Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!12
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Sagan segir að Gvendur hafi
einhverju sinni farið upp á
Keflavíkurvöll, logið að hann
væri háttsettur innan íslensku
lögreglunnar og Kanarnir hafi
bugtað sig og beygt fyrir hon-
um. Að þessu var mikið hlegið
í Keflavík.
Gvendur þribbi var réttnefndur
góðkunningi lögreglunnar og
fékk að gista fangaklefana þeg-
ar hann vildi. Ég var oft uppi á
löggustöð hjá pabba og fannst
Gvendur æðislega skemmtileg-
ur. Einu sinni spurði ég
mömmu hvort hann mætti ekki
koma í mat til okkar vegna
þess að hann væri alltaf svo
svangur. Mamma eldaði fiski-
bollur sem hún hafði aldrei gert
áður og Gvendur var hæstá-
nægður þar til hann smakkaði á
bollunum. Þá þakkaði hann
pent fyrir sig og kvaddi. Eftir
það fékkst hann ekki til að
koma í mat til okkar.
Þegar Magnús Kjartansson og
hljómsveitin Júdas voru að
mana krakkana til að koma upp
á svið 17. júní 1973 vildi eng-
inn koma með mér nema
Gvendur þribbi, sem notaði
þetta tækifæri til að spila á
munnhörpuna sína. Ég bað um
að fá að syngja Hann Gulli er
svo sætur en Gulli þessi var
strákur sem öllum stelpunum
þótti sætastur og því lá söngur-
inn beint við. Mér hafði alltaf
þótt frábærlega gaman að syng-
ja og mamma sagði mér seinna
að ég hafi varla verið nema
fimm ára þegar ég útvegaði
mér kassettutæki til þess að
taka upp það sem ég söng og
síðan spilaði ég upptökuna aft-
ur og aftur.
Ég söng um sætindi Gulla og
þegar lagið var á enda hélt ég
áfram að sniglast við sviðið
með Gvendi þribba og
skemmti mér svo vel að ég at-
hugaði ekkert hvað tímanum
leið. Mamma fór að undrast
um mig og hringdi í pabba upp
á lögreglustöð til þess að spyrja
hvort hann hefði eitthvað séð til
mín. „Vertu bara róleg,“ sagði
pabbi. „Hún er niðri í skrúð-
garði að syngja með Gvendi
þribba og hljómsveitinni.“
Nokkru seinna hafði Magnús
Kjartansson samband við mig
til að biðja mig um að syngja
inn á barnaplötu um Róbert
bangsa. Einhver hafði keypt
undirspil af hljómplötum um
þessa teiknimyndahetju sem
var mjög vinsæl í Bretlandi og
það vantaði barnarödd til að
syngja hlutverk Róberts.
Maggi hafði þá munað eftir
mér frá 17. júní skemmtuninni
og dottið í hug að mín rödd
hentaði vel til verkefnisins.
Ég varð ægilega spennt fyrir
því að fá að syngja inn á plötu
og vildi endilega slá til.
Mamma lagði mikið á sig við
að kenna mér textana og ég
æfði mig heima daginn út og
inn áður en farið var í stúdíóið
til að taka plötuna upp.
Þegar að því kom kunni ég
hlutverk Róberts aftur á bak og
áfram og mætti til leiks í fínu
hvítu kápunni minni, með lopa-
vettlinga og húfu. Ég fór ekki
úr nokkurri spjör, tók mér bara
stöðu við hljóðnemann og söng
plötuna alla í gegn, enn með
húfuna á höfðinu og vettling-
ana á höndunum.
Maggi og hinir tónlistarmenn-
irnir í stúdíóinu voru mjög
kumpánlegir við mig en ég var
óskaplega feimin. Þeir voru all-
ir að gæða sér á hamborgurum
og frönskum kartöflum þegar
ég kom og spurðu mig hvort ég
vildi ekki fá mér líka. Ég var
sársvöng og mér þóttu ham-
borgarar rosalega góðir en
hafði ekki uppburði í mér til að
þiggja boðið. Þess í stað söng
ég með gaulandi garnir og að
kafna úr hita, í orðastað bangs-
ans Róberts sem líka var hlý-
lega klæddur ... „með gulan
trefil um hálsinn á mér.“
Ú R B Ó K I N N I R U T H R E G I N A L D S E F T I R Þ Ó R U N N I H R E F N U S I G U R J Ó N S D Ó T T U R
Á sviði með
Gvendi þribba
Gvendur þribbi var einn af sérkennilegri karakterum í Keflavík þegar ég var að alast upp.Viðurnefnið þribbi bar hann vegna þess að hann var þríburi og þó að systkini hans hefðudáið við fæðingu þótti þríburafæðingin slíkt undur að nafnið festist umsvifalaust við
hann. Gvendur þribbi var drykkjumaður en gerði engum mein nema sjálfum sér og Keflvíking-
ar höfðu gaman af honum. Hann bar jafnan kaskeiti sem var þakið alls slags merkjum og
jakkinn sem hann gekk í hafði sennilega verið lúðrasveitarjakki á árum áður.
Róbert, Róbert minn ... Átta ára söngkona.
Bekkjarmynd úr Grunnskólanum í Keflavík.
Rut er fremst á peysunni með stóra vettlinga.
Úlpan farin veg allrar veraldar.
Úr lífi Barnastjörnu
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:22 Page 12