Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.01.2018, Qupperneq 36
 18 KYNNINGARBLAÐ 5 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RsKóLAR oG NámsKeIÐ Aðstaða Gott er að koma sér upp ákveðinni aðstöðu til þess að læra heima þar sem hægt er að ganga að verkefn­ unum. Skrifborð, stóll, lampi og korktafla, hillur eða geymslurekkar og hólf. Þar sem plássið er minna verður eldhúsborðið gjarnan að vinnu­ stöð. Það hefur þann ókost að taka þarf saman bækur og verkefni á matartímum. Ef eldhúsborðið verður lærdómsstöðin gæti verið sniðugt að eiga einn til tvo stóra plastkassa og raða bókum og papp­ írum ofan í þá þegar rýma þarf borðið. Kössunum má svo stafla út í horn og auðvelt að drífa allt upp úr þeim aftur þegar matmálstíma er lokið. Laus skúffa eða hilla í eld­ húsinu gerir sama gagn. sýnilegt skipulag Korktafla fyrir ofan skrifborðið eða segultafla er gott verkfæri til þess að fá yfirsýn yfir það sem gera þarf. Einnig mætti koma sér upp flokk­ unarkerfi, til dæmis með litum eða með því að skipta töflunni niður í dálka. Þá er grundvallar­ atriði að hengja stórt dagatal upp á vegg fyrir ofan borðið og setja strax inn skiladaga á ritgerðum og verkefnum, viðtalstíma kennara og leiðbeinenda, próf og fleira sem ekki má gleyma. Dagskrá Tímann mætti skipuleggja með því að áætla ákveðinn tíma fyrir heimanámið á hverjum degi, til dæmis alltaf milli klukkan 18 og 21. Einnig er gott að áætla tíma á hvert verkefni sem á að taka fyrir þá vikuna. svefn Þegar mikið er að gera eru algeng mistök að ganga á svefntímann og læra fram á nótt og rífa sig upp á ókristilegum tíma til þess að lesa. Góð hvíld og nægur svefn er hins vegar undirstaða þess að við séum fær um að standa undir álagi. Sjö tímar af samfelldum svefni skila líkaman­ um og ekki síst heilanum tilbúnum í átök. Hér er gott skipulag einnig lykillinn, temja sér nokkrar fastar venjur fyrir svefninn og fara upp í rúm á sama tíma á hverju kvöldi. matarvenjur Hollar matarvenjur skila okkur einnig betra ástandi til að standast álag. Grænmeti, ávextir og vatn ætti að vera fastur hluti daglegra matmálstíma og mætti einnig hafa innan seilingar á skrifborðinu. Yfirsýn og góður svefn Heimanám, fjarnám og nám með- fram vinnu getur verið áskorun að skipuleggja. Tími er dýrmætur og get- ur verið af skornum skammti þegar sinna þarf mörgum verkefnum í einu og reyna að eiga sér einnig smá líf þess utan. Skipulag er vísa sem aldrei verður of oft kveðin. NÁMSKEIÐ VOR 2018 MYNDLIST FYRIR 4-100 ÁRA HRINGBRAUT 121, 101 REYKJAVÍK - WWW.MIR.IS - S.551-1990 Fjölbreytt úrval af skólavörum í fallegri verslun okkar í Mosfellsbæ og í vefverslun Múlalundar – www.mulalundur.is. Þú pantar – við sendum til þín Múlalundur | Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 www.mulalundur.is Þú kaupir skólavörurnar hjá Múlalundi og skapar um leið störf fyrir fólk með skerta starfsorku 0 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 9 -F 6 E 4 1 E A 9 -F 5 A 8 1 E A 9 -F 4 6 C 1 E A 9 -F 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.