Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 23
veikindunum því smithættan er
svo mikil. Börn sem verða svona
mikið veik missa allt samband
við jafnaldra og í raun kúpla sig
alveg út úr daglega lífinu og fara
á mis við það að upplifa æskuna.
Síðan þarf að byrja allt upp á nýtt
og það getur verið mjög erfitt.“
Fer reglulega í rannsóknir
Sandra fer í rannsóknir með
vissu millibili og veikindin hafa
ekki tekið sig upp aftur. Á tíma-
bili fór hún reglulega til Svíþjóð-
ar í rannsóknir, en á seinni árum
hefur hún getað farið í rannsókn-
ir til Reykjavíkur. „Krabbamein
getur alltaf tekið sig upp aftur. Sú
tegund hvítblæðis sem Sandra
fékk er það illskætt að það liggur
helst ekki í dvala. En auðvitað er
alltaf ákveðin hætta sem fylgir
meðferðinni, þ.e. í tengslum við
lyfin,“ segir móðir hennar, en
Sandra hefur lifað lengst af þeim
börnum á Íslandi sem hafa farið í
mergskiptiaðgerðir.
Á meðan á meðferðinni stóð
kynntist Sandra mikið af börnum
sem svipað var ástatt fyrir. Þau
voru mikið veik og Sandra segir
að þau hafi ekki rætt mikið um
veikindi sín. „Krakkarnir sem ég
kynntist töluðu ekki mikið um
veikindi sín og þau reyndu að lifa
sem eðlilegustu lífi. Sum þeirra
dóu og það var mjög erfitt að
horfa upp á það.“
Margt sem stöðvast
Söndru líður ágætlega í dag, en
hún ber þess merki að hafa veikst
alvarlega. Hún er mjög smávaxin
sökum lyfjameðferðarinnar, en
móðir hennar segir hana nokkuð
hrausta. „Hún fær nær allar pestir
sem ganga og afleiðingar veik-
indanna og lyfjameðferðarinnar
eru síðbúnar. Hún er mjög út-
haldslítil og sjónin er ekki góð og
líkamlegur þroski hennar stöðv-
aðist að hluta. Þegar börn fara í
gegnum svona erfiðar meðferðir
stöðvast svo margt.“
Lítur öðrum augum á lífið
Þeir sem lenda í svona erfiðum
veikindum líta öðrum augum á
lífið og hugurinn hvarflar til ein-
hvers meira heldur en veraldlegu
hlutanna. Þegar Sandra er spurð
að því hvernig veikindin hafi
breytt hennar lífi svarar hún: „Ég
met lífið meira og lít hugsanlega
á það með öðrum augum en jafn-
aldrar mínir vegna reynslu minn-
ar,“ segir Sandra og hún er ekki
hrædd um að veikindin taki sig
upp aftur. „Það sem á að gerast -
gerist,“ segir Sandra með æðru-
leysi og móðir hennar bætir við.
„Sandra nennir varla hugsa of
mikið um þessi veikindi. Stund-
um vill hún ekki að fólk viti að
hún hafi gengið í gegnum þetta.“
Sandra segir erfitt fyrir sig að
falla í hópinn. „Mér finnst ég
aldrei verða eins og aðrir. Fólk
bara skilur mig ekki. Það er ekk-
ert skrýtið því fólk getur ekki sett
sig í spor mín og það er svo erfitt
að útskýra hvað maður hefur
upplifað,“ segir Sandra en hún
telur sig ekki hafa orðið fyrir ein-
elti. Hún hefur átt erfitt með að
tengjast jafnöldrum sínum. „Ég
hef aldrei átt neina almennilega
vini og ég hef aldrei getað tengst
fólki neitt náið því ég einangrað-
ist svo mikið,“ segir Sandra og
móðir hennar bætir við að henni
f innist erf itt að verða ein af
hópnum.
Mikilvægt að fólk sýni skilning
En hvernig vill Sandra að fólk
upplifi sig? „ Það er aldrei hægt
að ætlast til þess að allir skilji
mann. En mér finnst mikilvægt
að fólk reyni að sýna skilning.
Reyni að setja sig í fótsporin og
finnast bara allt í lagi að ég sé
eins og ég er. Fólk trúir því ekki
hvað ég er gömul vegna þess hve
smávaxin ég er. Það er samt ekk-
ert skrýtið að fólk bregðist
þannig við því það veit ekkert
um mig,“ segir Sandra.
Syngur og syngur
Í dag hugsar Sandra um að klára
skólann og stunda áhugamálin,
en hennar helsta áhugamál er
söngurinn. „Hún er stundum að
gera okkur brjáluð hér heima
með söngnum,“ segir móðir
hennar með glettnissvip og
Sandra hlær að mömmu sinni.
Sandra stefnir að því að læra
söng og verða söngkona. Hún
hefur líka mikinn áhuga á leik-
list, en fyrst ætlar hún að klára
stúdentinn.
Sandra syngur annarsstaðar en
heima hjá sér því hún gerir tölu-
vert af því að syngja í kirkjum og
brúðkaupum. „Ég hef rosalega
gaman af því að syngja í kirkj-
um,“ segir Sandra og hún er
bjartsýn á lífið og líður vel í dag.
Fyrir þá sem vilja fá Söndru til
að syngja við allskyns tilefni geta
hringt í hana í síma 692-7360.
Hún syngur listavel!
„Þetta voru svo svakalega
mikil veikindi og mikið á
stuttum tíma. Hún var svo
mikið veik á stuttum tíma
og þetta varð eiginlega
bara spurning um að
þrauka daginn á tímabili.
Hún var í lífshættu
mánuðum saman,“
segir Katrín Guðjónsdóttir
móðir hennar.
Sandra í meðferðinni.
Sandra sigraði hljóðnemann,
söngkeppni Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja í þriðja sinn fyrir stuttu.
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:25 Page 23