Morgunblaðið - 25.07.2017, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Hljómsveitina Madonna + Child um-
lykur mikil dulúð. Meðlimirnir eru
tvær stúlkur sem koma ekki fram
undir nafni og hylja andlit sín. Blaða-
maður náði í stúlkurnar í gegnum
síma, en þær segjast vera hvor sinn
helmingurinn af sömu manneskjunni
svo ekki skipti máli hvor þeirra tekur
til máls.
Hverjar eruð þið og hvaðan komið
þið?
„Í rauninni veit það enginn.
Madonna + Child birtust bara ein-
hvers staðar, upp úr þurru, og eng-
inn veit hvaðan, hvar eða hvers
vegna. “
Spurðar hvort þær séu í öðrum
tónlistarstörfum þar sem þær komi
fram undir nafni segja þær það vera
mögulegt en enginn viti það. Um val
sitt að vera nafnlausar segja þær: „Í
rauninni skiptir þetta eiginlega ekki
máli, hver er hver, hvor er hvað eða
hver hvað. Við erum bara sama
manneskjan því við erum það, við er-
um báðar Madonna og báðar Child.
Ekkert skiptir máli.“
Hvernig tónlist spilið þið?
„Við notum drungalegar melódíur
og tölvuteknóbít sem við blöndum
saman. Sum lögin eru sorgleg og sum
eru skrýtin. Það er misjafnt. Það fer
Syngja um dauða,
kisur og kanínur
Nafnlausar „Í rauninni skiptir þetta eiginlega ekki máli, hver er hver.“
bara eftir sálinni. Við syngjum um
dauðann og dráp og kisur og kanínur.
En þetta er samt eiginlega bara ein-
hvern veginn svona draumadauða-
heimurinn okkar. Við sköpuðum
svona heim í kring um Madonnu +
Child og sérstakt andrúmsloft. Fólk
sem skilur, það skilur.“
Þær segjast búnar að vera í pásu í
svolítinn tíma en í síðustu viku komu
þær fram í Mengi þar sem þær voru
með listsýningu, gjörninga, bóka-
útgáfu og tónleika. „Síðan erum við
með útgáfutónleika á Húrra 26. júlí
kl. 20 ásamt Panos from Komodo og
dj. flugvél og geimskip og DJ Harry
Knuckles.“
En þetta er ekki beint venjuleg út-
gáfa hjá Madonnu + Child því þær
eru að gefa út kassettu. Hvers vegna
kassettu?
„Okkur bauðst það í rauninni bara.
Við gefum út hjá útgáfufyrirtæki
sem heitir Lady Boy Records og þeir
gefa út alls konar blandaðar stefnur.
Það var það fyrsta sem bauðst og það
hljómaði bara nokkuð vel.“
Eruð þið ekkert hræddar um að
fólk eigi ekki kassettutæki?
„Þá kaupir það sér bara kassettu-
tæki. Þau eru til í Kolaportinu.“
thorgerdur@mbl.is
Madonna + Child er dulúðug hljóm-
sveit Kassettuútgáfutónleikar á Húrra
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Við erum alveg í startholunum fyr-
ir þessa skemmtilegu ferð,“ segir
Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri
Hamrahlíðarkórsins sem er á leið í
tónleikaferð til Skotlands. Af því til-
efni ætlar kórinn að halda tónleika í
Háteigskirkju annað kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20, þar sem hann mun
flytja sýnishorn af þeim efnisskrám
sem hann tekur með í ferðina.
Hamrahlíðarkórinn fékk boð um
að taka þátt í Alþjóðlegu listahátíð-
inni fyrir ungt fólk í Aberdeen í
Skotlandi sem stendur yfir frá 28.
júlí til 7. ágúst.
Þorgerður segir æfingaferlið hafa
verið stíft og þau hafi nær ekki feng-
ið neitt sumarfrí. „Við tókum líka að
okkur verkefni með Björk sem við
höfum nýlega lokið við.
