Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 55
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 55
Nemendur í áfanganum fyrirtækjarekstur íöldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesjastofnuðu fyrirtækið Von í upphafi haust-
annar. Von, sem stendur fyrir “Verndum okkar
nágrenni”, gaf út umhverfisbækling sem hefur
verið dreift á öll heimili og fyrirtæki á Suður-
nesjum í þessari viku. Hugmyndin að þessum
bæklingi varð til er Reykjanesbær veitti Bláa
hernum og fleirum umhverfisverðlaun. Með
þessum bæklingi er verið að vekja Suðurnesja-
menn til umhugsunar um endurvinnslu og nýju
sorpeyðingarstöðina Kölku. Bæklingurinn er
unnin í samstarfi við Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum og önnur fyrirtæki sem styrktu út-
gáfu hans með styrktarlínum og auglýsingum.
Fyrirtækið hefur verið lagt niður en það var rekið
með hagnaði. Hluti hagnaðarins rennur til Þroska-
hálpar á Suðurnesjum og til kaupa á ruslafötum fyr-
ir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samið hefur verið
við kennara í FOH 103, sem er áfangi í formhönn-
un, um að haldin verði hugmyndasamkeppni um út-
lit á ruslafötunum. Er það von starfsmanna Vonar
að það muni hvetja nemendur til að bæta umhverfi
sitt.
Fyrirtækjasmiðjan er námskeið þar sem nemendur
stofna og reka fyrirtæki í 13 vikur. Námskeiðið er
unnið í samstarfi við alþjóðasamtökin Junior Achi-
evement, sem eru félagssamtök rekin án hagnaðar-
sjónamiða og fjármögnuð af fyrirtækjum, sjóðum
og einstaklingum. Sparisjóðurinn í Keflavík lagði
til fjármálaráðgjafa, Baldur Guðmundsson.
Starfsmenn Vonar eru Rut Ragnarsdóttir, Aðalheið-
ur Hilmarsdóttir, Guðborg Eyjólfsdóttir, Laufey
Kristjánsdóttir, Rakel Gunnarsdóttir, Birkir Mart-
einsson, Jódís Garðarsdóttir, Hafdís Ósk Guðlaugs-
dóttir, Steinþór Geirdal Jóhannsson, Rúna Björk
Einarsdóttir og Guðrún Sædal Björgvinsdóttir
Hildur Bæringsdóttir
kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Von, verndum okkar nágrenni
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:35 Page 55