Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 58

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 58
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!58 G le ð il e g a h á tí ð ! Ertu mikill bókaormur? Það er svo einkennilegt með mig að ég er stundum í mesta bóka- stuðinu þegar ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað. Maður ætti t.d. ekki að lesa afþreyingar- bækur í upplestrarfríinu í skólan- um eða í jólaundirbúningnum. Ég á það líka til að taka með mér bækur í sumarfrí erlendis, við lít- inn fögnuð innan fjölskyldunnar og hef þurft að huga að yfirvigt ef svo ber undir. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu? Aðallega skólabækur og fræðirit um uppeldisvísindi og þroskasál- fræði. Ein góð þar er Ríki mannsins eftir norskan geðlækni Vibeke Engelstad En þar eru líka aðrar bækur sem mér finnst gott að grípa í t.d. Kvöldljósin eru kveikt eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem Hjörtur bæjar- ritari las upp úr um daginn í Ís- landsbanka. The secret life of bees sem er ensk metsölubók um mæður og dætur. Konur og karlar í blóma lífsins nýútgefin bók eftir sálfræðingana Álfheiði Stein- þórsdóttur og Guðfinnu Eydal ágæt bók í anda þeirra. Ég fékk þessa bók í afmælisgjöf um dag- inn. Þarna er líka Ritsafn Kristins Reyrs, leikrit og ljóð en ég hef mikinn áhuga á að skoða það nánar. Ég leit á þetta um daginn þegar ég var að viða að mér efni um Hafnargötuna. Ýmislegt í þessu safni gefur mynd af mann- lífinu í Keflavík hér áður fyrr eða um miðja síðustu öld. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bókin sem ég las (í próf- unum og í jólaundirbúningnum) heitir Að láta lífið rætast nýút- komin bók eftir Hlín Agnarsdótt- ur sem er trúnaðarbréf Hlínar til lesenda. Hún segir þar frá sextán ára sambúð með alkóhólista. Hver er þín uppáhaldsbók? Ég á nú erfitt með að gera upp á milli nokkurra bóka en um þess- ar mundir held ég mikið upp á bókina Tvær gamlar konur eftir Velmu Wallis í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Í þeirri bók er mikil viska og svo er það bókin Þriðju- dagar með Morrie eftir Mitch Albom sem er góð bók um lífið og dauðann. Ég hef gefið nokkrum karlmönnum þessa bók af því ég held hún höfði á sér- stakan hátt til þeirra. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Ég hef alltaf ætlað að lesa um góða dátann Svejk en einhvern veginn ekki komið mér að því. Ég hef stundum þurft að lesa ákveðnar bækur til að skilja betur húmor eiginmannsins og þessi bók kemur aftur og aftur upp hvað það varðar. Peð á plánet- unni jörð og bækur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur koma svo næstar. En sem betur fer á ég mikið eftir að lesa af áhugaverð- um bókum. Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Ég ætla að skora á Jóhönnu Brynjólfsdóttur fyrrum hjúkrun- arforstjóra á heilsugæslunni en hún gaf mér fyrstu bókina í jóla- gjöf um Millí Mollí Mandí þegar ég var lítil stelpa. Jóhanna hefur kennt mér að um- gangast bækur með sérstakri virðingu. Hún hefur oft bent mér á áhugaverðar bækur og ekki síð- ur ljóð en hún er ótrúleg þegar kemur að ljóðum og þylur heilu ljóðabálkana utanbókar. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson háseti úr Grindavík segist fara alltof sjaldan í bíó, en að það standi til bóta. Kvikmyndin sem hann langar mest til að sjá þessa dagana er Hafið. Hvaða kvikmynd sástu síðast í bíó? The Texas chainsaw massacre, hrottalega ógeðsleg. Þurfti að halda í hendina á konunni allan tímann því ég var tæpur á að að skíta á mig úr hræðslu.. Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? Scareface Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? Edward Burns / Chaice Lane Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? Allt of sjaldan en það stendur til bóta Hvaða spólu leigðirðu þér síð- ast? „The Ring“, olli mér miklum vonbrigðum og er ekki enn búinn að fyrirgefa Jónsa bróður fyrir að hafa mælt með henni Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? Hafið Hvern skorarðu á í næsta blaði að svara þessum spurningum? Guðmund Vigni Helgason dokt- or í líffræði Helga Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður Reykjanesbæjar og talsmaður foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ, er bókaormur vikunnar. Spólan í tækinu Bókaormurinn Með bækur í yfirvigt í frí erlendis Tæpur á að gera í buxurnar af hræðslu Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar bauð fötluðum einstaklingum á jólaball á veitinga- húsinu Ránni í Keflavík á dögunum. Dóttir Árna, Védís Hervör, söng fyrir viðstadda við undirleik Baldurs Guðmundssonar. Þá var boðið upp á kakó og kökur fyrir þá sem vildu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga, var mikið fjör á jólaballinu og jólailmur í lofti. Árni bauð á ball! Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:30 Page 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.