Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 45
mmi&maggi
Það var ekki fyrr en Hemmi loksins spurði
Sai hvernig hann hefði það að hann sagði
eitthvað. Þá vildi Sai bara vita hvort við
ætluðum ekki að fara út aftur. Við svöruð-
um bara neitandi enda gaurinn orðinn full
krípi fyrir okkar smekk. Og eins og þetta
væri ekki nóg af furðulegum uppákomum
fyrir eitt kvöld heldur bankaði Melly líka á
gluggann hjá okkur klukkan 4 um nóttina
og vakti Hemma. Og eins og Sai fyrr um
kvöldið var hann að reyna að fá okkur til
að koma út.
Hemmi látinn fara úr skónum í
tollinum
Við vorum búnir að taka þá ákvörðun að
fara frá Tubakula daginn eftir og eftir þetta
kvöld gátum við ekki verið fegnari að
komast þaðan. Að fara til Nadi lá beinast
við því að þar værum við næst flugvellin-
um. Enn og aftur tókst okkur að velja okk-
ur gistiheimili sem nánast enginn gisti á
með viðbjóðslegri strönd eins og var á
Tubakula. Okkur skilst að allar fallegu
strendur Fiji séu að finna á smáeyjunum
fyrir utan aðaleyjuna. Við sáum fram
á að við gætum ekki hang-
ið á þessum of
af-
slapp-
andi stað þá fjóra
daga sem við áttum eftir á
Fiji þannig að við flýttum fluginu okkar til
Los Angeles um tvo daga. Á flugvellinum
á Fiji lentum við í því að leitað var í tösk-
unum okkar eins og aldrei áður og Hemmi
var meira að segja látinn fara úr skónum
því allir geta verið með sprengju nú til
dags.
Ellefu tíma flug til LA
Svo flugum við til Los Angeles. Flugið frá
Fiji tók tæpa ellefu tíma en við flugum yfir
dagsetningarlínuna (eða hvað sem við
köllum það á íslensku) og lentum aftur á
sama deginum í Los Angeles. Við getum
sagt ykkur alveg hreinskilnislega núna að
okkur fannst ekkert gaman í Bandaríkjun-
um og við höfum eiginlega frá engu að
segja þaðan. Við setjum samt nokkrar
myndir frá Bandaríkjunum inn á slóðina
www.picturetrail.com/heimsreisan og
reynum að gefa smá mynd af því. Banda-
ríkin kostuðu okkur bara mikla peninga og
í staðin fengum við litla skemmtun!
Vandræði í Brasilíu
Og eftir 9 langa daga í Bandaríkjunum
vorum við komnir með flugmiða til Bras-
ilíu í hendurnar og við tilbúnir að fara til
Suður-Ameríku á vit nýrra ævintýra. Já,
við vorum nefnilega búnir að ákveða að
fara alla leið niður til Sudur-Ameríku og
þaðan ætluðum við að taka okkur nægan
tíma í að ferðast í átt að Norður-Ameríku.
Það fyrsta sem við þurftum að gera var að
taka 5 tíma rútuferð frá Las Vegas til Los
Angeles. Í Los Angeles þurftum við svo
að bíða í 10 tíma eftir fyrsta fluginu okkar
sem var til Miami og á Miami mætti okkur
svo önnur tveggja tíma bið. Við flugum í 8
tíma yfir til Rio de Janeiro og eftirvænt-
ingin orðin gríðarleg. Í Rio de Janeiro leið
mjög langur tími þangað til röðin kom að
okkur til að fá stimpil inn í landið. Gaur-
inn sem skoðaði vegabréfin spurði okkur
allskonar spurninga og endaði svo á því að
spyrja okkur hvort við værum
með flugmiða sem
sannaði að
við ætluðum
að yfirgefa landið.
Nei, við vorum ekki með það
vegna þess að við ætluðum ekki að fljúga
frá Brasilíu heldur að taka rútu yfir til
Bólivíu. Hann sendi okkur því inn í her-
bergi, sem var fullt af gaurum sem töluðu
enga ensku, en voru samt fullir af hroka og
stælum og eiginlega á hálfgerðu valdafyll-
eríi. Við fengum eiginlega strax þá tilfinn-
ingu að þeir ætluðu sér ekki að hleypa
okkur inn í landið og auðvitað gátum við
ekki skýrt okkar mál nægilega vegna þess
að við tölum ekki portúgölsku. Þó höldum
við reyndar að það hafi ekki hjálpað okkur
neitt að þeir stoppuðu líka einhvern þjóð-
verja þarna, sem hafði oft verið í Brasilíu
áður og talaði þeirra tungumál sæmilega.
Ætluðu að lemja Hemma
Svo komu þeir með blað til okkar sem við
áttum að kvitta undir. Hemmi fékk fyrsta
blaðið í hendurnar og þegar hann var að
skrifa síðasta stafinn í nafninu sínu rann á
hann smá reiði og hann krotaði eiginlega
yfir hálft blaðið í leiðinni. Þeir spurðu
hann strax hvort að það væri svona sem
hann skrifaði alltaf undir pappíra og þegar
Hemmi sagði þeim að svo væri ekki fauk
ekkert smávegis í þá og þeir hótuðu að
berja Hemma og henda honum í fangelsi.