Hópurinn samanstendur af 53
söngvurum sem eru annaðhvort út-
skrifaðir frá MH eða langt komnir í
Ekki fengið neitt sumarfrí
Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir
Þjóðleg Þorgerður segir ekki alla hafa ratað í myndatökuna í Elliðaárdalnum í síðastliðinni viku. Stúlkurnar verða
í þjóðbúningum sem margar hafa fengið hjá langömmum sínum en of dýrt var að leigja búninga á strákana.
náminu þar. Við verðum í 10 daga í
Skotlandi, dagskráin er mjög þétt
og við verðum a.m.k. með 11 tón-
leika.“
Þorgerður segir að á hátíðina
veljist fólk af ólíku þjóðerni sem
skarað hefur fram úr. Allir þátttak-
endur eru á aldrinum 16 til 26 ára.
„Eins og krakkarnir hjá mér myndu
segja þá eru engir gamlingjar þarna
nema einhverjir stjórnendur eins og
ég,“ segir hún og hlær.
Fulltrúar Íslands á hátíðinni
„Við munum koma fram á tón-
leikum í kirkjum, köstulum og öðr-
um tónleikahúsum bæði í Aberdeen
og í öðrum bæjum og borgum. Þá
verðum við með í blandaðri dagskrá
með öðrum þátttakendum hátíð-
arinnar, t.d. hljóðfæraleikurum og
dönsurum,“ segir Þorgerður.
Kórinn tekur með sér yfirlitsefn-
isskrá sem gefur hugmynd um sögu
kórsins og þá tónlist sem hann flyt-
ur. „Við erum fulltrúar Íslands á há-
tíðinni og leggjum áherslu á að
kynna íslenska tónlist. Meðal annars
verðum við með þjóðlagasyrpu sem
Hafliði Hallgrímsson tónskáld gerði
og tileinkaði mér fyrir allmörgum
árum, en hann bjó lengi í Skotlandi
og er þekktur þar.“ Þorgerður nefn-
ir einnig að þau flytji meðal annars
verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guð-
mundsson og Gunnar Andreas
Kristinsson. „Við förum víða og
flytjum fjölbreyttar efnisskrár og
einnig eldri tónlist, til dæmis eftir
Pál Ísólfsson.“
„Við hlökkum mikið til og það er
glaður hugur í okkur. Þetta er búið
að vera mjög ánægjulegur undir-
búningur. Ég dáist að krökkunum
þegar allir eru að fara í útilegurnar
en við erum hér að æfa jafnvel á
laugardags- og sunnudagskvöldum.
Það þarf að leggja á sig, það er lög-
málið mikla, úthald og góður vilji,“
segir hún að lokum.
Hamrahlíðarkórinn fer í tónleikaferðalag til Skotlands
Verður með tónleika í Háteigskirkju annað kvöld kl. 20
Lífið – stórkostlegt drullumall úr
smiðju leikhússins 10 fingur verður
sýnt í Shanghai í Kína alls 24 sinn-
um á þriggja vikna leikferðalagi
leikhópsins um þessar mundir.
Leiksýningin var frumsýnd hér-
lendis 2015 og hlaut Grímuna sem
Besta barnasýningin og Sproti árs-
ins. Charlotte Bøving og Helga
Arnalds leikstýra og Sveinn Ólafur
Gunnarsson og Sólveig Guðmunds-
dóttir leika, en öll eru þau höf-
undar verksins.
„Lífið er sýnt í A.S.K eða Art
Space for Kids, sem er öflug einka-
rekin barnamenningarstofnun í
Shanghai,“ segir í tilkynningu frá
hópnum og á það bent að mikið sé
lagt upp úr því að upplifun leik-
húsgesta verði sem eftirminnileg-
ust. „Þannig er börnunum t.d. boð-
ið að snerta moldina og leika sér í
drullumalli eftir sýninguna sem
virðist ekki vera eitthvað sem þau
fá að upplifa dags daglega. Það
hefur verið einstaklega skemmti-
legt að fylgjast með viðbrögðum
áhorfenda við sýningunni sem eru
einlæg og sterk og óhætt að segja
að sýningin hafi haft djúp áhrif á
áhorfendur. Í tengslum við sýn-
inguna var einnig boðið upp á nám-
skeið í skuggaleikhúsi sem Helga
Arnalds stýrði og voru mjög vel
heppnuð.“
Leikhópnum 10 fingur hefur ver-
ið boðið með sýninguna á leiklist-
arhátíð á Möltu í nóvember.
Gleði Áhorfendur fagna því að mega drullumalla að lokinni sýningu.
Lífið – stórkostlegt
drullumall í Kína