Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 17 hausinn eftir að ég hafði starfað þar í 6 mánuði. Þegar fyrirtækið hætti skráði ég mig á skráningar- stofu sjóhersins í Pensacola í Flórída, og hér er ég í dag, 23 árum síðar,“ segir hann og bætir því við að hann sjái ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að skrá sig í flotann því hann hafi átt þar góð- an starfsferil. Var á Íslandi fyrir 20 árum Hermenn Bandaríska hersins ferðast um allan heim í starfi sínu og fyrir 20 árum var Lougt- hon staðsettur hér þar sem hann flaug P-3 Orion kafbátaleitar- flugvélum. „Ég var hér árið 1983 og flaug þá P-3 vélum. Andrúms- loftið var öðruvísi þá, enda var kalda stríðið í algleymingi á þeim tíma. Við flugum stöðugt umhverfis landið í leit að rúss- neskum kafbátum. Á þessum 20 árum hefur mikið breyst hér á stöðinni og öll aðstaða er orðin mun betri. Mér finnst að Íslend- ingar beri hlýari hug til Varnar- stöðvarinnar í dag, heldur en fyrir 20 árum síðan.“ Flotinn krefjandi Í amerískum kvikmyndum er oft dregin mjög hörð mynd af her- skólum þar sem herskólanemar ganga í gegnum erfiðar líkam- legar þrautir og öskrað er á þá í tíma og ótíma. Kafteinn Loughton segir að bandaríski flotinn sé mjög krefjandi. „En á móti kemur að starf innan sjó- hersins er mjög gefandi. Á þeim 23 árum sem ég hef verið starf- andi innan sjóhersins hefur mað- ur tekið þátt í mörgum flóknum og erfiðum verkefnum, en með hverju verkefni styrkist maður og það er mjög gefandi. Mér finnst ég vera mjög heppinn með minn feril innan sjóhersins.“ Er varnarstöðin mikilvæg í hernaðarlegu tilliti? „Auðvitað er hún mikilvæg. Hún er mikilvæg í ljósi þeirra verk- efna sem við fáumst við um þessar mundir. Verkefni flota- stöðvar Varnarliðsins er að veita aðgerðarsveitum og yfirstjórna Varnarliðsins, þ.á m. flughernum og flugdeild flotans, alla þjón- ustu. Svo lengi sem við veitum þessum sveitum stuðning er varnarstöðin mikilvæg.“ Breytt hlutverk Sumir halda því fram að mikil- vægi varnarstöðvarinnar hafi minnkað mjög mikið eftir að Kalda stríðinu lauk og þegar Kafteinn Loughton er spurður þessarar spurningar segir hann að allur heimurinn hafi breyst frá því Kalda stríðinu lauk. „Það er ljóst að við eigum ekki í höggi við sama óvin og fyrir 10 til 20 árum. Nú eigum við í alþjóðlegu stríði við hryðjuverkamenn og það hefur valdið breytingu á mörgum hlutum. Það sem við einbeittum okkur að hér fyrir 20 árum gerum við ekki í dag,“ seg- ir Kafteinninn. Á heræfingu 11. september 2001 Þegar árásirnar voru gerðar á tví- buraturnanna í Bandaríkjunum var Kafteinn Loughton staddur í Norfolk þar sem hann tók þátt í heræfingu. Hvernig man kafteinninn eftir þessum afdrifa- ríka degi?. „Ég man hann mjög greinilega. Ég sat í stjórnstöð Nato í Norfolk, Virginíu. Öll yf- irstjórnin var samankomin þar þennan morgun því við vorum að undirbúa æfingu sem átti að hefj- ast um daginn. Á meðan við sát- um í stjórnstöðinni og vorum að fara yfir æfingaráætlunina fóru myndir að birtast á sjónvarps- skjánum af tvíburaturnunum log- andi. Við ræddum meðal okkar hvað þetta væri vel gert, enda komu sjónvarpsmyndirnar á þeim tíma þegar æfingin átti að hefjast. En fljótlega fengum við upplýsingar um að þetta væri raunverulegt og turnarnir hrundu skömmu síðar. Á þeim tíma- punkti áttaði maður sig á því að heimurinn hefði breyst. Ég fann fyrir gríðarlegri reiði og mikilli samúð frá fólkinu í stjórnstöðinni vegna þessa atburðar. Og já, ég upplifði breytingu á heiminum þegar þetta gerðist,“ segir hann þungur á brún. Undanfarin misseri hefur banda- ríski herinn staðið í ströngu út um allan heim í herferð sinni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Fjölmargir hermenn hafa látið lífið í þjónustu sinni við ættjörð- ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Viðtal: Jóhannes Kr. Kristánsson Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:12 Page 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.