Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 Ég hef verið að ferðast töluvert og var allan veturinn í Mið- ogSuður-Ameríku, meðal annars til að læra spænsku. Ég heim-sótti tólf lönd allt frá Mexíkó til Síle,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, sem á 50 ára afmæli í dag. Í haust ætlar Halldór Friðrik að gefa út bók, ferðasögu, um Afríku- ferð sem hann fór fyrir fjórum árum. „Þetta var sex mánaða ferð um fjórtán lönd sunnan Sahara, vestur frá Senegal, austur til Eþíópíu og suður til Suður-Afríku. Þetta var litrík ferð á framandi slóðum og vonandi næ ég að miðla henni í þessari bók minni. Þetta verður fyrsta bókin mín en hugurinn hefur lengi staðið til skrifta og vonandi fæ ég tækifæri til að gera meira af því í framtíðinni.“ Halldór Friðrik var eigandi H.F. Verðbréfa um tólf ára skeið en seldi fyrirtækið fyrir tveimur árum. Nú er hann einn af þremur hlut- höfum í hugbúnaðarhúsinu Stokki, en fyrirtækið sérhæfir sig í að gera öpp, eða smáforrit, fyrir snjallsíma. „Okkar aðalvara í dag er at- vinnuleitarappið Alfreð sem nýtur vaxandi vinsælda.“ Auk ferðalaga bæði hér innanlands og erlendis les Halldór Friðrik mikið. „Ég er með góðan stafla á náttborðinu og var að byrja á bók sem er nýkomin út í kilju og heitir Mannsævi, eftir Robert Seethaler. Hún gerist í Ölpunum og lofar góðu. Ég les allt nema sakamálasögur og er mikill ævisögumaður, unnustan er að lesa Veröld sem var, sem er ein af mínum uppáhalds.“ Hún heitir Steindóra Gunnlaugsdóttir og er kennari í Austurbæjarskóla. Börn Halldórs Friðriks eru Þorsteinn Friðrik, f. 1992, Magnús Friðrik, f. 1999, og Sigrún Ásta, f. 2002. Halldór Friðrik ætlar að eyða deginum með fjölskyldunni. „Svo er ég að fara í hálendisgöngu á fimmtudaginn meðfram Langasjó og endar hún með fagnaði í Hólaskjóli.“ Í Gvatemala Halldór Friðrik ásamt konu á förnum vegi í borginni Antigua, en hún seldi honum handprjón. Gefur út ferðasögu um Afríkuferð í haust Halldór Friðrik Þorsteinsson er fimmtugur H rönn fæddist í Reykja- vík 25.7. 1977 og ólst þar upp, fyrst við Flókagötuna við Klambratún, en síðan í Fossvoginum, Kópavogs megin, frá sex ára aldri: „Klambratúnið var nú ekkert tún þegar ég man fyrst eftir mér. Þar voru Kjarvalsstaðir komnir og skrúðgarður og búið að skíra upp pleisið sem hét nú Miklatún. Nú er víst búið að taka aftur upp gamla nafnið sem ég notaði alltaf. Fossvogurinn var svo líka dásam- legur. Við fluttum í fyrsta húsið við götuna, og við krakkarnir höfðum allan þennan dal fyrir okkur og lék- um okkur í hálfbyggðum húsum.“ Hrönn byrjaði fimm ára í Ísaks- skóla og var síðan í Snælandsskóla frá níu ára aldri. Hún var í MR og lauk stúdentsprófi þaðan 1997: „Ég útskrifaðist frá fornmáladeild MR, lærði því latínu og las Gamla testamentið á grísku. Þetta kann að hljóma nördalegt, en þegar ég var í MR flutti fjölskyldan á Bergstaða- stræti 7 í 101, ég varð plötusnúður á ýmsum skemmtistöðum og snéri jafnvel plötum í útlöndum. Ég var því ekki hefðbundið málanörd þó að ég væri í fornmáladeild.“ Hrönn hafði einnig verið að vinna tónlistarmyndbönd, byrjaði síðan á RÚV og 1998 var hún, ásamt Árna, bróður sínum, með fastan sjónvarps- þátt á RÚV: Kolkrabbann: „Á þess- um tíma hafði skapast tækifæri til að taka upp á stafrænar myndavélar og klippa myndefnið sjálfur í tölvu. Þetta var því fyrsti þátturinn sem dagskrárgerðarmenn unnu alveg sjálfir. Skjár einn varð svo til upp úr þessu og við fórum fljótlega að fram- leiða þætti fyrir þau.“ Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar – 40 ára Í sumarfríi Fjölskyldan við́ Lake Michigan . Fr.v.: Steven, Úrsúla Sigrún, Nina Þyri, Mía Margrét og Hrönn. Allt í sólarátt með rekstur Bíós Paradísar Bíómæðgur Mía Margrét og Hrönn á barnasýningu í Bíó Paradís. Reykjavík Stefán Ólafur Stefánsson fæddist 25. júlí 2016 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.600 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Stefán Ólafur Stef- ánsson og Guðbjörg Guttormsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Baðvörur frá Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Sturtusett 4.590,- Sturtuhaus 1.690,- Stutubarki 1.590, Eigum ávalt úrval af sturtuhengjum og öðrum baðfylgihlutum Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.