sem veðrið gat verið hryssings- og hráslagalegt og myrkrið heil- mikið. En samt minnist ég daga með tuttugu stiga hita, sólar, sem seig í haf eldrauð á mið- nætti, og fallegu litskrúðugu blómanna við húsið þeirra Sig- tryggs og Dísu. Á Svalbarði var barnaskóli sveitarinnar og kenndu þau hjónin þar bæði. Þar voru börnum innprentuð hefðbundin og góð gildi, sem nýst hafa Íslendingum öldum saman. Mér gefst ekki færi á að vera viðstödd jarðarför Dísu, þótt ég fegin vildi. Þess í stað sendi ég þessa stuttu kveðju, með þökk fyrir allt. Guð blessi minningu Dísu og styrki Sigtrygg í hans sorg. Kveðja, Sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Vigdís Sigurðardóttir Ástkær eiginkona, móðir, tendamóðir, amma og langamma, KOLBRÚN G. SIGURLAUGSDÓTTIR, Vesturbergi 54, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 9. júlí á Landspítalanum Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Helgi Jónsson og fjölskylda Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BÖÐVARSSON frá Brennu, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 22. júlí. Jarðsungið verður frá Reykholtskirkju fimmtudaginn 27. júlí klukkan 14. Róbert Hilmir Jónsson Anna María Jónsdóttir Böðvar Páll Jónsson Ásthildur Björg Jónsdóttir Jóhanna Kristín Egilsdóttir Lilja Björk Egilsdóttir Soffía Eyrún Egilsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, INGÓLFUR SIGURÐSSON, Mýrarvegi 113, Akureyri, andaðist 17. júlí. Útförin fer fram fimmtudaginn 3. ágúst frá Akureyrarkirkju klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Elínborg Ingólfsdóttir Magnús Þórðarson Magnús Ingólfsson Sólveig Erlendsdóttir Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson Þórdís Ingólfsdóttir Sölvi Ingólfsson Guðrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, SVAVAR BJÖRNSSON lést á Vífilsstöðum föstudaginn 21. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, mánudaginn 31. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Ásrún Snædal, Gígja, Egill og Svavar, Sjöfn og Daníel, Þóra Björg, Páll Júníus og Þórarinn Gígjar Ástkær faðir okkar, GÍSLI ARASON, Höfn, Hornafirði, lést föstudaginn 21. júlí. Jarðsett verður frá Hafnarkirkju mánudaginn 31. júlí klukkan 14. Guðrún Sigríður Sigurborg Ingibjörg Erna Gísladætur og fjölskyldur Okkar ástkæri ÓLAFUR EMILSSON, Setbergi Vopnafirði, andaðist á Sundabúð miðvikudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju föstudaginn 28. júlí klukkan 14. Heiðar K. Ólafsson Unnur E. Hallsdóttir Sveinbjörg Ólafsdóttir Guðmundur Sigfússon Emil H. Ólafsson Þórdís Þorbergsdóttir Þórey Ólafsdóttir Snorri J. Benediktsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.