Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 33

Víkurfréttir - 18.12.2003, Síða 33
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 33 ragnhildur steinunn fegur›ardrottning íslands 2003 Hvernig var árið hjá þér? Árið hjá mér er búið að vera alveg rosalega viðburðaríkt, það er búið að vera svoldið mikið að gera og oft á tíðum erfitt að púsla öllu saman en samt sem áður skemmtilegt. Hvar var markverðast fyrir utan það að vera kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja og Íslands? Það er nú ekkert eitt sem að stendur upp úr hjá mér, það er svo margt markvert búið að gerast svo ég get einfaldlega ekki gert upp á milli. Hvað finnst þér eftirminnilegast af atburðum líðandi stundar á árinu? Á líðandi stundu er það líklega handtakan á Saddam Hussein Hvað dettur þér í hug þegar nafnið Keflavík kemur upp? Gamli góði bærinn minn :) Er horft mikið á þig (góð spurning!!)? Það kemur fyrir að fólk kannist við mann. Hvað ertu að læra? Ég er á 2 ári í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands Hvernig námsmanneskja ertu? Nokkuð góð, held ég. Samviskusöm og skipulögð. Ertu bókaormur? Ég er engin sérstakur bókaormur. Námsbækurnar taka allan tímann. Bókin á náttborðinu? Bara námsbækur á náttborðinu þessa stundina. Hvað myndir þú gera ef Beckham myndi bjóða þér í bíó (en ekki Hauki Inga)? Myndin yrði þá að vera nokkuð góð!! Hvað myndir þú gera ef Victoria Beckham (fyrrv. Liverpool-aðdáandi) myndi bjóða Hauki í mat? Biðja til Guðs að maturinn yrði „vondur“..heh..heh.. Hvar verður þú á jólunum? Við erum eiginlega ekki búin að ákveða það ennþá, en annað hvort verðum við hjá ömmu eða tengdó. Áramótaheit? Ætli það sé ekki bara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og vinum en ég hef getað á liðnu ári. VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:27 Page 33

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.