Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 25
heimi. „ESPN stendur fyrir
„Entertainment and Sports
Programming Network“ og reka
þeir fjórar 24ra tíma íþrótta-sjón-
varpsrásir í Bandaríkjum ásamt
rásum í flestum öðrum heimsálf-
um. Þeir reka líka netsíður, út-
varpsrásir, tímarit, bókaútgáfu og
veitingahús undir ESPN merk-
inu. Sem dæmi um útbreiðslu
ESPN má nefna að þeir eiga
sjónvarpsréttindin fyrir UEFA-
meistarakeppnina í öllum heims-
álfum nema Evrópu,“ segir
Skarphéðinn og bætir því við að
Evrópa sé í raun eina heimsálfan
þar sem ESPN sé ekki þekkt
vörumerki. „Þeir áttu á sínum
tíma 40% í Eurosport sem flestir
Íslendingar þekkja vel. Þeir seldu
þann hlut fyrir tveimur árum til
að einbeita sér að koma ESPN
merkinu á fót og hafa núna opn-
að ESPN Classic Sport sjón-
varpsrásir í Frakklandi og Ítalíu
með fleiri lönd á leiðinni.“
Draumastarfið
Skarphéðinn er yfirmaður deild-
ar sem sér um alla þróun á vef-
síðum fyrir „ESPN international“
en það er alþjóðadeild ESPN.
„Við hönnum allt frá útliti síð-
anna til tölvukerfa sem stjórna
upplýsingunum á síðunum. Við
rekum eina stærstu knattspyrnu-
síðuna á netinu (Soccernet.com)
og stærstu síðuna fyrir spænsku-
mælandi íþróttaunnendur í Suð-
ur-Ameríku (ESPND eportes.
com). Við erum með skrifstofur í
London og Buenos Aires í
Argentínu þar sem netblaða-
mennirnir sitja og skrifa fyrir
vefsíðurnar,“ segir Skarphéðinn
og hann segist vera í drauma-
starfinu. „Ég hef alltaf verið mik-
ið fyrir sportið þannig að það má
segja að þetta sé draumastarf, hér
get ég sameinað tölvuna og
íþróttir.“
Reyna að heimsækja Ísland
á tveggja ára fresti
Skarphéðinn og fjölskylda hans
reyna að heimsækja Ísland á
tveggja ára fresti. „Mamma og
pabbi koma til Seattle inná milli.
Við reynum líka að halda uppá
flesta fjölskyldu stórviðburði á
Íslandi, sr. Ólafur gifti okkur
hjónin í Keflavík og sr. Baldur
skírði Isabel í Njarðvík. Ég, eins
og flestir Íslendingar sem búa
erlendis, er mjög hreykinn af
landi og þjóð og mér þykir sér-
staklega gaman núna að ferðast
um landið þegar ég kem heim.“
Skarphéðinn er í góðu sambandi
við foreldra sína og fjölskyldur
systra sinna. „Tölvupóstur og
skyndiskeyti (MSN) gera það að
verkum að við getum verið í
sambandi daglega í staðinn fyrir
viku- eða mánaðarlega eins og í
gamla daga. Stafrænar mynda-
vélar eru líka frábær bylting sem
hafa hjálpað okkur að stytta
vegalengdina á milli Seattle og
Keflavíkur.“
Rignir ekki svo mikið
Seattle er fræg fyrir gott kaffi og
rigningu. Þegar Skarphéðinn er
spurður að því hvort ekki sé
alltaf rigning í borginni svarar
hann hlæjandi. „Ha, ha, nei, nei.
Þetta með rigninguna og Seattle
er bara gamall orðrómur sem fúl-
ir Seattle búar komu á kreik til að
halda Kaliforníu búum í burtu frá
Seattle. Það má segja að við
Seattle búar fyrirgefum vetrar
veðrinu því að sumrin hér eru al-
veg frábær. Annars kunnum við
mjög vel við okkur í Seattle, það
er mikið menningarlíf í borginni,
mikið af menntafólki sem heldur
leikhúsum og tónlistinni gang-
andi. Svo sakar ekki að það er
stutt í sjóinn á sumrin og stutt í
fjöllin á skíði á veturna,“ segir
Skarphéðinn með bros á vör.
Hangikjöt, laufabrauð og malt og app-
elsín
Þegar jólin nálgast fara Íslend-
ingar búsettir erlendis ósjálfrátt
að hugsa heim til Íslands. Skarp-
héðinn segir að jólin og jólaund-
irbúningurinn í Seattle sé frá-
brugðin þeim íslensku. „Mér
finnst lítið varið í jól hér í saman-
burði við þau íslensku, ég sakna
íslenskra jóla mikið á þessu tíma
árs. Þegar maður er lengi að
heiman þá sér maður hversu sér-
stakar og frábærar þessar ís-
lensku jólavenjur eru. Við fjöl-
skyldan höfum reynt að gera
okkur meiri dagamun á jólum og
lagt meiri áherslu á aðfangadag
heldur en venja er hér. En það
jafnast ekkert á við að vera
heima um jól og við reynum að
koma heim um jól eins mikið og
við getum,“ segir Skarphéðinn
og bætir því við að hann sé kom-
inn í töluvert jólaskap. En fær
hann hangikjöt, laufabrauð og
malt og appelsín um jólin þarna
úti? „Já, mamma og pabbi hafa
sent okkur ýmist góðgæti í gegn-
um árin til að hjálpa við að skapa
íslenska jólastemningu. Eitt árið
komu mamma og pabbi til okkar
um jól og einhvern veginn tókst
þeim að pakka íslenskum jólum
niður í tvær ferðatöskur. Meðal
annars settum við upp laufa-
brauðsgerð í eldhúsinu sam-
kvæmt ströngum norðlenskum
reglum frá Elínu systur hans
pabba.“
Besta kaffið frá Kaffitár
Eins og áður segir er Seattle ein
frægasta kaffiborg í heimi og það
er ekki hægt að sleppa Skarp-
héðni án þess að spyrja hann
hvað sé besta kaffi í heimi. Hann
átti ekki í erfiðleikum með að
svara því. „Seattle er nú fræg fyr-
ir gott kaffi og er meðal annars
heimaborg Starbuck’s kaffifyrir-
tækisins. En þrátt fyrir allt þetta
góða kaffi hér þá er það er engin
spurning að það albesta kaffi
sem ég fæ er Kaffitár frá Addý
systur. Þegar við fáum kaffisend-
ingar að heiman þá slást vinir og
vandamenn um hvern pakka sem
við megum sjá af. Íslendingar
búa vel að því að geta drukkið
kaffi sem er svo sannarlega á
heimsmælikvarða,“ segir Skarp-
héðinn og án efa fær hann sent
jólakaffi frá systur sinni í Kaffi-
tár.
Skarphéðinn vonast til að koma
til Íslands næsta sumar með alla
fjölskylduna. „Svo er aldrei að
vita nema ég reyni að komast
heim í janúar til að hjálpa systur
minni að halda uppá nýju kaffi-
höllina,“ segir Skarphéðinn og að
endingu óskar hann öllum vin-
um, ættingjum og fjölskyldu
gleðilegra jóla.
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 25VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003
Fjölskyldan heima í stofu í Seattle. Julian, Lynnea, Skarphéðinn og Isabel.
Vaskað upp í Keflavík hjá Kiddý
systur Skarphéðins.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:26 Page 25