Fréttablaðið - 05.01.2018, Side 24
Ég fæ oft fólk á
námskeið sem
hefur lengi langað til að
prufa en látið kvíðann
stoppa sig.
Anna Gunnlaugsdóttir
6 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ
Námskeið í málmsuðu er í höndum Guðmundar Ragnarssonar. mYND/ANToN BRINK
Anna Gunnlaugsdóttir kennir hvernig unnið er með akrýlliti og olíuliti.
Kristján ágústsson, meistari í bólstrun, segir að námskeiðin í bólstrun séu
sérlega vinsæl og stundum myndist biðlistar á þau. mYND/eRNIR
Gaman og hagnýtt
að læra málmsuðu
Málmsuða er ekki aðeins skemmtileg heldur getur hún einnig komið að
góðum notum. Guðmundur Ragn-
arsson kennir grunn- og framhalds-
námskeið í málmsuðu við Endur-
menntunarskóla Tækniskólans.
„Reiknað er með að fólk geti
komið á námskeið í málmsuðu án
þess að hafa nokkra reynslu á því
sviði. Námskeiðið er líka gagn-
legt fyrir þá sem þegar kunna að
sjóða og vilja bæta við sig þekk-
ingu. Á grunnnámskeiði kenni ég
pinna suðu, sem er þessi venjulega
rafsuða sem flestir kannast við, fer
yfir helstu atriði í logsuðu, silfur-
kveikingu og logskurði, sem og
mig/mag-suðu ,“ segir Guðmundur.
Allir fá að spreyta
sig á málmsuðu
Á grunnnámskeiðinu, sem er þrjú
kvöld, kynnir Guðmundur helstu
atriði málmsuðu og sýnir réttu
handtökin svo fólk átti sig á því
um hvað hún snýst. „Ég fer einnig
í gegnum fræðilega þáttinn sem
snýr að málmsuðu. Við byrjum á
að kynna rafsuðu, eða pinnasuðu
eins og hún er líka kölluð, og fólk
fær sjálft að spreyta sig á henni
strax um miðbik námskeiðsins. Svo
verður hægt að prófa logsuðu, sem
er í raun grunnur fyrir alla málm-
suðu. Þótt hún sé á undanhaldi
er bæði gaman og gagnlegt að ná
tökum á henni,“ upplýsir hann.
silfurkveiking
öflug suðuaðferð
Kosturinn við að kunna grunn-
atriði í málmsuðu er sá að fólk
getur bjargað sér sjálft með minni
viðgerðir á hlutum úr járni eða
málmi, eða jafnvel smíðað hluti á
borð við kerrur og fleira, að sögn
Guðmundar. „Ég kenni líka grunn-
inn í silfurkveikingu en með henni
er hægt að setja saman ólíka málma
sem ekki er hægt með öðrum
aðferðum. Mörgum kemur á óvart
hversu öflug suðuaðferð silfur-
kveiking er,“ segir hann.
Hentar líka fagmönnum
Málmsuðunámskeiðin hafa verið
mjög vel sótt og heillað fjölbreyttan
hóp af fólki, svo sem bændur,
lækna, tannlækna og tölvunar-
fræðinga. „Þeir sem eru að gera upp
gamla bíla og/eða dráttarvélar hafa
komið á námskeið til mín og einnig
listamenn sem vilja tvinna málm-
suðu saman við sína listsköpun. Svo
koma þeir sem vilja sjálfir smíða
sér kerrur eða gera við stærri hluti,“
segir Guðmundur og bætir við að
framhaldsnámskeiðið henti vel
þeim sem hafa lokið grunnnám-
skeiði hjá okkur og einnig iðn-
aðarmönnum eða vélstjórum sem
vilja bæta við sig þekkingu, t.d. í
basískum vír og tig-suðu. „Sú aðferð
er mest notuð í fínni smíði, t.d. úr
ryðfríu stáli og mikið notuð í alla
nýsmíði í dag. Málmsmíði þjálfar
huga og hönd og það er gaman að
spreyta sig á henni.“
Skráning og nánari upplýsingar:
www.tskoli.is/course/malmsuda-
grunnur/
Ný þekking er alltaf gagnleg
Endurmenntunarskóli Tækniskólans er með námskeið af margvíslegum toga, hvert öðru áhuga-
verðara. Má þar nefna námskeið í teikningu, eldsmíði, húsgagnaviðgerðum, silfursmíði, saumum,
forritun, gítarsmíði og skemmtibátanámskeið. Kennararnir segja nýja þekkingu alltaf gagnlega.
Bólstrun fyrir byrjendur
Þann 10. janúar hefst næsta námskeið í bólstrun við Endurmenntunarskóla
Tækniskólans en boðið er upp á
sjö námskeið á vorönn. Kristján
Ágústsson, meistari í húsgagna-
bólstrun, mun kenna réttu hand-
tökin en með bólstrun fá húsgögn
nýtt og lengra líf.
