Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 29

Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 29
tók Lauriz að ókyrrast og sendi eftir reiðhestum sínum. Í því sá hann hvar aðkomumenn létu einn af skipsbátum sínum síga niður og fór allt að þremur tugum manna um borð í hann. Þeir voru vopnaðir. Taldi kaupmaður sig þá vita hvers kyns var um heim- sóknina og sendi tvo menn fram í sitt skip að vara kafteininn við. Annað heimafólk sitt lét hann byrgja varning og fela vörur úr búðum sínum. Menn kaupmanns voru ekki fyrr komnir í farskipið en ræningjarn- ir ruddust þar yfir borðstokkinn. Höfðu þeir hröð handtök, fjötr- uðu kaftein og mennina tvo án mótstöðu og yfirtóku skipið. Þegar þetta var orðið voru hestar kaupmanns komnir í hlað við búðir hans. Hann lét söðla þá hið snarasta og reið þegar á brott ásamt þeim dönsku sem hjá hon- um störfuðu og tóku stefnu á Þorbjarnarfell aust- anvert. Þeir fóru mikinn og slup- pu naumlega undan gestagangi því jóreykur var enn í lofti er hin- ir óboðnu gengu á land í víkinni og tóku að ræna búðir kaup- mannsins. Báru þeir ránsfenginn niður í Staðarvör þar sem bátur þeirra lá með skutinn við flasirn- ar. Félagar þeirra, þeir sem í fjör- unni biðu, höfðu þá smalað sam- an lambfé og borið um borð í bátinn. Sveimur af kríu var yfir og veitt- ist að komumönnum. Áður en heimamenn á Járngerð- arstöðum settust að snæðingi las Efri Jón langa og ítarlega bæn upp úr postillu síra Guðbrands biskups Þorlákssonar. Þótti bræðrum hans heldur of lengi lesið og lymskuðust til þess að fá sér flís af kjötinu, smjöttuðu og trufluðu bænina. Efri Jón lét sér þetta í léttu rúmi liggja, lauk lestrinum, sagði „bernskubrek“ stundarhátt, dæsti og dró sér mat á disk. Kímdu þá Jón smiður og Guðrún kona hans samtímis ofan í borðið. Meðan setið var að snæðingi gekk Halldór Jónsson í bæinn. Hann var bróðir húsfreyju. Þeir Jón höfðu ætlað að gera með sér samning um sambýli á Járngerð- arstöðum þá um daginn og ákveða hvor þeirra ætti að kosta mann til dagsláttar í Skálholt og í viðarhögg þegar eftir því yrði kallað að þeir uppfylltu skyldur sínar við jarðeigandann. Halldór þáði sýrudrykk og spurði mág sinn hvort hann gæti ekki hugsað sér að fresta samningsgerð um hríð því sig fýsti niður á kamb að skoða skipið sem komið var. Hann sagðist ekki kunna mann að þekkja ef Jón bróðir hans og þeirra Guðrúnar hefði ekki verið einn þeirra sem reru út í skip og sig langaði að spyrja hann út úr sem fyrst og áður en hann barn- aði frásögnina. Jón féllst þegar á málaleitan hans því þeir voru áfram um það synir hans og hann sjálfur að fara niður úr. Þegar máltíðinni lauk mælti Efri Jón snarlega fram stutta en heita bæn sem hann hafði lært um veturinn og gengu svo allir karlmenn út í sama mund og vopnaðir gestir komu í hlað í klæðamiklum og marglitum fötum sem þeir tóku að sér um mittið með breiðum linda og eða leðuról og höfðu hnífahulstur fólgin þar undir. Þeir voru í víðum brókum og skálm- arnar hnýttar saman neðan við hnén, sumir í leðurstígvélum sem náðu upp og undir skálmarnar, aðrir í lágum skóm og háleistum yfir hnén svo hvergi sást í bert. Þeir voru með höfuðföt af margri gerð. Undrun Járngerðarstaðamanna yfir heimsókninni var svo mikil að þeir hreyfðu hvorki legg né lið þótt gestirnir slægju um þá hring, yggldu sig framan í þá, hvæstu líkt og fresskettir og skækju vopn að þeim. Þegar aðkomumenn höfðu fengist við þetta litla stund öskraði einn þeirra að hinum og samstundis sveipuðu fjórir þeirra klæðum fyrir vit sér og ruddust inn í bæinn með hönd á hnífum. Einn þeirra kom að vörmu spori út aftur og hélt á Guðrúnu Rafns- dóttur í fanginu. Hún var í striga- serk einum fata og hafði verið tekin í bólinu. Maðurinn fleygði telpunni til félaga sinna sem gripu hana við hlátrasköll án þess að æmti í henni en hún var níu vetra þegar þetta var og smávax- in. VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 29 Fyrir hönd Hraunsetursins ehf., óskar Verkfræðistofa Suðurnesja eftir tilboðum í verkið „Bláa Lónið – Meðferðarstöð – Jarðvinna“. Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 30. mars 2004. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja að Víkurbraut 13, Keflavík, á 5.000 kr. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. janúar 2004, kl. 11.00. Bláa Lónið – Meðferðarstöð Jarðvinna Upptaka á hrauni 100 m3 Uppgröftur á yfirborðshrauni 8.000 m3 Gröftur og fylling úr hraunlögum 17.000 m3 Klapparfleygun 1.500 m3 Verkið felst í upptöku á hrauni, uppgreftri, klapparvinnu og yfirborðsfrágangi. Helstu magntölur eru eftirfarandi: VERKSVIÐ: HÖNNUN ÚTLITS, BURÐARVIRKIS OG LAGNAKERFA. EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMDUM. einhver harðasti aðdáandi Roll- ing Stones hér á landi og hann hefur farið fimm sinnum erlendis á tónleika með sveitinni. „Ég var aldrei hrifinn af þessu Bítlavæli á sínum tíma!“, tekur hann fram. Eitt það fyrsta sem maður rekur augun í á veggjunum er mynd af Kela ásamt Bill Wyman, fyrrum bassaleikara Stones. „Það var gaman að hitta Wyman og hann var mjög hissa þegar ég sýndi honum eina úrklippubókina mína og hann sá hvað hafði verið skrifað mikið um hljómsveitina á íslensku. Annars var ég að farast af stressi þegar ég var að tala við hann, en hann bara klappaði mér á öxlina og sagði mér að slappa bara af.“ Annars er Mick Jagger efstur á blaði hjá Kela og hann sagðist vera ánægður fyrir hönd rokkarans að hafa verið aðlaður á dögunum. Svo klykkir hann út með því að hann eigi eftir að hitta þá alla áður en yfir lýkur. Söfnunaráráttan hefur verið hluti af lífi Kela allt frá æskuárum og hann er síður en svo hættur í dag. Hann er jafn virkur og alltaf og vill benda fólki sem að er að henda út gömlu dóti sem gæti tengst einhverju af ofantöldu að hafa samband við sig áður en því er hent. Hér sést Keli með Bill Wyman. Þess má geta að myndin endaði á aðdáendasíðunni stonesplanet.com í hópi annarra mynda af að- dáendum sem hafa hitt goðin. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:34 Page 29

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.