Fréttablaðið - 05.01.2018, Síða 16
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Gunnar Valur Þorgeirsson
fyrrv. brunavörður,
lést 30. desember sl. á
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útförin fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.
Hrefna Guðrún Gunnarsdóttir Jónas Ástráðsson
Louisa Gunnarsdóttir Birgir Þór Jónsson
Erna Gunnarsdóttir Haukur Ólafsson
Auður Björk Gunnarsdóttir Þórhallur K. Jónsson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
Unu Þóru Steinþórsdóttur
kennara,
Barmahlíð 7 í Reykjavík.
Bessi Gíslason
Gísli Þór Bessason
Sólveig Bessadóttir
Sigrún Bessadóttir Iiro Nummela
Margrét Bessadóttir Kristinn Kristjánsson
Una Ásrún, Ásmundur Bessi, Katla, Ása Kristín,
Bjarmi, Kolbrá Una og Emil Mikael
Ástkær faðir okkar, unnusti,
bróðir og mágur,
Guðmundur Guðmundsson
bifreiðarstjóri,
Álfkonuhvarfi 41, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 28. desember á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
9. janúar klukkan 13.
Gunnar Bergmann Guðmundsson
Brynjar Bergmann Guðmundsson
Vilhjálmur Bergmann Guðmundsson
Friðrik Bergmann Guðmundsson
Sara Haraldsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Anna Jórunn Guðmundsdóttir Stefán Unnarsson
Vigdís Guðmundsdóttir Júlíus Ólafsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Hermann Sigurðsson
lést á Dvalarheimilinu Hvammi,
Húsavík, að kvöldi Þorláksmessu
23. desember síðastliðinn. Útför hans
fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 6. janúar klukkan 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþór Hákonarson Margrét Arngrímsdóttir
Olga Hermannsdóttir Friðrik Brynjarsson
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir Sigurður Jóhannsson
Sæþór Örn Þórðarson
Brynjar Magnús Friðriksson
Thelma Líf Friðriksdóttir
Alexía Líf Friðriksdóttir
Ástkær mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
Hafdís J. Bridde
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Andrés Þór Bridde Anna María Hannesdóttir
Hermann G. Bridde Elín Eiríksdóttir
Alexander Bridde Ingibjörg Sigurðardóttir
Þórdís Klara Bridde Bjarni Júlíusson
Guðni Bridde Hrefna Björk Arnardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Ottó Björnsson
frá Borðeyri,
Maríubakka 4, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn
10.12.17. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 09.01.18, kl.13.00.
Erling Birkir Ottósson Gunnhildur Höskuldsdóttir
Alda Sigrún Ottósdóttir Halldór Bergmann Þorvaldsson
Sigurður Þór Ottósson Anni Midjord
Heimir Ottósson Majbritt Hansen
Sigríður Gísladóttir
Helena Dagbjört Jónsdóttir
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Soffía Bjarnadóttir
áður til heimilis að Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 31. desember á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
12. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Kjartan Oddur Jóhannsson Björk Jónsdóttir
Jóhann Egill Jóhannsson Sigrún Erla Sigurðardóttir
Anna Sigríður Jóhannsdóttir Richard Ólafur Briem
Þórir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, afi og langafi,
Einar Marinó Magnússon
járnsmíðameistari,
Dalbraut 18, 105 Reykjavík,
áður til heimilis að Laugateigi 12,
105 Reykjavík,
lést að kvöldi 21. desember síðastliðins.
Útför hans fer fram mánudaginn
8. janúar 2018 frá Laugarneskirkju kl. 15.00.
Helga Aðalsteinsdóttir
Gísli Valur Gíslason Georg Georgiou
barnabörn, barnabarnabörn og makar.
Við erum ekkert hætt – við erum rétt að byrja,“ segir Anna Margrét Val-geirsdóttir textílkennari en hún
smalaði saman nokkrum konum til að
sauma með sér poka sem fást í kjörbúð-
inni á Blönduósi. Pokarnir eru úr gard-
ínum, sængurverum og lökum sem komin
eru til ára sinna en þeir þykja vandaðir og
góðir. „Við bjuggum til eitthvað úr efnum
sem átti að henda, sem er dásamlegt. Við
ákváðum strax að hafa þá vandaða og það
fer ekkert mikið fyrir þeim þegar þeir eru
brotnir saman.