Undanfarin ár hafa grunn-
námskeið í bólstrun hjá Endur-
menntunarskóla Tækniskólans
notið gríðarmikilla vinsælda, enda
margir sem hafa áhuga á að gera
upp og fegra gömul húsgögn. Hver
og einn kemur með sinn eigin stól
til að vinna með, sem og efni. „Þetta
geta verið borðstofustólar, eld-
hússtólar, minni stólar eða jafnvel
mótorhjólasæti,“ segir Kristján sem
er öllum hnútum kunnugur þegar
kemur að bólstrun.
Grunnatriðin kennd
Kristján segir marga koma með
fallega stóla til dæmis frá sjötta
áratugnum, en með nýju áklæði
verða þeir sem nýir og líftími þeirra
lengist til muna. „Ég mun byrja á að
kenna fólki grunnatriði í bólstrun.
Í raun fer ég nokkuð djúpt í efnið
því fólk vill læra sem mest á þessum
námskeiðum,“ segir hann brosandi
en um er að ræða fimm kvöld, þrjá
tíma í senn.
Hentar líka lengra komnum
Kristján segir þetta námskeið
einnig henta þeim sem þegar hafa
komið á námskeið til sín því það
sé alltaf hægt að læra eitthvað nýtt
varðandi bólstrun. „Endurmenntun
Tækniskólans er eini skólinn sem
býður upp á námskeið í bólstrun,“
segir hann.
Markmiðið er að fólk nái að klára
að bólstra eigin stól áður en nám-
skeiðinu lýkur, að sögn Kristjáns.
„Ég fer yfir nýtingu efnis úr efnis-
stranga og hvernig best er að velja
efni á stólana. Þá kenni ég helstu
atriði í undirvinnu og frágang á
stólum fyrir og eftir klæðningu. Ég
sýni hvernig á að sníða til og hefta
áklæði á stóla og fleira sem snýr að
bólstrun. Ég mæli með að fólk komi
með meðalstóran, viðráðanlegan
stól svo hægt verði að ljúka við að
bólstra hann á meðan á námskeið-
inu stendur,“ segir Kristján.
Skráning og nánari upplýsingar:
www.tskoli.is/course/bolstrun-1/
Heillandi heimur akrýlmálunar
Á þessari önn verður boðið upp á nýtt áhugavert nám-skeið í akrýlmálun fyrir
byrjendur og lengra komna. Nám-
skeiðið er kennt í Endurmennt-
unarskóla Tækniskólans undir
leiðsögn Önnu Gunnlaugsdóttur
listmálara.
„Ég legg áherslu á fræðilegan
grunn við gerð myndverks, þ.e. lita-
fræði og myndbyggingu, beitingu
áhalda og efna og hvernig gott er
að bera sig að við undirbúning
málverks. Akrýllitir eru mitt efni
og ég hef mestmegnis notað þá í
mín verk allan minn feril, eða í um
40 ár,“ segir Anna en akrýlliti má
nota á fjölbreyttan hátt. „Akrýllitir
eru fljótir að þorna og því hægt að
leika sér með þá á annan hátt en
olíuliti. Það er skemmtilegt að nota
akrýlliti, gera tilraunir og prufa efni
til að blanda saman við litinn til
að fá mismunandi áferð, mála yfir
og breyta og laga það sem maður
vill án þess að bíða eftir að litirnir
þorni.“
Á námskeiðinu fer Anna í hinar
ýmsu aðferðir með akrýllitum.
„Málað verður þykkt og þunnt,
með efnisáferð, sem og með þunn-
um flæðandi lit. Ég kynni ýmis
íblöndunarefni og við útbúum
okkar eigið gesso og áferðarefni til
að blanda í litinn og/eða að setja
sem grunn. Verkefnaval verður
nokkuð frjálst, hlutbundið sem
abstrakt en ég aðstoða við valið og
legg líka fyrir ákveðin verkefni.“
olíumálun/litafræði
Á vorönn verður einnig nám-
skeið í olíumálun/litafræði fyrir
byrjendur og segir Anna það hafa
verið mjög vinsælt. Hún nefnir að
gaman sé að vera með sitthvort
námskeiðið þar sem kynnast megi
þessum tveimur efnum, olíulitum
og akrýllitum, sem hafa ólíka eigin-
leika. „Ég mun fjalla um undir-
stöðuatriði litafræðinnar, efni og
áhöld, myndbyggingu, aðferðir og
tækni. Auk þess verða grunnatriðin
æfð. Ég mun tvinna saman við
kennsluna fróðleik um myndlist og
listasögu.“
myndlist er fyrir alla
Að sögn Önnu er myndlist fyrir
alla. „Enginn ætti að telja sér trú
um að hann skorti listræna hæfi-
leika og eigi ekki erindi í svona
nokkuð. Ég fæ oft fólk á námskeið
sem hefur lengi langað til að prufa
en látið kvíðann stoppa sig. Lögð
er áhersla á að öllum líði vel og við
tökum eitt skref í einu, tæmum
hugann og bara verum, gerum og
látum áhyggjur hverfa,“ segir Anna
brosandi að lokum.
Skráning og nánari upplýsingar:
www.tskoli.is/course/akrylmalun/
www.tskoli.is/course/oliumalun/
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-F
6
E
4
1
E
A
9
-F
5
A
8
1
E
A
9
-F
4
6
C
1
E
A
9
-F
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K