Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 25
heimi. „ESPN stendur fyrir „Entertainment and Sports Programming Network“ og reka þeir fjórar 24ra tíma íþrótta-sjón- varpsrásir í Bandaríkjum ásamt rásum í flestum öðrum heimsálf- um. Þeir reka líka netsíður, út- varpsrásir, tímarit, bókaútgáfu og veitingahús undir ESPN merk- inu. Sem dæmi um útbreiðslu ESPN má nefna að þeir eiga sjónvarpsréttindin fyrir UEFA- meistarakeppnina í öllum heims- álfum nema Evrópu,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að Evrópa sé í raun eina heimsálfan þar sem ESPN sé ekki þekkt vörumerki. „Þeir áttu á sínum tíma 40% í Eurosport sem flestir Íslendingar þekkja vel. Þeir seldu þann hlut fyrir tveimur árum til að einbeita sér að koma ESPN merkinu á fót og hafa núna opn- að ESPN Classic Sport sjón- varpsrásir í Frakklandi og Ítalíu með fleiri lönd á leiðinni.“ Draumastarfið Skarphéðinn er yfirmaður deild- ar sem sér um alla þróun á vef- síðum fyrir „ESPN international“ en það er alþjóðadeild ESPN. „Við hönnum allt frá útliti síð- anna til tölvukerfa sem stjórna upplýsingunum á síðunum. Við rekum eina stærstu knattspyrnu- síðuna á netinu (Soccernet.com) og stærstu síðuna fyrir spænsku- mælandi íþróttaunnendur í Suð- ur-Ameríku (ESPND eportes. com). Við erum með skrifstofur í London og Buenos Aires í Argentínu þar sem netblaða- mennirnir sitja og skrifa fyrir vefsíðurnar,“ segir Skarphéðinn og hann segist vera í drauma- starfinu. „Ég hef alltaf verið mik- ið fyrir sportið þannig að það má segja að þetta sé draumastarf, hér get ég sameinað tölvuna og íþróttir.“ Reyna að heimsækja Ísland á tveggja ára fresti Skarphéðinn og fjölskylda hans reyna að heimsækja Ísland á tveggja ára fresti. „Mamma og pabbi koma til Seattle inná milli. Við reynum líka að halda uppá flesta fjölskyldu stórviðburði á Íslandi, sr. Ólafur gifti okkur hjónin í Keflavík og sr. Baldur skírði Isabel í Njarðvík. Ég, eins og flestir Íslendingar sem búa erlendis, er mjög hreykinn af landi og þjóð og mér þykir sér- staklega gaman núna að ferðast um landið þegar ég kem heim.“ Skarphéðinn er í góðu sambandi við foreldra sína og fjölskyldur systra sinna. „Tölvupóstur og skyndiskeyti (MSN) gera það að verkum að við getum verið í sambandi daglega í staðinn fyrir viku- eða mánaðarlega eins og í gamla daga. Stafrænar mynda- vélar eru líka frábær bylting sem hafa hjálpað okkur að stytta vegalengdina á milli Seattle og Keflavíkur.“ Rignir ekki svo mikið Seattle er fræg fyrir gott kaffi og rigningu. Þegar Skarphéðinn er spurður að því hvort ekki sé alltaf rigning í borginni svarar hann hlæjandi. „Ha, ha, nei, nei. Þetta með rigninguna og Seattle er bara gamall orðrómur sem fúl- ir Seattle búar komu á kreik til að halda Kaliforníu búum í burtu frá Seattle. Það má segja að við Seattle búar fyrirgefum vetrar veðrinu því að sumrin hér eru al- veg frábær. Annars kunnum við mjög vel við okkur í Seattle, það er mikið menningarlíf í borginni, mikið af menntafólki sem heldur leikhúsum og tónlistinni gang- andi. Svo sakar ekki að það er stutt í sjóinn á sumrin og stutt í fjöllin á skíði á veturna,“ segir Skarphéðinn með bros á vör. Hangikjöt, laufabrauð og malt og app- elsín Þegar jólin nálgast fara Íslend- ingar búsettir erlendis ósjálfrátt að hugsa heim til Íslands. Skarp- héðinn segir að jólin og jólaund- irbúningurinn í Seattle sé frá- brugðin þeim íslensku. „Mér finnst lítið varið í jól hér í saman- burði við þau íslensku, ég sakna íslenskra jóla mikið á þessu tíma árs. Þegar maður er lengi að heiman þá sér maður hversu sér- stakar og frábærar þessar ís- lensku jólavenjur eru. Við fjöl- skyldan höfum reynt að gera okkur meiri dagamun á jólum og lagt meiri áherslu á aðfangadag heldur en venja er hér. En það jafnast ekkert á við að vera heima um jól og við reynum að koma heim um jól eins mikið og við getum,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að hann sé kom- inn í töluvert jólaskap. En fær hann hangikjöt, laufabrauð og malt og appelsín um jólin þarna úti? „Já, mamma og pabbi hafa sent okkur ýmist góðgæti í gegn- um árin til að hjálpa við að skapa íslenska jólastemningu. Eitt árið komu mamma og pabbi til okkar um jól og einhvern veginn tókst þeim að pakka íslenskum jólum niður í tvær ferðatöskur. Meðal annars settum við upp laufa- brauðsgerð í eldhúsinu sam- kvæmt ströngum norðlenskum reglum frá Elínu systur hans pabba.“ Besta kaffið frá Kaffitár Eins og áður segir er Seattle ein frægasta kaffiborg í heimi og það er ekki hægt að sleppa Skarp- héðni án þess að spyrja hann hvað sé besta kaffi í heimi. Hann átti ekki í erfiðleikum með að svara því. „Seattle er nú fræg fyr- ir gott kaffi og er meðal annars heimaborg Starbuck’s kaffifyrir- tækisins. En þrátt fyrir allt þetta góða kaffi hér þá er það er engin spurning að það albesta kaffi sem ég fæ er Kaffitár frá Addý systur. Þegar við fáum kaffisend- ingar að heiman þá slást vinir og vandamenn um hvern pakka sem við megum sjá af. Íslendingar búa vel að því að geta drukkið kaffi sem er svo sannarlega á heimsmælikvarða,“ segir Skarp- héðinn og án efa fær hann sent jólakaffi frá systur sinni í Kaffi- tár. Skarphéðinn vonast til að koma til Íslands næsta sumar með alla fjölskylduna. „Svo er aldrei að vita nema ég reyni að komast heim í janúar til að hjálpa systur minni að halda uppá nýju kaffi- höllina,“ segir Skarphéðinn og að endingu óskar hann öllum vin- um, ættingjum og fjölskyldu gleðilegra jóla. JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 25VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 Fjölskyldan heima í stofu í Seattle. Julian, Lynnea, Skarphéðinn og Isabel. Vaskað upp í Keflavík hjá Kiddý systur Skarphéðins. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:26 Page 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.