Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2003, Page 12

Víkurfréttir - 25.09.2003, Page 12
Ég fór í berjamó um daginn með nokkra krakka. Ég lét hvert þeirra fá ílát til að tína í. Við gengum um í móum og upp í fal- lega hlíð og byrjuðum að tína ber í yndislegu veðri. Fljótlega byrj- uðu þau að spyrja. Af hverju erum við að tína ber? Það er hægt að kaupa þau. Ég svaraði að það væri svo heilnæmt að vera svona úti í náttúrunni og svo væri berjaskyr svo gott. Já, en það er til í búðum, sagði einn. Ég nenni þessu ekki, sagði annar og öll byrjuðu þau að nöldra. Svona, svona. sagði ég og gerði tilraun til að hleypa í þau kappi með því að segja: „Við skulum sjá hver verður fyrstur að tína botnfylli.” „Ha, hvað er það.. til hvers?“ spurðu þau. Eftir að hafa hughreyst og hvatt þau áfram og talað þau til hróp- aði ég hátt og mörgum sinnum „Könguló, könguló vísaðu mér á berjamó”. Mér var þá litið upp og sá að þau horfðu hvert á annað og settu upp hneykslissvip og ranghvolfdu í sér augunum. Þeim fannst frænka sín klikkuð, „al- veg steikt” eins og einn sagði. Ég hugsaði til þeirra gömlu góðu daga þegar við krakkarnir í holt- unum fórum upp í heiði kannski bara upp að vatnstanki til að tína ber. Stundum vorum við með nesti - mjólk á flösku og matar- kex. Heim komum við svo berjablá út að eyrum og færandi hendi. Afraksturinn afhentum við mömmu með ánægju svo hægt væri að hafa berin út á skyr eða gera saft og sultu. Leiðinlegast fannst okkur að hreinsa berin ef ég man rétt og þarna sem ég er að rifja þetta upp með nöldrandi krakka með mér í berjamó nær nostalgían tökum á mér. Er mér þá litið upp hlíðina eins og Gunnar gerði forðum og sé þar breiður af lúpínu en ég man nú ekki eftir neinni lúpínu í heiðinni forðum! Allt í einu heyrast öskur, ílátin liggja á víð og dreif og krakkarn- ir hlaupa niður að bíl í örvænt- ingu. Þau heyrðu suð í flugum og sátu nú inni í bíl viðbúin öllu og hrópuðu og kölluðu til mín að ég væri í stórhættu og að hunangsfl- ugurnar gætu stungið mig. Ég man ekki eftir að við höfum verið hrædd við neitt í „heiðinni” forðum, ekki einu sinni köngu- lær. Sögur um svörtu ekkjuna bárust okkur löngu seinna. Í heiðinni forðum ríkti eftirvænt- ing og það var eins og við værum drifin áfram af einhvers konar söfnunaráráttu. Einhver tilfinn- ing sem ég get ekki almennilega skýrt. Aðalmálið var að skaffa björg í bú og tína sem mest. Haustverkin Á heimleiðinni sagði ég krökk- unum frá því, að þegar ég var lít- il hafi ég safnað öllu mögulegu t.d. frímerkjum, leikaramyndum, servéttum, vindlahringjum úr bréfi, skeljum, bíóprógrömum, bíómiðum og ýmsum aðgöngu- miðum (finn þó hvergi miðann frá Led Zeppelin hljóm- leikunum sem ég fór á í Laugar- dalshöllinni forðum) En krakk- arnir skyldu ekki þessa söfnunar- áráttu. Af hverju varstu að safna öllu þessu drasli (þau henda meir að segja launaseðlunum sínum nú til dags) Mikið hafa tímarnir breyst hugsaði ég og beygði upp á þjóðveg nr. 1. Nú spyr ég: Fær enginn þessa til- finningu lengur að þurfa að ganga frá ýmsu á haustin? ÉG rifjaði upp þegar amma fékk frystikistu í fyrsta sinn inn á heimilið (sú fyrsta í fjölskyldunni til að eignast þvílíkan kostagrip). Hún tók slátur, keypti skrokk af bónda upp í sveit og það tók svo nokkra daga að verka kjötið af skepnunni. Svo var saltkjöts- tunna úti á svölum. Afi veiddi