Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 27
NJARÐVÍK-TINDASTÓLL
Í kvöld mætir Tindastóll í Ljóna-
gryfjuna og freistar þess að ná
stigum gegn Njarðvíkurliðinu
sem hefur verið á góðri siglingu
síðustu vikurnar. Njarðvík hefur
ekki tapað leik síðan þeir lutu
óvænt í gras gegn Hamri í lok
október og virðist vera eina liðið
sem á raunhæfa möguleika á því
að skáka Grindvíkingum úr topp-
sætinu. Heimamenn mæta til
leiks með fullskipað lið þar sem
ökklameiðsli sem Brandon
Woudstra varð fyrir í síðasta leik
reyndust óveruleg. Kristin Frið-
riksson verður hins vegar að
stjórna Tindastóli frá bekknum
þar sem hann er meiddur.
Friðrik Ragnarsson hjá Njarðvík
er bjartsýnn fyrir leikinn enda er
góð stemmning í hans hópi. „Við
erum á góðu róli, en við megum
alls ekki tapa því þá eru Grind-
víkingar svo gott sem búnir að
tryggja sér deildarmeistaratitil-
inn. Þetta verður pottþétt hörku-
leikur. Tindastóll er með fínan
mannskap og við þurfum að eiga
góðan dag til að vinna.“
Njarðvík er í öðru sæti deildar-
innar eftir 10 umferðir en Tinda-
stóll er í því sjötta með fimm sig-
urleiki.
BREIÐABLIK-GRINDAVÍK
Topplið Grindavíkur sækir
Breiðablik heim á laugardag og
verður leikurinn í beinni útsend-
ingu á RÚV í tengslum við úr-
slitaleikinn í Hópbílabikar
kvenna. Fyrirfram hljóta Grind-
víkingar að vera sigurstranglegri,
en þeir spiluðu tvo erfiða leiki
við ÍR um síðustu helgi sem
gætu setið í mönnum.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindavíkur, sagði leikinn þó
leggjast vel í sína menn. „Það er
náttúrulega stemmning að spila
sjónvarpsleik, en við erum að
jafna okkur eftir helgina og auk
þess er sennilegt að Helgi Jónas
verði ekki með okkur vegna
meiðsla.. En það kemur alltaf
maður í manns stað.“
KEFLAVÍK-HAUKAR
Eins og hefur komið fram áður
standa Keflvíkingar í ströngu á
öllum vígstöðvum um þessar
mundir og hafa spilað mjög
marga leiki að undanförnu. Á
sunnudaginn fá þeir Hauka í
heimsókn í „Sláturhúsið“ eftir
erfitt keppnisferðalag til Portú-
gals sem er fjallað ítarlega um
annars staðar í blaðinu. Haukar
eru þó ekki öfundsverðir vegna
þess að Keflvíkingar eru gríðar-
lega sterkir á heimavelli sínum
og víst er að þrátt fyrir álag munu
Keflvíkingar ekki gefa tommu
eftir. Haukar eru í 6.-8. sæti fyrir
leikinn, en Keflvíkingar eru í því
þriðja eftir misjafnt gengi á úti-
velli í haust.
■ Intersport-deildin í körfuknattleik
■Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik
■Hópbílabikar kvenna: Úrslitaleikur
CAB MADEIRA-KEFLAVÍK
Í kvöld spilar Keflavík einn af mikilvægustu leikjum sínum í ár þegar
þeir halda til sólskinsparadísarinnar Madeira og etja kappi við heima-
menn í bikarkeppni Evrópu í lokaumferð riðlakeppninnar.
Mikið liggur við vegna þess að ef Keflvíkingar vinna í kvöld og Tou-
lon vinnur Ovarense í hinum leik riðilsins, hafa þeir tryggt sér efsta
sætið og um leið heimavallarréttinn í útsláttarkeppninni sem tekur við.
Falur Harðarson segir að sínir menn séu alls ekki bugaðir eftir tapið
gegn Ovarense í síðustu umferð. „Það þýðir ekki að gráta orðinn hlut
heldur ætlum við okkur bara að sigra í Madeira og taka efsta sætið“,
segir Falur og er engan bilbug á Keflvíkingum að finna. Áhugasamir
geta fylgst með framvindu leiksins á keflavik.is og vf.is.
KEFLAVÍK-KR
Á laugardaginn mætast Keflavík
og KR í úrslitaleik Hópbílabikars
kvenna í Smáranum í Kópavogi.
Keflavíkurstúlk-
ur hljóta að telj-
ast sigurstrang-
legri fyrir leik-
inn, enda með
stærri leikmenn
og mikla breidd.
Þó hafa þær átt
til að missa sig
út í einbeitning-
arleysi sem hef-
ur á tíðum orðið
þeim til falls.
Hjörtur Harðar-
son, þjálfari
K e f l a v í k u r ,
sagði í samtali
við Víkurfréttir
að þær stelpur
sem hafa verið
fjarverandi í síð-
ustu leikjum vegna veikinda séu
allar búnar að ná sér og verði
leikfærar á laugardag. „Við eig-
um eftir að leggja mesta áherslu
á að stoppa
Hildi Sigurðar-
dóttur og Katie
Wolfe, og eins
eiga okkar
stóru leikmenn
eftir að valda
K R - i n g u m
hausverk undir
körfunni. Ef
það gengur upp
eigum við að
klára þennan
leik.“ Leikurinn
hefst kl. 14.15
og er athygli
vakin á því að
hann verður
sýndur beint á
RÚV.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 11:51 Page 27