Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 53
kring um flugstöðina sjálfa. Það
er töluvert mikil starfsemi hér á
þessu borgaralega flugsvæði.
Meðal annars eru hér þrjár fragt-
flugvélar staðsettar, en yfir 40
þúsund tonn af vörum fóru um
flugvöllinn á arínu 2002. Um
flugvöllin fara einnig hundruð
einkaflugvéla á ári hverju á leið
sinni yfir norður atlantshafið
sem einungis nýta sér eldsneytis-
þjónustu
vallarins.“
Eftir 11. september hafa öryggis-
kröfur á flugvöllum aukist gríð-
arlega. Björn segir að endurskoð-
un öryggismála á Keflavíkurflug-
velli hafi hafist á árinu 1999.
„Hér á Keflavíkurflugvelli hefur
verið unnið gríðarlega gott starf í
flugöryggismálum. Flugvallaryf-
irvöld hafa verið í góðu sam-
starfi við Sýslumannsembættið
um framkvæmd flugverndar.
Stærstu verkefnin sem við höfum
farið í er bygging fragtflughlaðs,
viðamikil endurnýjun á aðflugs-
búnaði flugvallarins, gerð nýs
aðalskipulags, færanlegur gegn-
umlýsingarbúnaður og ýmis önn-
ur öryggisatriði,“ segir Björn og
hann er bjartsýnn á framtíð
Keflavíkurflugvallar. „Það er
krafa farþega sem um flugvöll-
inn fara að framkvæmd öryggis-
mála sé eins og hún gerist best
annars staðar í heiminum og í
samræmi við alþjóðlega kröfur
og reglur sem íslensk yfirvöld
hafa undirgengist að framfylgja.
Keflavíkurflugvöllur er alþjóða-
flugvöllur okkar Íslendinga, flug-
völlurinn varð 60 ára 24. mars sl
og skipar mikilvægan sess sem
eitt öflugasta samgöngumann-
virki landsins. Frá þvi að Kefla-
víkurflugvöllur tók til starfa hafa
rúmlega 27 milljónir millilanda-
farþega farið um völlinn og um
600 þús tonn af vörum og pósti í
rúmlega 218 þúsund gjaldskyld-
um lendingum flugvéla,“ segir
Björn að lokum.
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 53
Munið að skila Jólalukkumiðum í pottinn í Samkaup!
Björn Ingi heimsótti fjölmarga framandi staði á þeim tíma sem
hann starfaði í Ástralíu. Hér er hann á Nýja Sjálandi.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:57 Page 53