Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 18
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!18
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
ina og enn fleiri særst, en hafa
hermennirnir sem staðsettir eru
hér á Íslandi tekið þátt í stríðinu í
Afganistan og Írak? „Já. Hér
erum hermenn sem hafa tekið
þátt í þessum stríðum. Við höfum
einnig notað flugvélar héðan sem
hafa flutt farþega og farangur til
bæði Íraks og Afganistan.“
Orðrómur um framtíð
herstöðvarinnar
Uppá síðkastið hafa fjölmiðlar
velt mikið fyrir sér framtíð her-
stöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli, sérstaklega í ljósi þess að
ekki hefur verið gerð ný bókun
við varnarsamninginn. Kafteinn
Loughton segir þegar hann er
spurður um framtíð stöðvarinnar,
að erfitt sé fyrir hann að koma
með getgátur um framtíðina sem
stjórnanda stöðvarinnar. „Það er
allskyns orðrómur í gangi um
framtíð stöðvarinnar. Ég er ekki
rétti maðurinn til að segja fyrir
um framtíð varnarstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli. Viðræður
um þau mál fara fram á vegum
stjórnvalda og ég efast um að ég
komi að þeim viðræðum. Ef
bandarísk stjórnvöld ákveða að
breyta rekstri stöðvarinnar fæ ég
fyrirmæli um að koma þeim
breytingum til framkvæmda, en
ég kem hvergi nærri þeim
ákvörðunum sem teknar verða.“
Erfið ákvörðun að
segja upp fólki
Uppsagnir íslenskra starfsmanna
á Keflavíkurflugvelli hafa verið
mikið í fréttum undanfarið og
það er ólga í kringum þær. Telur
Kafteinninn að það hafi verið
hægt að skera niður á annan hátt
en að segja upp fólki? „Í mínum
huga er mjög mikilvægt að svara
þessari spurningu.
Ákvörðun mín um að segja upp
fólki var mjög erfið, en ákvörð-
unin var byggð á fjárframlögum
til stöðvarinnar. Staðreyndin er
sú að um miðjan október á þessu
ári fékk ég upplýsingar um hvert
framlag Bandaríkjastjórnar til
Flotastöðvar Varnarliðsins yrði á
árinu. Upphæðin var um 15
milljónum dollara lægri en árið á
undan og því var ljóst að við yrð-
um að grípa til ráðstafana. Við
einbeittum okkur að því að finna
sparnaðarleiðir til að mæta niður-
skurðinum, en um leið að finna-
leiðir til að varnarstöðin héldi
sínu hlutverki í hernaðarlegu til-
liti. Þegar við fórum að fara í
gegnum rekstur stöðvarinnar
fundum við leiðir til að draga
saman þjónustu og spöruðum
með því 10 milljónir dollara en
það voru enn 5 milljónir sem
þurfti að skera niður,“ segir
Kafteinninn, en 74% af rekstrar-
kostnaði varnarstöðvarinnar er
fólgin í launakostnaði og segir
Kafteinninn að uppsagnir hafi
verið óumflýjanlegar. „Það var
mjög erfið ákvörðun því það var
verið að segja upp fólki. Fólki
sem á fjölskyldur og mikið af því
fólki sem sagt var upp hefur
starfað hér um áratuga skeið.
Þessu fólki hefur liðið vel hér og
talið sig öruggt. En ég gat ekki
horft fram hjá því að launakostn-
aður nemur 74% af kostnaði
stöðvarinnar og því varð að segja
þessu fólki upp. Það er einnig
mikilvægt að fólk viti að um leið
og íslenskum starfsmönnum var
sagt upp störfum hef ég þurft að
segja upp Bandarískum yfir-
mönnum vegna niðurskurðarins.
Uppsagnirnar hafa því ekki ein-
ungis bitnað á íslenskum starfs-
mönnum. Ég lít á sjálfan mig
sem kristinn mann og ég bað til
Guðs um leiðsögn í þessu máli
því sú ákvörðun að segja þessu
fólki upp störfum er sú erfiðasta
sem ég hef tekið.“
Vill forðast frekari
uppsagnir
Eins og áður hefur verið komið
inn á í þessu viðtali hafa margir
velt framtíð varnarstöðvarinnar
fyrir sér. En eru frekari uppsagnir
á döfinni? „Nú er ég aftur beðinn
um að spá fyrir um framtíðina
sem er mjög erfitt fyrir mig. Ég
vil með öllu móti forðast frekari
uppsagnir. Ég lít þannig á málin
að ég sé að reka lítið fyrirtæki og
ef mér er sagt að spara geri ég
það. Ef okkur tekst að spara í
rekstri stöðvarinnar eins og við
ætlum okkur og ef það verður
ekki frekari niðurskurður á fjár-
framlögum til stöðvarinnar, þá
held ég að ekki þurfi að koma til
frekari uppsagna. En það eru
mörg ef í þessu og ég get ekki
sagt til um hvað framtíðin beri í
skauti sér. Það hafa verið gerðar
breytingar á innra skipulagi sjó-
hersins og þar á bæ eru menn að
endurskoða reksturinn og enginn
veit hvert sú endurskoðun leiðir.“
Eyða jólunum á Íslandi
Jólin nálgast og þegar viðtalið
við Kafteininn fer fram liggur
snjór yfir öllu og sólin skín skært
yfir varnarsvæðið. Sett hefur ver-
ið upp jólatré í anddyrinu þar
sem yfirstjórn Flotastöðvarinnar
er til húsa, en fjölskylda
Kafteinsins hefur ákveðið að
eyða jólunum hér á Íslandi. „Við
höfum heyrt margar sögur af jó-
laundirbúningnum hér á Íslandi
og okkur langar að eyða þeim hér
og við hlökkum til jólanna.
Börnin hlakka mikið til áramót-
anna því við höfum heyrt að
flugeldaskotin séu engu lík,“
segir Kafteinninn og hann segir
mikinn jólaanda vera innan
svæðisins. „Það er mikið á dag-
skránni og maður finnur það
virkilega að jólin nálgast óðfluga.
Framundan eru jólaskemmtanir
og ýmsar jólauppákomur. Það er
heilmikil dagskrá framundan í
kirkjunni og kórar eru farnir að
undirbúa sig, þannig að við finn-
um fyrir því að jólin nálgast.
Reyndar hefur jólasveinninn sést
á sveimi hér á svæðinu og ég hef
heyrt að hann komi mjög reglu-
lega fram að jóladegi,“ segir
Kafteinn Loughton og þegar
hann er spurður nánar út í það
hvaða jólasveinn hafi verið á
ferðinni svarar hann: „Sá amer-
íski reyndar.“
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★
Bæjarstjórinn á Miðnesheiði
„Ég vil með öllu
móti forðast frek-
ari uppsagnir. Ég
lít þannig á málin
að ég sé að reka
lítið fyrirtæki og
ef mér er sagt að
spara geri ég það“
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:13 Page 18