Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 30
 12 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ Lilja Líf magnúsdóttir (t.v.) með einum af fjölmörgum góðum kennurum námskeiðsins. Ástríða fyrir matargerð og góðri heilsu hef fylgt Lilju Líf Magnúsdóttur lengi. Sem unglingur tók hún snemma út sykur, glúten og mjólkurvörur úr mataræði sínu og um fimmtán ára aldur fékk hún mikinn áhuga á hrá­ fæðismatargerð. „Mér leið svo vel af að borða svona næringarríkan mat og vildi því læra meira um þennan lífsstíl. Það leiddi til vinnu sem sjálfboðaliði á Gló hjá Sollu Eiríks þegar hún var fyrst að koma með hráfæðisrétti á matseðilinn fyrir um sjö árum. Á þeim tíma vissu ekki margir hvað hráfæði var og það var gaman að fá spurningar frá fólki.“ ástríðufullir kennarar Sumarið 2015 sótti hún drauma­ námið hjá Living Light Culinary Institute í Kaliforníu í Banda­ ríkjunum. Um var að ræða fjórar samfelldar vikur af hráfæðiselda­ mennsku og fræðslu um heilsu og matargerð. „Mig hafði dreymt um þetta nám síðan ég var sautján ára. Pabbi minn hvatti mig til að fara en þessi skóli hefur marga frábæra kennara auk þess sem ég var búin að heyra frábær meðmæli frá fyrr­ verandi nemendum sem komu frá ólíkum löndum.“ Í náminu lærði Lilja Líf m.a. að spíra og búa til hráa, bragðgóða vegan rétti. „Fræðslan um næringu var líka mjög góð. Við lærðum t.d. að búa til næringarríkt súrkál og margt fleira sem tengist hráfæðis­ matargerð og heilsusamlegri matar­ gerð. Við fengum líka að skapa sjálf og vorum t.d. látin standa fyrir framan hópinn í kokkajakkanum og kenna hinum nemendunum að búa til rétti. Það verkefni fékk mann til að hugsa út fyrir rammann.“ Lilja Líf segir aðstöðuna hafa verið mjög góða, snyrtilega og vel skipulagða. „Kennararnir voru skemmtilegir og ástríðufullir og höfðu fulla trú á nemendum sínum. Öllum leið vel og þetta var skemmtilegur hópur, eins og lítil fjölskylda. Við gistum flest öll á gistiheimil skólans sem er í göngu­ fjarlægð frá skólanum.“ Frábær reynsla Námið var því frábær reynsla og hún segist mjög þakklát fyrir að hafa fengið hvatningu til að sækja það. „Ég kynntist svo frábæru fólki sem ég er enn í samskiptum við og það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég er nú þegar búin að halda hrákökunámskeið sem hafa verið ótrúlega skemmtileg. Mér finnst gaman að gefa af mér og kenna öðrum að búa til góðan mat. Ég hef getað hjálpað fólki með heilsuna og það er mjög gefandi. Þú finnur mig alltaf í eldhúsinu heima að brasa eitthvað með blandarann á fullu og raðandi einhverju í þurrk­ ofninn.“ ástríðan vaknaði snemma Síðasta sumar sótti Lilja Líf Magnúsdóttir draumanámskeiðið hjá Living Light Culinary Institute í Bandaríkjunum. Námskeið- ið stóð yfir í fjórar vikur og þar lærði hún m.a. um hráfæðis- eldamennsku og fékk fræðslu um heilsu og matargerð. Kókosjógúrt búin til frá grunni með ilmandi og fallegum berjum. Avókadó-súkkulaðikaka með banana. Hindberjakaka með hvítu súkkulaði lítur ljómandi vel út á diskinum. Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Ferðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og spennandi nám fyrir fólk á öllum aldri sem er með brennandi áhuga á Íslandi sem ferðamannalandi. • KENNSLA HEFST 8. JANÚAR 2018. Sjá mk.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4020 Ferðamálaskólinn Ævintýralegur starfsvettvangur Starfstengt ferðafræðinám Kvöldskóli FB Vorönn 2018 Húsasmiðabraut, Sjúkraliðabraut, Rafvirkjabraut, Fab-Lab áfangar Ýmsir áfangar til stúdentsprófs. Skráning í fullum gangi á www.fb.is Kennsla hefst 9. janúar 2018. Allar nánari upplýsingar á www.fb.is og kvold@fb.is Þú getur einnig lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs- appinu. ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 9 -D 4 5 4 1 E A 9 -D 3 1 8 1 E A 9 -D 1 D C 1 E A 9 -D 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.