Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 47
Ágætu Suðurnsejabúar. Nú líður senn að jólum og ára- mótum, þeim tíma ársins sem mest er verið með óvarin eld, svo sem kerti og skreytingar. Fólk fer að komast í hátíðarskap, bæirnir taka á sig breyttan svip og ljósaskreytingum fjölgar. Er ekki tilvalið mitt í öllu annrík- inu að staldra við og huga að þeim eldvörnum sem við höfum á heimilum okkar og í fyrirtækj- um t.d. hvort ekki sé í lagi með reykskynjara slökkvitæki og eld- varnateppð, þarf ef til vill að skipta um rafhlöðu í reykskynjar- anum eða yfirfara slökkvitækið ef svo er, þá er upplagt að gera það núna. Við hvetjum alla að huga vel að brunavörnum því með getum við ef til vill komið í veg fyrir að eldur spilli gleði okkar um hátíð- arnar. Því miður er það staðreynd að margir eldsvoðar verða í kringum jól og áramót og flestir eru þess eðlis að það hefði mátt koma í veg fyrir þá með því að sýna að- gæslu sem alltaf er nauðsyn- leg,haf ið því kertin í góðum kertastjökum, þannig staðsettum að ekkert sé nálægt sem getur kviknað í. Kertaskreytingar eiga að vera þannig gerðar að ekki sé hætta á að kertið geti brunnið al- veg niður og logar náð til skrauts- ins,t.d. með álpappír upp með kertisbotni og utan um kertið, þannig að gott bil sé á milli svo að eldurinn komist ekki að skrautinu. Varist að tengja of mörg raf- magnstæki við sömu innstungu til að ekki verði ofhleðsla á raf- magnstenglum. Yfirfara þarf jólaljósin og ganga úr skugga um að þau séu í lagi, látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar við erum að heim- an, og munum að engin jólaljós eru svo örugg að hægt sé að úti- loka íkveikju af þeirra völdum. Reykskynjari á að vera á hverju heimili, hann er ódýrasta líf- trygging sem völ er á og hefur fyrir löngu sannað að hann kem- ur í veg fyrir tjón þar sem að hann greinir eld á byrjunarstigi og gerir viðvart þannig að hægt er að bregðast strax við ef eldur verður laus. Þá ber að minnast á hættu sem er samfara áramótabrennum, skot- eldum og ýmiskonar blysum sem fylgja áramótum. Ganga þarf vel og tryggilega frá undir- stöðum þegar skotið er upp skoteldum og fylgjið ávallt þeim leiðbeiningum sem standa á skot- eldunum, notið hanska og hlífð- argleraugu við notkun þeirra og farið varlega við brennur um ára- mót. Þurfi fólk á ráðleggingum að halda um brunavarnir eru starfs- menn Brunavarna Suðurnesja ávallt reiðubúnir til að aðstoða og ráðleggja fólki, hægt er að hafa samband við varðstofu slökkvi- liðsins í síma 421-4749 allan sólahringinn. Ágætu Suðurnesjabúar starfs- menn Brunavarna Suðurnesja hvetja alla til að sýna sérstaka aðgát yfir hátíðarnar um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða. F.h starfsmanna Brunavarna Suðurnesja Jón Guðlaugsson Varaslökkviliðsstjóri VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 47 Eitthvað fyrir alla um jólin! Eigum öll slysalaus jól og áramót Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 14:28 Page 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.