Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 6

Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 6
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 20036 G le ð il e g a h á tí ð ! Laugardagurinn 23. nóv-ember 2003 rann uppbjartur og fagur með dá- litlu frosti. Kl: 10 um morguninn fóru nokkrir foreldrar og foringjar ylfingasveitarinnar Flóran af stað með um 30 ylfinga á aldrinum 9 - 10 ára áleiðis uppí Heiðmörk þar sem deginum skyldi varið í hellaskoðun og kakó. Við stoppuðum við skátaskálann Vífilsbúð sem er við Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, og var byrj- að á að ganga um 1 km að fyrsta hellinum sem er nafnlaus, en fé- lagar í Hellarannsóknafélaginu kalla hann Skátahellir. Skátahell- ir er um 100 m langur og byrjar hann í litlu jarðfalli og frekar þröngum gangi sem víkkar fljótt og hann er um 2 m hár þar sem hann er hæstur. Við fengum okk- ur nesti við þennan helli. Þegar búið var að næra sig var stefnan tekin á Maríuhella sem eru í um 2,5 km fjarlægð frá Skátahelli. Það tók á litla fætur að ganga með það sem eftir var af nestinu á bakinu þessa vega- lengd, en það var fljótt að gleym- ast þegar komið var að Maríu- hellum. Þegar komið er að Mar- íuhellum er komið fyrst að stóru jarðfalli sem flestir halda að sé hellirinn en það er ekki alveg rétt því að um 30 metrum frá því í vestur er hin rétti Maríuhellir sem byrjar í þröngri holu og þröngum gangi en svo opnast stórar hvelfingar sem eru líklega hátt í 5 m á hæð og út frá henni eru nokkrir minni hellar eða skútar. Það tók góðan tíma að fá krakkana uppúr hellinum og byrja að ganga til baka að Vífils- búð sem er í rúmlega 2 km fjar- lægð og enn lék veðrið við okkur þótt að það hafi verið byrjað að koma ský á himin. Þegar í Vífilsbúð var komið var búið að hita kakó handa þreytt- um hellisbúum sem voru fegnir að geta sest niður í mjúka sófa og stóla og látið líða úr sér mestu þreytuna með heitt kakó í bolla og kex í hönd, áður en farið var í bílana og haldið heim eftir spennandi og viðburðaríkan dag í frábæru veðri og með góðum vinum. Helgi V. Biering Ylfingaforingi og fram- kvæmdastjóri Heiðabúa. Hellaferð Ylfinga Heiðabúa - Laugardaginn 23. nóvember 2003 ➤ E I N U S I N N I S K ÁT I . . . Síðustu Víkurfréttir fyrir jól á mánudag! Auglýsingadeilin er opin til kl. 19:00 föstudaginn 19. desember. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 12:15 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.