Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 26
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is 8 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ Björn Gunnlaugsson, verkefna- stjóri spjaldtölvuinnleiðingar, segir að markmiðið sé að nýta spjald- tölvurnar til að nútímavæða nám og kennslu. mYND/VILheLm Björn Gunnlaugsson, verkefna-stjóri spjaldtölvuinnleiðingar grunnskólanna í Kópavogi og teymi hans leggja áherslu á að kenna börnum að nýta og umgang- ast tæknina. Spjaldtölvuinnleiðing í grunn- skóla í Kópavogi hefur staðið yfir síðan haustið 2015 og er nú að mestu lokið. „Það gengur vel,“ segir Björn. „Við erum búin að koma þessu risastóra verkefni á þann stað að spjaldtölvunotkun og eign er orðinn sjálfsagður og eðlilegur hluti af skólagöngu nemenda á mið- og unglingastigi í Kópavogi.“ Í Kópavogi búa um það bil tíu prósent landsmanna, þar eru níu misjafnlega stórir grunnskólar og nemendafjöldinn hleypur á þúsundum og vel yfir þrjú þúsund börn hafa fengið sínar eigin spjald- tölvur til einkanota í skólanum. „Fyrstu nemendurnir útskrifuðust úr tíunda bekk í vor, nemendur sem höfðu verið að nota tækin í sínu námi í tvö heil skólaár. Og nú eru allir nemendur í fimmta til tíunda bekk með spjaldtölvur sem þau nota í skólanum og taka með heim, eins og önnur kennslugögn.“ Björn segir að markmiðið sé að nýta spjaldtölvurnar til að nútíma- væða nám og kennslu.“ Þær breyta því sem gerist í skólanum á ýmsan hátt, gefa nemendum til dæmis val um hvernig þau vinna verkefni og bjóða upp á meiri tækifæri til skapandi vinnu. Spjaldtölvur eru tæki sem styðja mjög vel við þá skólaþróun sem hefur það að markmiði að nám verði einstakl- ingsmiðaðra.“ Margir velta þó fyrir sér hvort börn og unglingar noti tölvurnar ekki mest til leikja. „Það er vitað að börn leika sér,“ segir Björn. „Og þegar þau eru komin með spjald- tölvu í hendurnar hafa þau aðgang að gríðarlegu úrvali af leikjum sem margir hverjir eru mjög góðir, þjálfa hug og hönd, rökhugsun og ýmislegt fleira þó sumir þeirra séu vafasamir.“ Björn segir mikið hvíla á sam- starfi heimilis og skóla í þessu samhengi. „Við leggjum áherslu á það við foreldra að þeir setji reglur um hvernig börnin nota spjaldtölvurnar heima. Forritin sem nemendur hafa aðgang að eru aldursmerkt svo það er tiltölulega einfalt fyrir foreldra að hafa stjórn á því hvað börnin geta nálgast. Við sjáum að krökkunum finnst mjög gaman að nota tölvurnar sem leiktæki og stundum finnst þeim svo gaman að fullorðna fólkinu er alveg nóg boðið. En við þurfum að passa að hrapa ekki að þeim álykt- unum sjálfkrafa að allir tölvuleikir séu slæmir og skaðlegir.“ Hann segir mikla áherslu lagða á að kenna nemendum að nýta sér tæknina en einnig í að kynna skuggahliðar hennar. „Það hefur verið skortur á kennslu- efni á íslensku um þætti eins og netávana, neteinelti og sam- félagsmiðlanotkun þannig að við höfum verið að búa til okkar eigið kennsluefni því við lítum á það sem skyldu okkar að ekki bara taka tæknina í notkun í skólunum heldur kenna börnunum að nota hana á skynsamlegan og ábyrgan hátt.“ Björn telur mikilvægt að börn fái þjálfun í að nýta sér tæki eins og spjaldtölvur í námi. „Börn á Íslandi árið 2018 lifa og hrærast í veruleika sem er tæknivæddur og sítengdur og skólastarf á að taka mið af því að búa börn undir þátttöku í sam- félaginu. Ein frumforsenda þess að nám eigi sér stað er að áhugi vakni hjá nemendum. Og ef það sem gerist í skólanum er ekki í tengslum við þann veruleika sem börnin lifa í þá er miklu erfiðara að vekja hjá þeim áhuga.“ Framtíðar- þegnar í sítengdum veruleika Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar grunnskól- anna í Kópavogi, og teymi hans leggja áherslu á að kenna börnum að nýta og umgangast tæknina. 100% Black 60% Magenta 100% Yello NÁMSKEIÐ Í RITLIST Á VORÖNN 2018 Ráðgjöf um ritun og útgáfu Skapandi skrif – helgarnámskeið, Reykjavík 12.-14. janúar Að skrifa endurminningar – mánudagar, Reykjavík 5.-26. febrúar Greinaskrif – helgarnámskeið, Reykjavík 16.-18. febrúar Skapandi skrif – helgarnámskeið, Selfossi 23.-25. febrúar Greinaskrif – helgarnámskeið, Dalvík 9.-11. mars Að skrifa endurminningar – miðvikudagar, Reykjavík 4.-25. apríl Skapandi skrif – helgarnámskeið, Osló 6.-8. apríl Ritsmiðja: Skrifað með hug og hjarta – vikunámskeið, Madrid 10.-17.júní „Látlaus og örugg leiðsögn kallaði fram sköpunarkraft og hugmyndir sem við deildum okkar á milli. Ótrúlega, endalaust skemmtilegt!” Ósk Elísdóttir Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari www.stilvopnid.is 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 9 -E 3 2 4 1 E A 9 -E 1 E 8 1 E A 9 -E 0 A C 1 E A 9 -D F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.