Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 50

Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 50
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!50 G le ð il e g a h á tí ð ! Hugur Björns Ingahneigðist til sjó-mennsku frá unga aldri og hann fór í Stýrimannaskól- ann. „Ég fór í Stýrimannskól- ann árið 1982 og var þar til ársins 1984. Þá sá ég eiginlega ekki framtíð í því að klára skól- ann því ég hafði hugsað mér að vera í fraktsiglingum, en þetta var á þeim tíma sem gámavæð- ingin hóf innreið sína í kaup- skipaflotann. Í kjölfar gáma- væðingarinnar var fjöldi Ís- lenskra kaupskipa seldur, er þau viku fyrir gámaskipum sem höfðu marfalda burðar- getu og vor mun fljótari í lest- un og losun. Strákarnir sem voru að útskrifast úr Stýri- mannaskólanum fengu margir hverjir ekki vinnu, nema þá kannski sem hásetar á kaup- skipum. Vegna ástandsins tók ég því ákvörðun um að fara til náms í Bretlandi þar sem ég stundaði nám við skipamiðlun til að byrja með og síðar fór ég í Háskóla í Cardiff í Wales þar sem ég útskrifaðist sem skipa- og hafnarrekstrarfræðingur árið 1987.“ Þegar Björn Ingi kom heim frá námi fékk hann vinnu hjá Skipa- deild Sambandsins þar sem hann var við ýmis störf til að byrja með, en Björn hafði góða reynslu af fyrirtækinu, enda verið á skip- um frá Skipadeildinni frá 15 ára aldri. „Ég var m.a. að vinna hjá Skipadeildinni árið 1986 þegar leiðtogafundur Reagans og Gor- bachev var haldinn í Reykjavík, en þá var ég í stuttu skólafríi. Það var mikið að gerast á þessum tíma og öryggisviðbúnaður mik- ill í kringum þessa skipakomu en Gorbachev bjó einmitt í ferjunni Georg Ots meðan á leiðtoga- fundinum stóð.,“ segir Björn Ingi og fær sér kaffisopa. Á Nýfundnalandi í 6 mánuði Árið 1987 tók Björn Ingi við nýrri gámadeild hjá Skipadeild Sambandsins og veitti henni for- stöðu, en þá voru gámar að riðja sér til rúms í æ ríkara mæli í sem framtíðin í flutningum „Ég veitti þeirri deild forstöðu til ársins 1991, en þá fór ég í sérverkefni á vegum fyrirtækisins þar sem ætl- unin var að koma á fót nýrri sigl- ingaleið milli Grænlands, Ný- fundnalands og Danmerkur. Ég var mikið erlendis vegna þessa verkefnis og m.a. var ég í Ný- fundnalandi um 6 mánaða skeið,“ segir Björn og bætir því við að honum hafi liðið ágætlega á Nýfundnalandi. Norfolk Eftir verkefnið á Nýfundnalandi fór Björn að vinna í útboði á Varnarliðsflutningunum sem ekki hafði verið hægt að bjóða út „Faðir minn hvatti mig til að stökkva á tækifærin þegar þau gæfust og þeim ráðum hef ég reynt að fylgja,“ segir Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar í viðtali við Jólablað Víkurfrétta. Björn sem verður 42 ára á gamlársdag hefur starfað víða um heim og ferðast mikið. Hann hefur m.a. búið og starfað í Ástralíu,Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum, Nýfundnalandi og Færeyjum. Björn sinnir annasömu starfi á Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður Víkurfrétta hitti Björn á skrifstofu sinni á Keflavíkurflugvelli þar sem Björn sagði frá störfum sínum erlendis og annasömu starfi sem flugvallarstjóri. Hann er sonur hjónanna Knúts Höiriis og Önnu Nikulásdóttur. Björn Ingi ólst upp í Keflavík og var í fyrsta árganginum eftir að fjórði bekkur gagnfræðaskólans var aflagður. Eftir grunnskóla fór Björn Ingi til sjós þar sem hann var í nokkur ár á millilandaskipum. „Ég fór líka á loðnu og net og var á Guðmundi RE-29 með fengsælum og góðum skipstjóra, Jóni Birni Vilhjálmssyni,“ segir Björn Ingi og kemur sér makindalega fyrir í sófanum á skrifstofu sinni. B J Ö R N I N G I K N Ú T S S O N , F L U G V A L L A R S T J Ó R I K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R VÍÐFÖRULLí lofti og á legi Ljósmynd tekin árið 1953 af Knúti Höiriis föður Björns Inga þegar Dwight D. Eisenhower forseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland. Knútur um borð í flugvél SAS, Edmund Viking. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:13 Page 50

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.