Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 40
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!40
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
®
Fimm heppnir lesendur voru
dregnir út í aukaúrdrætti jólaleik
Samhæfni og Víkurfrétta.
Vinningshafar eru:
1. vinningur:
Jón J. Ögmundsson vann sér inn
HP Desk Jet 3650 litaprentara
2.-5. vinningur:
Ingibjörg Pálsdóttir, María
Hrund, Kristín Erla Albertsdóttir
og Sigurjón
Torfason unnu sér inn 2500 kr.
gjafabréf frá Pizza 67.
Samhæfni og Víkurfréttir óska
vinningshöfum til hamingju með
vinningana. Við minnum á
aðalúrdrátt á Þorláksmessu þar
sem glæsileg HP tölva er í
aðalvinning ásamt fjölda annarra
gæsilegra vinninga.
VINNINGSHAFAR VIKUNNAR
Í JÓLALEIK SAMHÆFNI
OG VÍKURFRÉTTA
Ámeðal landsliðsmannasem kepptu í Evrópu-meistaramótinu í 25m
laug voru þrír liðsmenn ÍRB.
Það voru þau Íris Edda Heim-
isdóttir, Jón Oddur Sigurðsson
og Örn Arnarson. Jón Oddur
náði sér ekki á strik og komst
ekki í úrslit í sínum greinum
þar sem hann náði best 29. sæti
í 50m bringusundi. Íris Edda
Heimisdóttir hefur átt við
meiðsli að stríða undanfarið og
náði ekki að bæta sig í sínum
greinum. Hún var í 29. og
34.sæti og komst ekki í úrslit.
Örn Arnarson bætti enn einu af-
reki á ferilsskrána á mótinu þar
sem hann vann til silfurverðlauna
í 100m baksundi. Sá eini sem
skákaði Erni var heimsmethafinn
frá Þýskalandi. Örn komst í öll-
um sínum greinum og endaði í 5.
sæti í 200m baksundi og í 7. sæti
í 50 metrunum eftir að hafa tví-
bætt Íslands- og Norðurlanda-
metið í greininni. Með því á Örn
öll gildandi Norðurlandamet í
baksundgreinum.
Steindór Gunnarsson, þjálfari
ÍRB og landsliðsins, sagði að ár-
angur Arnar síðustu ár væri óvið-
jafnanlegur. „Hann hefur verið
að vinna til verðlauna á stórmót-
um síðan 1998 og keppt við
suma bestu sundmenn heims.
Þrátt fyrir að hann hafi ekki unn-
ið til verðlauna í tveimur grein-
um á þessu móti var hann samt
að bæta sig þar og var meðal
efstu manna í 50 metrunum þó
að hann hafi ekki verið mikill
sprettamaður hingað til.“
Næsta stórmót verður í maí á
næsta ári þegar Evrópumeistara-
mótið í 50m laug verður haldið í
Madrid og eru Íris, Örn og Jón
Oddur þegar búin að tryggja sér
þátttöku. Eftir það kemur að
sjálfum Ólympíuleikunum sem
verða í Aþenu í ágúst. Þar er Íris
Edda búin að ná lágmörkum fyrir
100m bringusundið og Örn er
búinn að tryggja sig í 4 greinum
nú þegar og þeim getur jafnvel
fjölgað.
E V R Ó P U M E I S TA R A M Ó T I Ð Í S U N D I Í 2 5 M L A U G
EVRÓPUSILFUR TIL ÍRB
Á meðal landsliðsmanna sem kepptu í Evrópumeistaramótinu í 25m laug
voru þrír liðsmenn ÍRB. Það voru þau Íris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur
Sigurðsson og Örn Arnarson.
Laugardaginn 6. desember afhenti Guttorm Vik sendiherraNoregs Reykjanesbæ jólatré frá vinabænum Kristiansand ogvar þetta í 40 sinn sem vinabærinn færir íbúum
Reykjanesbæjar jólatré. Nemendur úr tón-
listarskóla Reykjanesbæjar léku
og sungu og boðið var upp á heitt
kakó. Í Garðinum var einnig
kveikt á jólatré bæjarins og var
mikill fjöldi jólasveina þar saman-
komin og sprelluðu þeir mikið við
mikinn fögnuð ungu kynslóðarinn-
ar. Sandgerðingar hafa einnig kveikt
á jólatrénu í bænum, en við það tæki-
færi bauð foreldrafélag grunnskólans
upp á kakó. Jólasveinarnir tóku for-
skot á sæluna og létu sjá sig.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 12:40 Page 40