Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 20036 G le ð il e g a h á tí ð ! Laugardagurinn 23. nóv-ember 2003 rann uppbjartur og fagur með dá- litlu frosti. Kl: 10 um morguninn fóru nokkrir foreldrar og foringjar ylfingasveitarinnar Flóran af stað með um 30 ylfinga á aldrinum 9 - 10 ára áleiðis uppí Heiðmörk þar sem deginum skyldi varið í hellaskoðun og kakó. Við stoppuðum við skátaskálann Vífilsbúð sem er við Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, og var byrj- að á að ganga um 1 km að fyrsta hellinum sem er nafnlaus, en fé- lagar í Hellarannsóknafélaginu kalla hann Skátahellir. Skátahell- ir er um 100 m langur og byrjar hann í litlu jarðfalli og frekar þröngum gangi sem víkkar fljótt og hann er um 2 m hár þar sem hann er hæstur. Við fengum okk- ur nesti við þennan helli. Þegar búið var að næra sig var stefnan tekin á Maríuhella sem eru í um 2,5 km fjarlægð frá Skátahelli. Það tók á litla fætur að ganga með það sem eftir var af nestinu á bakinu þessa vega- lengd, en það var fljótt að gleym- ast þegar komið var að Maríu- hellum. Þegar komið er að Mar- íuhellum er komið fyrst að stóru jarðfalli sem flestir halda að sé hellirinn en það er ekki alveg rétt því að um 30 metrum frá því í vestur er hin rétti Maríuhellir sem byrjar í þröngri holu og þröngum gangi en svo opnast stórar hvelfingar sem eru líklega hátt í 5 m á hæð og út frá henni eru nokkrir minni hellar eða skútar. Það tók góðan tíma að fá krakkana uppúr hellinum og byrja að ganga til baka að Vífils- búð sem er í rúmlega 2 km fjar- lægð og enn lék veðrið við okkur þótt að það hafi verið byrjað að koma ský á himin. Þegar í Vífilsbúð var komið var búið að hita kakó handa þreytt- um hellisbúum sem voru fegnir að geta sest niður í mjúka sófa og stóla og látið líða úr sér mestu þreytuna með heitt kakó í bolla og kex í hönd, áður en farið var í bílana og haldið heim eftir spennandi og viðburðaríkan dag í frábæru veðri og með góðum vinum. Helgi V. Biering Ylfingaforingi og fram- kvæmdastjóri Heiðabúa. Hellaferð Ylfinga Heiðabúa - Laugardaginn 23. nóvember 2003 ➤ E I N U S I N N I S K ÁT I . . . Síðustu Víkurfréttir fyrir jól á mánudag! Auglýsingadeilin er opin til kl. 19:00 föstudaginn 19. desember. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 12:15 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.