líka lax. Amma gerði rabbabara- sultu, berjasaft og svo var það allt prógrammið við kartöflutínsluna á haustin og hvort sprettan var betri eða verri en í fyrra. Öllu var raðað haganlega í frystikistuna sem þar átti heima og hinu raðað inn í búr (það er ekki rimlabúr krakkar, heldur köld geymsla). Lyktin af slátri minnti mig á skólabyrjun eins og jólasmákök- urnar minntu á jólin og hrogn og lifur á þorrann og gónuna. Hvernig er þetta í dag? „Gamla draslið”. Þegar ég kom heim úr berjamó fékk ég sérstaka löngun til að gramsa í gömlu dóti í bílskúrnum (enn undir áhrifum nostalgíu) og viti menn eiginmaðurinn kom að vörmu spori og hélt ég ætlaði nú loksins að fara að henda ein- hverju af „þessu drasli “ eins og hann kallar gamla dótið mitt sem mér þykir svo vænt um, sem minnir mig á æsku mína og lykt- ina hjá ömmu og minnir mig á löngu liðna daga. Sumt ætti meir að segja heima á safni. Ég ætti kannski að láta bítlamyndirnar og Elvis leikaramyndirnar mínar á poppminjasafnið sem nú er unn- ið að í Reykjanesbæ!. Ég gaf eiginmanninum pirrandi augnaráð. Ég sem hafði gefið heilmikið eftir í síðustu haust- hreingerningu. Meir að segja leyfði ég honum að henda fína svefnsófanum sem ég fékk í fermingargjöf. Þessi sem ég ætl- aði alltaf að nota ef ég eignaðist sumarbústað (margt annað í bíl- skúrnum átti einmitt að fara þangað). Eftir ræðuhöld um hvað það væri dýrt að kosta húsnæði fyrir einskis nýta hluti lokaði ég hið snarasta gamla koffortinu mínu og fór inn að horfa á Ophru. Hvað er að fólki í dag? hugsaði ég. Það er alla vega öruggt að vilji maður stofna til hjónarifrildis er best að stinga upp á að taka til í bílskúrnum. Það virðist vera lög- mál að annar aðilinn vill henda öllu og hinn stendur í mesta basli við að hirða hluti sem að því er virðist eru einskis virði, alla vega fyrir aðra. Ef ég þarf að rífast er nóg að horfa á gömlu strauvélina hennar ömmu sem endalaust get- ur komið af stað rökræðum um hverju á að henda eða ekki. 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fyrir síðustu helgi var Guðnýjar- stígur við Greniteig vígður form- lega, en það var sex ára hnáta, Guðný Hanna sem fór á fund bæj- arstjóra í sumar og óskaði eftir því að stígurinn yrði lagaður. Göngu- stígurinn var mjög ósléttur og höfði Guðný Hanna og aðrir krakkar dottið á stígnum. Á fundi með bæjarstjóra í sumar bað Guð- ný hann um að hringja strax í vinnumennina til að láta laga stíg- inn og gerði bæjarstjóri það. Fljót- lega eftir þetta var stígurinn lag- færður og hann skírður í höfuð Guðnýjar. Árni Sigfússon bæjar- stjóri komst því miður ekki í vígsluathöfnina, en Guðný Hanna og fleiri krakkar sem stóðu með henni í baráttunni ætluðu að af- henda bæjarstjóra þakkarskjal og rósir. Fyrirtækið Rekan ehf. í Reykjanesbæ sá um hellulagningu göngustígsins og mættu fulltrúar fyrirtæ Eirík krökk póló. við V ánægð bara v fara á lega o skjöld og ritu Könguló, könguló vísaðu mér á berj Guðnýjarst VÍGÐUR MEÐ KÓK OG SÚK Vígsluathöfnin fór fram við Guðnýjarstíg og að sjálfsögðu stillti hópurinn sér upp fyrir myndatöku. F.v. Magnús Eiríksson frá Rekan, Hafþór Ingi, Guðný Hanna, Guðrún Eir, Þórey, Katrín, Árni Freyr, Gulli, Kristberg, Andrea, Jóhanna, Ingunn, Eyrún, Marta Hrönn og Jón Eiríksson frá Rekan ehf. VF 39. tbl. 24 pages 24.9.2003 14:58 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.