Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 34
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is 16 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ svavar Knútur er menntaður frá söngskólanum í Reykjavík og lætur vel af náminu og skólastarfinu. mYND/sTeFáN Söngvaskáldið Svavar Knútur er meðal þeirra fjölmörgu sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. „Ég lærði ótrúlega margt í þessum skóla, jafnt söng, tón- og hljómfræði auk fleiri þátta. Námið var mér dýrmætt. Ég var alltaf með undir- leikara og lærði heilmikið af þeim í sambandi við gítarleik, til dæmis hvernig undirleikur virkar í sam- hengi við röddina. Ég fylgdist alltaf vel með undirleikurum og naut sambandsins við þá. Þeir fluttu mikið af klassískri og sígildri tón- list, músík sem hefur verið lengi í þróun,“ segir Svavar Knútur. Kennari hans var Már Magnús- son en undirleikarar voru Ólafur Vignir Albertsson, Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson. „Með því að vinna með þeim gat ég þróað eigin tón- listartækni til að koma fram einn. Sem söngvaskáld er ég mikið einn á sviði,“ bætir hann við. Svavar Knútur var kominn undir þrítugt þegar hann hóf námið sem er óvenju seint. „Ef maður vill bæta sig í lífinu, verða betri í einhverju og læra nýjar leiðir til að gera hlutina er eðlilegt að fara í viðeigandi nám. Við það verður maður miklu betri tón- söngnámið var mér dýrmætt Söngskólinn í Reykjavík heldur upp á 45 ára afmæli sitt á þessu ári en hann var stofnaður árið 1973 af Garðari Cortes óperusöngvara. Skólinn hefur útskrifað marga af þekktustu söngv- urum þjóðarinnar. Umboðsmaður barna á englandi segir að skólar eigi að kenna börnum á sam- félagsmiðla. NoPRDIC PHoTos/ GeTTY Anne Longfield, umboðsmað-ur barna á Englandi, hefur óskað eftir skyldunámi í grunnskólum til að hjálpa börnum að höndla þrýstinginn sem fylgir samfélagsmiðlum. Longfield vill að skólar, foreldrar og samfélagsmiðlafyrirtæki hjálpi börnum að búa sig undir andleg áhrif samfélagsmiðla og það þurfi að bæta við kennslu í hvernig skuli eiga við samfélagsmiðla. Slíkt nám eigi að vera skylda fyrir 10 og 11 ára börn. Þannig eigi skólar að hafa stærra hlutverk í að undirbúa börn fyrir notkun samfélagsmiðla. Annars sé hætta á að miðlarnir hafi neikvæð áhrif á félags- og tilfinn- ingaþroska barnanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem umboðsmaðurinn gaf út á fimmtu- dag og ber titilinn „Life in likes“. Skýrslan byggir á rannsóknum á hópum barna á aldrinum átta til tólf ára. Þar kom meðal annars fram að vinsælustu samfélagsmiðlarnir séu Snapchat, Instagram, Musical. ly og WhatsApp, þrátt fyrir að þessir miðlar séu bannaðir innan 13 ára. Í skýrslunni segir einnig að það megi áætla að um 75% barna á aldrinum 10-12 ára noti samfélags- miðla og samfélagsmiðlafyrirtæki eru gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir að börn undir aldurstakmarkinu noti þá. Samfélagsmiðlafyrirtæki segja sjálf að reglurnar séu skýrar og enginn undir 13 ára aldri ætti að nota miðlana, en það er auðvelt að falsa fæðingardaginn þegar fólk skráir sig. Í skýrslunni segir að börn á aldr- inum átta til tíu ára noti samfélags- miðla til að leika sér og skapa, en það byrji að breytast hratt þegar þau verða 11 ára. Þá fari samfélags- miðlanotkunin meira að snúast um félagslegt samþykki og saman- burð og börnin byrji að eltast við „like“ og jákvæðar athugasemdir við innlegg sín. Börn byrji líka að nota samfélagsmiðla til að dæma hvert annað, meðal annars fyrir útlitið, sem geti haft mjög nei- kvæðar afleiðingar. Á sama tíma byrji þau líka oft að fylgjast með frægu og öðru ókunnugu fólki og bera sig saman við það og herma eftir því, sem hafi neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Rannsakendur segja börn verða sífellt kvíðnari yfir því að viðhalda réttri ímynd á samfélagsmiðlum. Mörg 11 ára börn sögðust eiga erfitt með þrýstinginn sem fylgir því að vera alltaf tengd, en þeim finnst vinirnir ætlast til þess, jafn- vel þótt það sé á kostnað annarra hluta og sumum þeirra finnst tilkynningar trufla sig og valda álagi. En ef þau hætta að fylgjast með finnst þeim þau vera að missa af eða gefa þeim sem þau fylgja þá hugmynd að þeim sé sama. Þetta vekur tilfinningar sem börn eiga erfitt með að eiga við. Longfield segir: „Þó samfélags- miðlar hafi augljósa kosti fyrir börn, geta þeir haft hættuleg áhrif á tilfinningalíf þeirra, sérstaklega þegar þau eldast. Ég hef áhyggjur af því að mörg börn á aldrinum 11-12 ára séu illa í stakk búin til að eiga við kröfur samfélagsmiðla, sem skella á þeim skyndilega.“ Grunnskólabörn þurfa að fá kennslu á samfélagsmiðla Ný skýrsla frá Umboðsmanni barna á Englandi segir að börn noti samfélagsmiðla þrátt fyrir ald- urstakmörk og að þeir hafi slæm áhrif á sálarlíf barnanna. Því þurfi að kenna þeim að nota sam- félagsmiðla skynsamlega og skilja og undirbúa sig fyrir sálræn áhrif þeirra í skólanum. listarmaður. Ég lærði krefjandi söngtækni hjá Má og klassíska menntunin mín hefur gert mikið fyrir mig,“ segir Svavar sem hafði stundað nám í tónlistarskóla á yngri árum. „Þegar ég byrjaði í Söngskól- anum var ég farinn að starfa mikið sem söngvari. Mig langaði til að hafa sterkari faglegan bakgrunn. Ég stóð eiginlega á krossgötum í líf- inu. Átti ég kannski að fara til Vínar og læra óperusöng? Ég endaði á að fara söngvaskáldsleiðina og gaf út hljómplötu eftir námið þar sem ég notaði mikið þá tækni sem ég lærði í Söngskólanum. Það er mikill kærleikur í þessum skóla og kennararnir hlýir og skemmtilegir. Skólinn gaf mér góðan grunn og fótfestu í söng og framkomu. Til dæmis hvernig ætti að kynna lögin fyrir áhorfendum. Einnig fékk ég góða tilsögn í öndun og stjórn á röddinni,“ segir Svavar Knútur. Söngskólinn í Reykjavík er á Snorra- braut 54, sími: 552 7366. Nánar er hægt að skoða námskeið og námsleiðir á heimasíðunni www. songskolinn.is. 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 9 -F B D 4 1 E A 9 -F A 9 8 1 E A 9 -F 9 5 C 1 E A 9 -F 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.