Fréttablaðið - 05.01.2018, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@365.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@365.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga
Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Þórdís
Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@365.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429
| Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@365.is, s. 512 5095,
Elísabet er þriggja barna móðir. Hún starfar sem læknir á Landspítalanum og
í Domus Medica. „Það hafði verið
þétt vinnutörn hjá mér. Ég hafði
hugsað um það í nokkra mánuði
að ég þyrfti að koma mér í ein-
hverja hreyfingu. Vinkona mín
benti mér á 100 daga lífsstílsnám-
skeið hjá Hilton Reykjavík Spa. Ég
ákvað í byrjun árs 2017 að skella
mér á þetta námskeið. Ég var mjög
dugleg í ræktinni áður fyrr en
hafði slakað á eftir að börnin mín
fæddust. Það var því mjög erfitt að
koma sér af stað aftur,“ segir Elísa-
bet. „Kannski var forgangsröðin
röng hjá mér,“ bætir hún við.
Fann ekki rétta tímann
„Krakkarnir mínir eru duglegir
í íþróttum en sjálf fann ég ekki
rétta tímann. Eftir að ég tók
ákvörðun um að fara á lífsstíls-
námskeið hjá Agnesi Þóru Árna-
dóttur öðlaðist ég nýtt líf. Ég get
alveg viðurkennt að mér fannst
ég vera komin á botninn, ég var
orðin of feit og of þung á mér.
Það var vel tekið á móti mér frá
fyrsta degi hjá Hilton Reykjavík
Spa. Eftir fyrsta skiptið langaði
mig að mæta aftur. Ég fór kl. 6.30
á morgnana sem ég hélt að væri
ekki minn tími. En eftir að ég byrj-
aði í ræktinni fannst mér ég allt
í einu hafa meiri tíma fyrir sjálfa
mig og fjölskylduna. Það myndað-
ist strax mjög góð stemning í lífs-
stílshópnum sem ég kunni vel við.
Þarna var fólk á miðjum aldri með
svipuð vandamál. Eftir líkams-
ræktina var hægt að fara í heitan
pott þar sem hópurinn ræddi
saman. Ég fór því að hlakka til að
mæta í tímana,“ segir Elísabet sem
setti sér það markmið í upphafi
að léttast til að auka liðleika og fá
betri heilsu.
20 kíló fóru
Elísabet náði fljótt undraverðum
árangri. Hún missti 20 kíló á
fyrstu sex mánuðunum. „Ég er
bara hálfnuð í þessari vegferð en
stefnan er tekin á enn fleiri kíló.
Það merkilega var að ég fann ótrú-
lega mikinn mun á andlegri heilsu
minni þegar kílóin fóru að fjúka.
Maður verður þreyttur á sjálfum
sér þegar maður er of þungur og
óánægður með sig. Ég fann aldrei
nein almennileg föt á mig og mér
fannst orðið erfitt að fara í búðir.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Agnes Þóra, þjálfari Elísabetar, leggur áherslu á öfgalausa líkamsrækt.
Framhald af forsíðu ➛
Auk þess er erfitt fyrir lækni að
gefa sjúklingum ráð ef hann er
sjálfur ekki í góðu formi. Núna
hef ég tekið þá góðu ákvörðun að
snúa ekki til baka. Mér líður mun
betur á allan hátt og ætla mér að
halda áfram á þessari vegferð,“
segir Elísabet.
Hún segist hafa prófað alls kyns
megrunarkúra í gegnum árin.
„Yfirleitt fitnar fólk strax aftur eftir
slíka kúra. Agnes, leiðbeinandi
minn á námskeiðinu, hefur lagt
mikla áherslu á að hlusta á líkam-
ann og gera lífsstílsbreytingu til
frambúðar. Þetta er ekki skyndi-
kúr á öfgafullan hátt. Ég neitaði
mér ekki um neitt þótt ég væri að
léttast mikið sem mér finnst mjög
til bóta,“ segir Elísabet sem segist
alltaf hafa verið mathákur og fallið
fyrir freistingum. „Ég er þó hætt að
drekka sykurlausa gosdrykki og að
borða óreglulega eins og ég gerði.
Yfirleitt var ég að grípa eitthvað
á hlaupum meðfram vinnunni.
Núna borða ég þrisvar á dag. Það
hentar mér fullkomlega,“ segir
hún.
Hreyfing til bóta
Eftir fyrsta lífsstílsnámskeiðið
og góðan árangur ákvað Elísa-
bet að halda áfram í ræktinni og
sér ekki eftir því. „Sem læknir
veit ég að hreyfing er nauð-
synleg til að halda góðri heilsu.
Þótt ég viti þetta er nauðsynlegt
að fá stuðning til að koma sér
aftur af stað. Mér finnst ég líka
mun skapbetri en ég var,“ segir
Elísabet brosandi. „Ég hef lært
á líkamsræktartækin og þegar
ég hef þurft að fara til útlanda
vegna vinnunnar get ég brugðið
mér í tækjasal á hótelum. Sömu-
leiðis gat ég farið í ræktina þegar
ég var í skíðaferð á Akureyri um
áramótin.“
Elísabet segir að þessi breytti
lífsstíll hafi ekki verið erfiður.
„Nei, þetta er nefnilega búið að
vera óskaplega skemmtilegt. Ég
er ekki frelsuð en svona öfgalaus
líkams rækt hentar mér full-
komlega. „Það er margt í þessari
þjálfun sem mér finnst vera
læknisfræðilega rétt. Ég finn mun
á heilsu minni og mér líður betur
andlega. Auk þess finnst mér svo
gott að finna að það er lítið mál að
breyta lífsstílnum án þess að neita
sér um ákveðnar fæðutegundir.
Á þessu námskeiði sem ég fór á
gera allir það sem þeir geta. Lögð
er áhersla á að enginn meiði sig
eða ofþjálfi. Ég hefði til dæmis
aldrei trúað því að mér þætti gott
að fara í líkamsrækt snemma á
morgnana.“
Kyrrseta hættuleg
„Ég hef séð eldri konur í ræktinni
í feikna góðu formi. Það þykir
mér aðdáunarvert. Ég finn að lítil
heimilisstöð hentar mér betur
en stór en það er auðvitað ein-
staklingsbundið. Ég hlakka til að
takast á við þetta verkefni aftur á
nýju ári og halda áfram að reyna
að ná markmiði mínu að léttast
meira. Það er mikill léttir fyrir mig
að hafa ekki gefist upp eftir fyrsta
námskeiðið. Í rauninni er það
ákveðinn sigur að vera ekki lengur
bara kyrrsetukona. Við vitum að
hreyfingaleysi er sterkur áhættu-
þáttur fyrir hjarta- og æðasjúk-
dóma. Þótt fólk vilji léttast þá er
hreyfingin mikilvægasti þáttur-
inn. Hver og einn þarf að finna
fyrir sig hvað hentar varðandi
hreyfingu því hún er gríðarlega
mikilvæg,“ segir Elísabet.
Elísabet segist enn eiga langt í land með að ná markmiði sínu en vel hafi
gengið til þessa. Hún ætlar að halda áfram á nýju ári í ræktinni. MYND/ERNIR
ÚTSALA
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . JA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-D
4
5
4
1
E
A
9
-D
3
1
8
1
E
A
9
-D
1
D
C
1
E
A
9
-D
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K