Fréttablaðið - 05.01.2018, Síða 29
Frá því ég lærði dáleiðslu árið 2011 hef ég notað hana mikið,“ segir Jón. „Ég
til dæmis léttist heilmikið með
hjálp dáleiðslu og hef ekki farið
aftur upp í fyrri þyngd eins og svo
algengt er með fólk sem fer í venju
lega megrun.“
Eftir að hafa lært dáleiðslu hjá
Dáleiðsluskólanum fór Jón til Las
Vegas þar sem hann lærði sviðs
dáleiðslu og magabandsdáleiðslu
sem hann hefur síðan sérhæft sig í
á meðferðarstofu sinni, Dáleiðslu
miðstöðinni.
„Sviðsdáleiðsla er skemmti
atriði þar sem dáleiðsla er notuð
til að sýna skemmtileg viðbrögð
hjá fólki, þegar það er dáleitt,“
segir Jón. „Ég hef t.d. beðið mann
eskju í dáleiðslusýningu að gleyma
tölunni tveir, hún gerði það en
lenti í vandræðum með að skilja
hvers vegna hún taldi sex fingur á
hendinni. Dáleitt fólk getur sýnt
mjög skemmtileg viðbrögð og lifað
sig inn í aðstæður, sem er það sem
maður nýtir sér í dáleiðslusýning
um.“ Hann segir að sviðs dáleiðsla
eigi hins vegar ekkert skylt við með
ferðardáleiðslu þar sem dáleiðslu
ástand er notað til að hjálpa fólki
að ná markmiðum sínum. „Eftir
að sýningunni er lokið hættir við
komandi að „gleyma“ tölunni tveir
og getur talið eins og venjulega.
Í veruleika sýningarinnar skiptir
talan tveir ekki máli og fólk því til
búið að gleyma henni í stutta stund
en eftir að sýningunni lýkur þarf
það aftur á tölunni að halda og er
því ekki tilbúið að gleyma henni til
frambúðar. Í meðferðardáleiðslu er
fólk hins vegar að breyta vana eða
hegðun sem það vill losna við og
er því tilbúið að gera breytinguna
varanlega.“
Jón segist til dæmis hafa hjálpað
fólki að hætta að reykja með góðum
árangri. „Í þeim tilfellum er það oft
þannig að fólk hefur reynt nokkrum
sinnum en alltaf byrjað aftur. Þarna
hjálpar dáleiðslan til að koma við
komandi yfir þröskuldinn, halda
einbeitingunni og sannfæringunni
um að hann sé hættur. Ef til dæmis
einhverjar aðstæður, vani eða siður
kallar á sígarettu er hætta á að
hugsunarlaust sé búið að kveikja í.
Þá hjálpar dáleiðslan við að breyta
þessum viðbrögðum yfir í eitthvað
annað þannig að fyrsta hugsun verði
ekki sígaretta, munntóbak, veip,
tyggjó eða hvað það nú er sem fólk
vill losna við, heldur það sem fólk
hefur valið sér að gera í staðinn.“
Í meðferðardáleiðslu hefur Jón
mest verið að hjálpa fólki við að
létta sig. „Ég er með prógramm
sem ég kalla „sýndarmagabands
dáleiðsla“ en þar er samlíking
við magabandsaðgerð notuð til
að virkja hugann til að hjálpa
fólki að borða minna og hætta
að borða þegar það er búið að fá
nóg, þekkja seddutilfinninguna og
styrkja hana. Eins og með annað í
dáleiðslu prófaði ég þessa aðferð
á vinum mínum áður en ég fór að
selja hana og eftir að hafa séð þá
ná árangri tók ég til við að kynna
aðferðina fyrir öðrum. Konan mín
tók mig svo í sýndarmagabands
dáleiðslu og í framhaldinu léttist
ég um 30 kg á einu ári sem ég hef
haldið nokkuð vel.“
Dáleiðslumeðferð er öflug aðferð
til að ná fram óskuðum breyt
ingum. Dáleiðslu er hægt að nota
við allt sem er huglægt og hægt er
að ná ótrúlegum árangri. Dáleiðsla
er mjög góð til að vinna á kvíða
og áhyggjum, auka einbeitingu,
losna við fælni og fóbíur, t.d. flug
hræðslu, bæta svefn, lina verki o.fl.
Dáleiðsla er mikið notuð til að
hætta að reykja, léttast, við þung
lyndi og til að auka sjálfstraust.
