Fréttablaðið - 05.01.2018, Síða 35

Fréttablaðið - 05.01.2018, Síða 35
KYNNINGARBLAÐ 17 F Ö S T U DAG U R 5 . ja n úa r 2 0 1 8 SKóLAR oG NámSKeIÐ elínrós gekk vel í náminu hjá mími og leið vel á námstímanum þótt námið hafi verið krefjandi. mYND/eRNIR Sjálfstraustið jókst til muna. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér,“ segir Elínrós Hjartar- dóttir, sem lauk Menntastoðum hjá Mími. Námið er fyrir þá sem stefna í háskóla eða að öðru formlegu námi og býðst einstaklingum 23 ára og eldri. Elínrós frétti af Menntastoðum þegar hún sá auglýsingu frá Mími um að þar væri hægt að nálgast náms- og starfsráðgjafa sér að kostnaðarlausu til að skoða möguleika á framhalds- námi. „Eftir samtal við ráðgjafa ákvað ég að slá til og fara í raunfærnimat því ég vildi sjá hvernig ég stæði gagn- vart því að fá metnar einingar upp í námið sem mig langaði í út frá þeirri starfsreynslu sem ég hafði.“ Elínrós segir raunfærnimatið ekki hafa reynst erfitt ferli. „Mér þótti það miklu frekar áhugavert og það kom mér á óvart hvaða þekkingu ég hafði þrátt fyrir að hafa ekkert sérstaklega hugsað um það né nýtt mér þá þekkingu í starfi.“ Þegar Elínrós skráði sig til náms í Mími hafði hún lokið grunnskóla- prófi og tekið nokkrar framhalds- skólaeiningar í fjarnámi og stað- námi. „En ég var búin að eyða allt of miklum tíma í að dunda mér við það,“ segir hún og brosir. „Mér gekk mjög vel í náminu hjá Mími. Auð- vitað voru þar einhver fög sem ég var slök í en á móti var ég mjög góð í öðrum. Stærðfræðin fannst mér alveg hrikaleg í fyrstu, en kennslan var sem betur fer mjög góð og átti eftir að skila sér margfalt í frekara námi.“ margt gott í mími „Samnemendur mínir og sam- heldnin, utanumhald frá kennurum og námsráðgjafarnir voru til fyrir- myndar. Mér leið mjög vel á náms- tímanum þó svo að námið hafi verið krefjandi,“ segir Elínrós. Eftir útskrift úr Menntastoðum hjá Mími skráði Elínrós sig strax í fjarnám í Háskólabrú Keilis. „Það tók mig ekki langan tíma að ákveða að halda áfram námi og undirbúningurinn hjá Mími auð- veldaði mér ákvörðunina,“ segir hún. En hvernig upplifun var það fyrir Elínrós að vera í námi í Mími í samanburði við grunnskóla eða framhaldsskóla? „Mér þótti gott að yfirbyggingin er ekki stór hjá Mími og hæfilegur fjöldi nemenda var í bekknum. Þannig varð nándin meiri og kennslan markvissari. Mér finnst það vera stærsti plúsinn við Mími.“ Menntastoðir eru vinsæl námsleið hjá Mími. Hún hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og eru nemendur mjög vel undirbúnir fyrir áframhald- andi nám. Námið samanstendur af eftirtöldum námsgreinum: íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náms- tækni, tölvu- og upplýsingatækni og lýkur með lokaverkefni. Hægt er að velja um fjórar mis- munandi leiðir í Menntastoðum; fullt staðnám þar sem kennt er alla virka daga frá 8.30 til 15 og nem- endur ljúka námi á einni önn, hálft staðnám þar sem kennt er alla virka daga frá 8.30 til 12.10 og nemendur ljúka námi á tveimur önnum, dreif- nám þar sem kennt er tvö kvöld í viku og annan hvern laugardag, og fjarnám þar sem nemendur ljúka námi á tveimur önnum. Menntastoðir eru kenndar sam- kvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og hefur Mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði. Mímir er á Höfðabakka 9. Sími 580 1800. nánari upplýsingar á mimir.is. Stolt og full sjálfstrausts Menntastoðir hjá Mími er vinsæl námsbraut sem veitt hefur fjölda fólks ný tækifæri í námi. Elín- rós Hjartardóttir lét draum um háskólanám verða að veruleika eftir útskrift úr Menntastoðum. STYTTU NÁMIÐ MEÐ RAUNFÆRNI Skimunarviðtal við náms- og starfsráðgjafa. Sérfræðingur hjá Mími fer yfir niðurstöður færni- matsins með einstaklingi og veitir ráðgjöf um þá möguleika sem það gefur. Náms- og starfsráðgjafi veitir einstaklingum aðstoð við að skrá þekkingu, reynslu og færni sem viðkomandi býr yfir. Matsviðtöl fara fram þar sem farið er yfir viðkomandi færni til móts við námsbraut og/eða starf. Sjálfsmat með aðstoð náms- og starfsráðgjafa. Á döfinni er raunfærnimat í • Verslun og þjónustu • Almennum bóklegurm greinum (íslenska, enska, danska, stærfræði) • Almennri starfshæfni Bókaðu tíma hjá ráðgjafa (radgjof@mimir.is) til að skoða stöðu þína og næstu skref. MENNTASTOÐIR Hafðu samband núna ! sími: 580 1800 Nám fyrir fullorðna Taktu fyrsta skrefið í að ljúka framhaldsskóla. Menntastoðir eru vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og eru nemendur mjög vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám. Staðnám, fjarnám og dreifnám í boði. Hafðu samband núna ! sími: 580 1800 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 9 -F B D 4 1 E A 9 -F A 9 8 1 E A 9 -F 9 5 C 1 E A 9 -F 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.