Ef hlutir eru vel gerðir, þá er fólk viljugra
að nota þá. Auðvitað tekur lengri tíma að
sauma þá en það er þessi virði ef fólk er
að nota þá.“
Pokarnir hafa fengið góðar viðtökur í
búðinni þar sem þeir eru í þartilgerðum
körfum og eru í boði fyrir hvern sem er,
endurgjaldslaust. Þeir fást að láni og geng-
ið er út frá að fólk skili þeim í næstu ferð.
Eða þarnæstu – Anna Margrét er ekkert að
stressa sig um of.
Sjálf er Anna Margrét mikil áhuga-
manneskja um umhverfisvernd og hefur
verið í fjöldamörg ár. Hún nýtir til dæmis
sín Fréttablöð, eftir lestur að sjálf-
sögðu, og saumar þau saman og
notar í ruslafötuna.
„Það taka allir þessu
verkefni opnum örmum
að því er ég best veit.
Þetta er notað talsvert
og fólk virðist vera að
skila pokunum aftur
sem skiptir svo miklu
máli því þá er þessi
hringrás í gangi – því
ekki getum við saumað og
saumað.
Það sem ég upplifi er að ég
er að verða plastgrýlan og það er ég sátt
við. Örfáum vikum áður en við afhentum
pokana voru tvær konur að koma út úr
búðinni og höfðu gleymt sínum fjölnota-
pokum og þær báðu mig afsökunar á að
vera að nota plastpoka. Þetta snýst líka um
okkur sem erum að nota fjölnotapoka,
að við gleymum þeim stundum
líka heima. Það kemur fyrir
besta fólk,“ segir hún hress
og kát.
Nú í desember fóru
konurnar svo með alls
464 poka í Kjörbúðina á
Blönduósi, þar sem þeir
voru afhentir sveitar-
stjórninni, en hver og
einn poki var merktur
með nafni og yfirheitinu Vinir umhverf-
isins. „Við hittumst einu sinni í viku og
saumum. Samskipti eru svo auðveld í dag
og ekkert mál að skipuleggja hitting. Við
höfum verið að hittast á miðvikudögum
og saumum í tvo til þrjá tíma þeir sem eru
lengst. Aðrir koma þegar þeir geta. Við
erum með eina sem er ofvirk og ætli hún
sé ekki búin að sauma meirihlutann.“
Hún segir að hún fái reglulega spurning-
una: En hvað á maður þá að nota í rusla-
fötuna þar sem flestir plastpokar enda?
„Það sem ég geri er að búa til ruslapoka úr
dagblöðum. Það er til myndband þar sem
var sýnt hvernig dagblöðin eru brotin til
að passa í ruslafötuna. Ég geri það reyndar
ekki því ég sauma úr opnunni L og þá er
maður kominn með poka! Hann er alveg
jafn lengi að fyllast og það sem er líka eftir-
tektarvert er að dagblöðin taka í sig lykt.“
benediktboas@365.is
Ánægð og glöð að vera
kölluð plastpokagrýlan
„Við megum ekki vera í nöldrinu – við verðum bara að gera þetta. Ætlum við að láta
börnin okkar og barnabörnin taka til eftir okkur?“ spyr textílkennarinn Anna Margrét
Valgeirsdóttir sem stendur fyrir áhugaverðu átaki í Kjörbúðinni á Blönduósi.
Anna Margrét kennir tveimur ágætum mönnum hvernig nýju pokarnir virka.
Pokunum er fagmannlega
raðað í búðinni.
Merkisatburðir
1978 Nýlistasafnið er stofnað í Reykjavík.
1979 Breska hljómsveitin Queen gefur út lagið Don’t Stop
Me Now.
1983 Ein dýpsta lægð sem vitað er um gengur yfir landið, en
veldur ekki teljandi tjóni. Loftþrýstingur í miðju lægðarinnar
er 932 hektópasköl (millibör).
1985 Richard Stallman segir starfi sínu hjá MIT lausu og
hefur á fullu vinnu við GNU-verkefnið.
2005 Hópur vísindamanna í Palomar-stjörnuathugunar-
stöðinni uppgötvar dvergreikistjörnuna Eris.
2006 Intel Core-örgjörvinn kemur fyrst á markað.
2007 Orkufyrirtækið Geysir Green Energy er stofnað í
Reykjanesbæ.
5 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r16 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð
tímamót
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-C
0
9
4
1
E
A
9
-B
F
5
8
1
E
A
9
-B
E
1
C
1
E
A
9
-B
C
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K