Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 36

Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 36
Hvenær tókstu ákvörðun um að fara í nám er- lendis? Það var um mánaðarmótin apríl/maí á þessu ári sem ég ákvað að sækja um í þessum skóla (New England School of Photography). Sú ástæða að Bandaríkin urðu fyrir valinu er aftur á móti önnur saga. Kærastinn minn til tveggja ára býr hér. Hann er bandarískur og ég kynntist honum á Íslandi þar sem hann kom á Fullbright styrk í eitt ár. Svo vorum við langlínu sambandi í eitt ár, vorum í sí- fellu á ferð og flugi á milli Íslands og Boston sem var meira en nóg, þannig að ég tók þá ákvörðun að prufa að búa í hér. Af hverju varð ljósmyndun fyrir val- inu? Hefurðu alltaf haft áhuga á ljósmyndum? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. Það var í FS sem allt þetta mynda- stúss byrjaði. Það var haldið klukkutíma námskeið á framadögum eitt árið og ég ákvað að fara og kíkja á ljósmyndun. Fékk eina gamla vél lánaða frá frænda mínum (úpps ég á víst enn eftir að skila henni) og fór og tók myndir með Oddgeiri ljósmyndara og hinum krökkun- um. Svo var það stund- um sem ég notaði myrkraherbergið niður í FS, var skráð í ljósmyndaklúbbinn, sem var nú ekkert ægilega virkur á þessu tíma- bili. Svo ein jólin þá gáfu foreldrarnir mínir mér góða myndavél og ég er enn að nota hana núna. Ég keypti einnig eld- gamlan stækkara fyrir lítið fyrir einum 8 árum og notaði hann mikið í þvottahúsinu heima hjá mömmu. Þar sem voru engir gluggar og varla neitt pláss, engin gæði en samt rosa gaman. Svo úr því að ég hef prófað svo margt, skóla og ýmis fög, hugs- aði ég með mér: Af hverju ekki ljósmynd- un? Þetta er bara gaman, hellings vinna en rosalega gaman. Ég fíla mig vel á bakvið myndavélina og ennþá meira í myrkraher- berginu, en þar eyði ég mest öllum mínum tíma. Hvernig skilgreinirðu ljós- myndanám, þ.e. hvað ertu að læra? Skólinn sem ég er í New Eng- land School of Photography er með professional photography program, hann er til tveggja ára og eftir það ertu sérhæfð í því sem þú valdir á öðru ári. Ég ákvað í byrjun að ég skildi taka fréttaljósmyndun á seinni ári og hef enn mjög mikinn áhuga á því en ég ætla að láta það allt ráðast. Ég ætla að sjá til eftir skólaárið hvað mér fellur best við og ekki. Hérna er valið um, svart/hvít-, auglýsinga-,litmynda-, ritstjórnunar-, portrait og brúðkaups og svo fréttaljós- myndun. (þetta er allt á www.nesop.com) Núna á þessari önn erum við eingöngu að taka svarthvítar myndir með 4x5 mynda- vél sem mjög skemmtilegt að vinna með. Kennslan á þessari önn byggist mikið á því hvernig allt framköllunarferlið fer fram, að fá sem bestu tilfinningu fyrir bæði efnunum og hvernig á að framkalla góða mynd. Meðhöndlunin á einni mynd getur tekið heilan dag ef út í það er farið. Við lærum allt frá því að taka myndir, þ.e. að nota myndavélina og framkalla filmuna og svo myndina. Hagræðing í sambandi við að skera myndina eða gera hana dekkri, ljósari og bletta hana. Það er ekki mesti tíminn sem fer í að taka myndina. Það er framköllun- in, skolunin, að bletta, að tóna, að skera út pappaspjöld til að setja myndina og gera portfolioið tilbúið. Við þurfum að skila 10 myndum í möppu í lok annarinnar og allt þetta þarf að koma fram í hverri mynd. Skólaárinu er skipt í 3 annir og á hverri önn tökum við 3-4 áfanga. Tveir til þrír eru alltaf verklegir og svo einn bóklegur, þá saga hönnun eða viðskiptaleg hlið ljós- myndunar. Hvernig myndir finnst þér skemmtilegast að taka? Ertu búin að taka mikið af myndum úti? Ég er örugglega búin að taka svona um 100-200 myndir á þessa vél sem við erum að nota núna 4x5. Ég reyni bara að taka sem flestar myndir af falleg- um/áhugaverðum hlutum sem verða á vegi mínum. Eins og er, er ég að taka myndir fyrir möppuna mína. Myndir heima í eld- húsi, líka myndir eins og ég var að taka í dag af kirkju hérna niðri í bæ. Á hálftíma komu 4 öryggisverðir til að spyrja mig hvort ég væri nokkuð atvinnumaður, því þá maður sérstakt leyfi til þess að taka myndir. Ég fæ einnig oft þá spurningu fyr- ir hvaða blað/tímarit ég sé að vinna fyrir. Við erum ekki byrjuð að vinna í stúdíóinu fyrr en á næstu önn en það verður örugg- lega mjög spennandi. Heima hef ég mest verið að taka myndir af dýrum, hestum, JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!36 G le ð il e g a h á tí ð ! stundar „Í þriðja sinn bý ég í útlandinu í fjögurra herbergja íbúð með tveimur öðrum,“ segir Anna María Skúladóttir 26 ára Garðbúi, en hún stundar nám í ljósmyndun í Boston í Bandaríkjunum. Anna María útskrifaðist af málabraut Fjölbrautaskóla Suður- nesja árið 2002, en hafði áður verið í málmsmíði við FS þar sem hugur hennar leitaði til gullsmíðanáms. Árin 1996-97 var Anna skiptinemi í Sviss, en árið áður bjó hún með vinkonu sinni á Spáni í þrjá mánuði. Á síðasta ári stundaði Anna nám í Háskóla Íslands, tók frönsku fyrir áramót og ensku eftir áramót. Hún segir að vinir sínir telji hana vera flökkukind og mót- mælir hún ekki þeirri skilgreiningu. Brosir einungis þegar minnst er á þetta við hana. ljósmyndanám í Boston F L Ö K K U K I N D Ú R G A R Ð I N U M V I Ð T A L : J Ó H A N N E S K R . K R I S T J Á N S S O N Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:29 Page 36

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.