Morgunblaðið - 25.07.2017, Side 31

Morgunblaðið - 25.07.2017, Side 31
Morgunblaðið/Hanna AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Herbie Hancock er einn afhelstu fánaberum djassinsog orðinn goðsögn í lifanda lífi. Hann hefur verið að í rúmlega hálfa öld og óhræddur farið eigin leiðir á ferðalagi sínu um heima tónlistarinnar. Hancock er orðinn 77 ára gamall, en það var augljóst á tónleikum hans í Hörpu á fimmtu- dag að aldurinn er honum ekki til trafala. Hann er léttur í spori og fingurnir þjóta fumlaust upp og niður nótnaborðið á leiftrandi hraða. Hancock var undrabarn á pí- anó og lék Mozart með sinfóníu- hljómsveitinni í Chicago þegar hann var 11 ára. Djassinn heillaði hins vegar og hann var í þeim hópi framúrskarandi tónlistarmanna, sem Miles Davis kallaði til liðs við sig þegar sköpunargleði hans var hvað mest á sjöunda áratugnum. Plöturnar sem hann lék á með Dav- is telja hátt á annan tug. Samhliða gaf hann út fjölda platna undir eig- in nafni þar sem hann markaði sér bás með afgerandi hætti. Tímamót urðu þegar hann gaf út plötuna Head Hunters árið 1973 þar sem hann braust út fyrir raðir djass- áhugamanna og stimplaði sig inn í vitund mun stærri hóps. Á þessum tíma fannst Hancock hann vera orð- inn fullháfleygur og þungur í til- raunastarfsemi sinni og vildi kom- ast niður á jörðina. Á plötunni sækir hann í fönk- og sálartónlist og hrærir saman við þær tilraunir, sem hann hafði verið að gera í djassinum svo úr verður mergjaður kokteill. Head Hunters er meðal mest seldu djassplatna allra tíma og verða áhrif þeirrar plötu seint of- metin. Á ferli sínum hefur Hancocktekið margar sveigjur og óvænta snúninga. Hann hefur feng- ið ein Óskarsverðlaun og 14 Grammy-verðlaun. Einnig hefur hann leikið í kvikmyndum og á Í fjölskrúðugum tónheimi Hancocks meira að segja sprett í einni, Valeri- an, sem sýnd er um þessar mundir í kvikmyndahúsum landsins. Hancock var með frábæra spil- ara sér til fulltingis á tónleikunum í Hörpu. Vinnie Colaiuta er einn af þekktari farandtónlistarmönnum úr stétt trommuleikara. Það er til marks um færni hans að hann hlaut náð fyrir augum Franks Zappa, eins kröfuharðasta tónlistarmanns rokksögunnar, lék inn á nokkrar plötur og spilaði með honum á tón- leikaferðum. Colaiuta fór á kostum á tónleikunum, lék af innlifun og nákvæmni. James Genus átti gott kvöld á bassanum og náðu hann og Colaiuta vel saman. Genus spilar um þessar mundir með hljómsveitinni í grín- þættinum Saturday Night Live og hefur leikið með mörgum þekkt- ustu djössurum samtímans. Lionel Louke er slyngur gítar- leikari. Hann ólst upp í Benín og haft er fyrir satt að þegar hann sleit strengi í gítarnum hafi hann þurft að nota bremsuvír úr reiðhjóli í staðinn því að nýir strengir lágu ekki á lausu. Louke gerði margt vel og er mjög fær í að spila á gítar án þess að hann hljómi eins og gítar, en fékk kannski að leika sér full- mikið. Terrace Martin spilaði á saxó- fón og hljómborð. Martin er ým- islegt til lista lagt, rappar, syngur og semur og hefur verið upp- tökustjóri rappara á borð við Kend- rick Lamar og Snoop Dogg. Hann átti fína spretti og hefði mátt fá að blása aðeins meira í lúðurinn. Hljómsveitin fór úr einu í ann-að á tónleikunum og lék yf- irleitt sem einn maður og þegar hún einu sinni hikstaði baðst Hancock afsökunar á að hafa gleymt sér og komið of seint inn í tvígang. Hann bætti við að nú yrði hann sektaður. Höfuðpaurinn var í góðu skapi og fagnaði því að vera kominn til Ís- lands á ný. Hann rifjaði upp þegar hann kom hingað fyrst 1986 þegar hann lék einleik á Broadway. Bætti við að þá hefði verið mikið drukkið og slengdi svo fram þeirri mótsögn að drykki hann enn svona mikið stæði hann ekki á sviðinu heldur lægi nokkrum metrum neðar í jörðu. Á löngum ferli hefur