Þeir gerðu þó hvorugt heldur hentu honum
bókstaflega út af skrifstofunni og sögðu
honum að þeir vildu ekki að hann heim-
sækti landið þeirra.
Leið eins og glæpamönnum
Þegar þetta gerðist var Hemmi strax kom-
inn með hugmyndir í hausinn um að byrja
að framleiða klósettpappír með brasilíska
fánanum á og ef það seldist ekki nógu vel
myndi hann bara nota hann sjálfur. Síðan
vorum við látnir bíða í 12 klukkutíma eftir
að það yrði flogið aftur til Miami. Allan
þann tíma voru þeir með vegabréfin okkar
og flugmiðana líka og enginn kom og tal-
aði við okkur allan tímann. Okkur leið
eins og við værum glæpamenn.
Lítill svefn
Eftir 37 tíma og
þar af 5
tíma
svefn án þess að
komast í sturtu eða að hafa
tækifæri til að skipta um föt vegna
þess að við sáum töskurnar okkar aldrei
frá því að við tjékkuðum þær inn í Los
Angeles kom loksins að fluginu til Miami.
Við héldum að þessi dagur gæti ekki orðið
skrýtnari, en þá kom flugfreyja frá Amer-
ican Airlines til okkar með lista í höndun-
um sem innifól bara nöfnin okkar. Hún las
upp nöfnin og spurði hvort þetta væru við.
Já, sögðum við og það næsta sem hún
sagði var að ef við ættum að fá að fljúga
með þeim tilbaka þyrftum við að fara í
sturtu og skipta um föt vegna þess að við
værum bæði móðgandi og illa lyktandi.
Bolirnir skiptu máli
Við vorum reyndar báðir í hálfgerðum
Anti-America bolum vegna þess að Maggi
var í Che Guevara bol og Hemmi var í bol
með víetnömsku stjörnunni á. Við sögðum
kerlingardruslunni að við sæjum hvergi
sturtu nálægt og að við gætum ekki skipt
um föt vegna þess að við vissum ekki einu
sinni hvar töskurnar okkar væru, en ef
hún hefði eitthvað sem við gætum þrifið
okkur með væri minnsta málið að gera
það. Hún lét okkur því fá pínkulitla þvotta-
poka en sagði jafnframt að við yrðum að
versla okkur nýja boli. Við tókum það ekki
í mál að gera það og fórum bara á klósett-
ið, þrifum okkur og fórum svo upp í Duty
Free til að sprauta á okkur smá ilmvatni.
Uppi í Duty Free hittum við fyrir flugstjór-
ann sem átti að fara með okkur til Miami.
Hann vissi hvað hafði á undan gengið og
skildi greinilega aðeins hvað var búið að
gerast hjá okkur síðustu tæpa tvo sólar-
hringana. Hann bauðst því til að splæsa
sitt hvorum bolnum á okkur og við tókum
því tilboði bara vegna þess að við vorum
hvort sem er farnir að vilja skipta um föt.
Erfitt að komast inn
í Bandaríkin aftur
Aðrir átta tímar aftur til Miami biðu okkar
en við vorum orðnir svo þreyttir að við
sváfum nánast allt flugið. Við lentum í
Bandaríkjunum og þar sá fólkið sem vann
í vegabréfsskoðun-
inni strax að við
höfðum yfirgefið
landið fyrir sólar-
hring síðan og
auðvitað fyllt-
ust allir grun-
semdum þeg-
ar við sögð-
um þeim í
hreinskilni
að við
hefðum
verið
reknir úr
landi í
Brasilíu.
Við vorum aftur
sendir inn á eitthvað herbergi og
báðir vissir um það að við yrðum komnir
aftur til Íslands innan sólarhrings. Þeir
slepptu okkur þó í gegn eftir að við sýnd-
um þeim að við værum með peninga á
okkur og fengum þá til að trúa að við ætl-
uðum okkur ekki að vinna einhversstaðar í
uppvaski með 3 dollara á tímann sem
ólöglegir innflytjendur.
Gott að komast úr vestrænu
menningunni
Við fórum því og keyptum okkur miða til
Panama þar sem við erum núna. Það er
strax áhugaverðara að vera kominn úr
vestrænu menningunni, en við sjáum að
það á ekki alltaf eftir að vera auðvelt að
ferðast hérna í Mið-Ameríku. Það talar
enginn ensku hérna og því mæðir á
Hemma að nota sína brotnu spænsku til að
koma einhverju í gegn. Við erum ennþá að
jafna okkur eftir allt þetta djöfulsins helvít-
is rugl sem við höfum verið að lenda í upp
á síðkastið og það er ástæða þess að þessi
pistill kemur svona seint. Í sannleika sagt
er ferðalagið hjá okkur búið að vera frekar
leiðinlegt upp á síðkastið eins og þið
kannski sjáið á þessum pistli en allt er
þetta lífsreynsla sem kemur vonandi til
nota seinna. Við erum búnir að setja fleiri
myndir inn á www.picturetrail.com/heims-
reisan ef þið hafið áhuga.
Kveðja frá Panama
Hemmi & Maggi
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 45
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:32 Page 45