Íþróttamenn, t.d. golfarar, sund og
frjálsíþróttafólk, nýta sér dáleiðslu
til að hámarka árangur sinn og
ná sínu besta fram í keppni. Með
dáleiðslumeðferð er hægt að losna
undan áhrifum áfalla og stórbæta
líf þeirra sem þannig þjást. Hægt
er að lina sársauka og verki, jafnvel
að því marki að skera má upp án
deyfilyfja. Hægt er að undirbúa
sjúklinga fyrir aðgerðir þannig að
þær gangi betur og bati á eftir verði
hraðari. Einnig til að eyða ótta og
kvíða við læknisaðgerðir. Hægt er
að undirbúa fæðingu þannig að
hún gangi vel og án verkjalyfja.
Hvers vegna
dáleiðslumeðferð?
Dáleiðsla er breytt vitundarástand
sem allir fara í að minnsta kosti
tvisvar á dag, þegar við vöknum og
sofnum. Á námskeiðinu eru allar
aðferðir sem kenndar eru æfðar
jafnóðum og byrja nemendur að
dáleiða hver annan strax á fyrsta
degi. Kenndar eru innleiðslur
í dáleiðslu, dýpkunaraðferðir,
næmipróf, sjálfsdáleiðsla, siðferði
í dáleiðslu, hvernig má ná sem
bestum árangri með dáleiðslumeð
ferðum, ávinningsleiðin, festur,
kveikjur og dástikur. Eitt magnað
asta einkenni dáleiðslu er hvernig
hugurinn bregst við dástikum,
beinum, óbeinum og eftirávirkum.
Um dáleiðslu
Viðhorf Íslendinga til
dáleiðslu hefur breyst mikið
frá því við héldum fyrstu nám
skeiðin árið 2011. Þá bar á
fordómum gagnvart dáleiðslu
og fólk var jafnvel hrætt við að
horfa í augun á nýútskrifuðum
dáleiðurum. En nú, þegar á
þriðja hundrað manns hafa
lært dáleiðslu á námskeiðum
skólans og mörg þúsund
farið í dáleiðslumeðferð, er
fólk óhrætt við að nýta sér
dáleiðslu.
Meðal þeirra sem lært hafa
dáleiðslu eru kennarar, hjúkr
unarfræðingar, tannlæknar,
iðjuþjálfar, sálfræðingar,
sjúkraliðar, læknar, nuddarar,
íþróttaþjálfarar, sjúkraþjálfar
o.fl.
Fólk með dáleiðsluþekkingu
starfar víða í þjóðfélaginu,
dáleiðslutæknar starfa meðal
annars á Reykjalundi, Grens
ásdeild Landspítalans, HNLFÍ
í Hveragerði, á Landspítalanum,
sem iðjuþjálfar og sjúkraliðar, í
skólum og sem íþróttaþjálfarar
auk þeirra sem reka eigin stofur.
Auk þess að nýta dáleiðslu í
starfi hafa margir lært hana til að
styrkja sig eða fjölskyldur sínar.
Því ekki má gleyma því að sjálfs
dáleiðsla er öflugt tæki til að bæta
eigin líðan.
Viðhorf til dáleiðslu
Jón Víðis, einn aðalkennari Dáleiðsluskólans, hefur bæði hjálpað fólki að hætta að reykja og að létta sig með dá-
leiðslu. MYND/VilhelM
Dáleiðsla er stór hluti af lífi mínu
Síðustu tvö ár
hefur Jón Víðis
verið aðalkennari
Dáleiðsluskóla
Íslands samhliða
rekstri eigin stofu,
Dáleiðslumið-
stöðvarinnar.
Kennslubók nám-
skeiðsins, The Art
of Hypnosis eftir Roy
Hunter, hefur verið þýdd á
íslensku og heitir Listin að
dáleiða. Bókin er 260 síður
og sneisafull af ómissandi
upplýsingum um dáleiðslu.
Bókin er auk þess seld á al-
mennum markaði enda er
dáleiðsla hin fullkomna
sjálfshjálp og sjálfs-
efling.
Verður þú á næstu útskriftarmynd
Dáleiðsluskóla Íslands?
Næstu námskeið hefjast 16. febrúar.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxKYNNiNGARBlAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 5 . JA n úA R 2 0 1 8 SKólAR oG NáMSKeiÐ
0
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
9
-C
F
6
4
1
E
A
9
-C
E
2
8
1
E
A
9
-C
C
E
C
1
E
A
9
-C
B
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K