Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 50
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!50 G le ð il e g a h á tí ð ! Hugur Björns Ingahneigðist til sjó-mennsku frá unga aldri og hann fór í Stýrimannaskól- ann. „Ég fór í Stýrimannskól- ann árið 1982 og var þar til ársins 1984. Þá sá ég eiginlega ekki framtíð í því að klára skól- ann því ég hafði hugsað mér að vera í fraktsiglingum, en þetta var á þeim tíma sem gámavæð- ingin hóf innreið sína í kaup- skipaflotann. Í kjölfar gáma- væðingarinnar var fjöldi Ís- lenskra kaupskipa seldur, er þau viku fyrir gámaskipum sem höfðu marfalda burðar- getu og vor mun fljótari í lest- un og losun. Strákarnir sem voru að útskrifast úr Stýri- mannaskólanum fengu margir hverjir ekki vinnu, nema þá kannski sem hásetar á kaup- skipum. Vegna ástandsins tók ég því ákvörðun um að fara til náms í Bretlandi þar sem ég stundaði nám við skipamiðlun til að byrja með og síðar fór ég í Háskóla í Cardiff í Wales þar sem ég útskrifaðist sem skipa- og hafnarrekstrarfræðingur árið 1987.“ Þegar Björn Ingi kom heim frá námi fékk hann vinnu hjá Skipa- deild Sambandsins þar sem hann var við ýmis störf til að byrja með, en Björn hafði góða reynslu af fyrirtækinu, enda verið á skip- um frá Skipadeildinni frá 15 ára aldri. „Ég var m.a. að vinna hjá Skipadeildinni árið 1986 þegar leiðtogafundur Reagans og Gor- bachev var haldinn í Reykjavík, en þá var ég í stuttu skólafríi. Það var mikið að gerast á þessum tíma og öryggisviðbúnaður mik- ill í kringum þessa skipakomu en Gorbachev bjó einmitt í ferjunni Georg Ots meðan á leiðtoga- fundinum stóð.,“ segir Björn Ingi og fær sér kaffisopa. Á Nýfundnalandi í 6 mánuði Árið 1987 tók Björn Ingi við nýrri gámadeild hjá Skipadeild Sambandsins og veitti henni for- stöðu, en þá voru gámar að riðja sér til rúms í æ ríkara mæli í sem framtíðin í flutningum „Ég veitti þeirri deild forstöðu til ársins 1991, en þá fór ég í sérverkefni á vegum fyrirtækisins þar sem ætl- unin var að koma á fót nýrri sigl- ingaleið milli Grænlands, Ný- fundnalands og Danmerkur. Ég var mikið erlendis vegna þessa verkefnis og m.a. var ég í Ný- fundnalandi um 6 mánaða skeið,“ segir Björn og bætir því við að honum hafi liðið ágætlega á Nýfundnalandi. Norfolk Eftir verkefnið á Nýfundnalandi fór Björn að vinna í útboði á Varnarliðsflutningunum sem ekki hafði verið hægt að bjóða út „Faðir minn hvatti mig til að stökkva á tækifærin þegar þau gæfust og þeim ráðum hef ég reynt að fylgja,“ segir Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar í viðtali við Jólablað Víkurfrétta. Björn sem verður 42 ára á gamlársdag hefur starfað víða um heim og ferðast mikið. Hann hefur m.a. búið og starfað í Ástralíu,Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum, Nýfundnalandi og Færeyjum. Björn sinnir annasömu starfi á Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður Víkurfrétta hitti Björn á skrifstofu sinni á Keflavíkurflugvelli þar sem Björn sagði frá störfum sínum erlendis og annasömu starfi sem flugvallarstjóri. Hann er sonur hjónanna Knúts Höiriis og Önnu Nikulásdóttur. Björn Ingi ólst upp í Keflavík og var í fyrsta árganginum eftir að fjórði bekkur gagnfræðaskólans var aflagður. Eftir grunnskóla fór Björn Ingi til sjós þar sem hann var í nokkur ár á millilandaskipum. „Ég fór líka á loðnu og net og var á Guðmundi RE-29 með fengsælum og góðum skipstjóra, Jóni Birni Vilhjálmssyni,“ segir Björn Ingi og kemur sér makindalega fyrir í sófanum á skrifstofu sinni. B J Ö R N I N G I K N Ú T S S O N , F L U G V A L L A R S T J Ó R I K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R VÍÐFÖRULLí lofti og á legi Ljósmynd tekin árið 1953 af Knúti Höiriis föður Björns Inga þegar Dwight D. Eisenhower forseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland. Knútur um borð í flugvél SAS, Edmund Viking. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:13 Page 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.