Hancockekki alltaf hitt í mark, en þeg- ar honum hefur tekist vel til standa fáir honum á sporði. Á tónleikunum bar hann fram brot af því besta. Un- un var að heyra hljómsveitina spila Actual Proof og hún fór á kostum í hinu grípandi Cantaloupe Island. Hann rifjaði upp söngtilþrif sín af plötunni Sunlight þar sem hann tileinkaði sér sönggervlatæknina og söng í gegnum vocoder í laginu Come Running to Me. Þetta popp- aða tímabil hjá Hancock er ekki í uppáhaldi hjá skrifara, en sessu- nautur hans hafði á orði að nú væri ljóst hvert franski rafdúettinn Daft Punk hefði fengið sótt innblástur og áhrif. Eftir uppklappið drundi þéttur takturinn í laginu Chameleon af plötunni Head Hunters sem áður er nefnd. Það var opinberun að heyra þetta lag í fyrsta skipti á sínum tíma og það hefur í engu glatað áhrifa- mætti sínum þótt tæp 44 ár séu liðin frá útkomu þess. Hancock sýndi mikil tilþrif á tónleikunum, hringsnerist á milli hljómborða og hengdi meira að segja blending af píanói og gítar um háls sér, svokallaðan pítar, og stökk fram á svið. Í sólóum lék hann af slíkri innlifun að unun var á að hlýða og sýndi að hann hefur engu glatað þegar kemur að snerpu og tilfinningu. » Í sólóum lékhann af slíkri inn- lifun að unun var á að hlýða og sýndi að hann hefur engu glat- að þegar kemur að snerpu og tilfinningu.  Goðsögn í lifanda lífi  Fór á kostum á nótnaborðinu í ferðalagi í gegnum hálfrar aldar feril Áhrifavaldur Herbie Hancock hefur í áratugi verið í fremstu röð djasspíanista og sýndi hvers hann er megnugur á tónleikum sínum í Eld- borg í Hörpu. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt Rúmlega 40 kvenkyns þáttastjórn- endur hjá Breska ríkisútvarpinu hafa sent útvarpsstjóranum Tony Hall opið bréf þar sem þær hvetja hann til að grípa strax til aðgerða „til að leiðrétta“ launamun kynjanna hjá fyrirtækinu sem „vitað hafi verið af árum saman“, en upplýst var um launamuninn í síðustu viku. Þar kom fram að 60% þeirra þáttastjórnenda sem fá greitt meira en 150 þúsund pund í árslaun eru karlar. Frá þessu greinir á vef BBC. Justine Greening, menntamála- ráðherra Breta sem ber ábyrgð á jafnréttismálum, segir „erfitt að verja“ launamuninn á meðan Jeremy Corbin, leiðtogi Verka- mannaflokksins, segir misræmið í launagreiðslum „stjarnfræðilegt“. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Sue Barker, Fiona Bruce og Alex Jones. Þær benda á að nýleg úttekt hafi varpað ljósi á „það sem margar okkar hefur grunað árum saman … að konur hjá BBC fengju minna borgað en karlar fyrir sömu störf. […] Samanborið við margar konur og karla þá erum við lánsöm og í vel launuðum störfum. Engu að síður lifum við á tímum jafnréttis og BBC er stofnun sem státar sig af gildum sínum. Þú hefur sagt að þú hyggist leiðrétta launamun kynjanna fyrir 2020, en stjórnendur hafa vitað af launamuninum árum saman. Af þeim sökum köllum við eftir því að þú bregðist umsvifalaust við vandanum,“ segir m.a. í bréfinu til Tony Hall. Clare Balding segist hafa orðið mjög hugsi yfir launamun kynjanna hjá BBC þegar árið 2010 er hún gerði sér grein fyrir að hún fengi 40% lægri laun en aðrir þáttastjórn- endur í sambærilegum þáttum. Að sögn Tony Hall er þegar „hafin vinna“ við að minnka launamun kynjanna. Segist hann taka ábend- ingum bréfritara fagnandi og vonast eftir breiðu samstarfi. „Þegar önnur fyrirtæki birta upplýsingar um launamun kynjanna innan sinna vé- banda á næsta ári stefni ég að því að BBC verði meðal þeirra fyrirtækja sem standi sig best í samanburð- inum. Auk þess stefni ég að því að að þremur árum liðnum verði litið á BBC sem fyrirmynd þegar komi að kynjamálum og fjölbreytileika.“ Fiona Bruce Sue Barker Skora á útvarpsstjóra að leiðrétta stöðuna strax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.