Víkurfréttir - 18.12.2003, Page 48
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!48
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
María Hilmarsdóttir listfræðingur segir um Höllu í tilefni
sýningar hennar í Gallerí Kúnst í Edinborg í ágúst 1998:
„ Verk Höllu eru sterk og kraftmikil, en á sama tíma geta
þau einnig verið létt og seiðandi. Halla hefur sérstaka til-
finningu fyrir litum og notar oft óvenjulegar samsetningar.
Strokurnar eru mjúkar og hlýjar, en ákveðnar.“
Okkur lék forvitni á að vita hvernig Halla Har hagar jóla-
undirbúningnum og hvort hún baki margar tegundir af
smákökum og hvort hinn sterki stíll hennar í listsköpun-
inni komi fram í bakstrinum.
Falast var eftir hugaverðum uppskriftum fyrir lesendur
Víkurfrétta og við fengum að skyggnast inn í hefðbundið
jólahald hjá fjölskyldunni.
Smákökurnar mikið skreyttar
Það sem er einkennandi fyrir smákökurnar hjá Höllu Har
listakonu eru litirnir, ljósar, dökkar, grænar og rauðar.
Þannig koma litir og listræn áhrif ótvírætt fram í bakstrin-
um og kökurnar eru mikið skreyttar. Hún leggur mikið
upp úr skreytingunum og hefur alltaf haft gaman af að
dunda við að punta og skreyta kökur. Þessi stóri bastdisk-
ur er notaður allan desembermánuð til að bera fram
smákökur og konfekt segir hún um leið og blaðamaður
myndar stóran disk hlaðinn litríkum smákökum. Þetta er
jólasmákökufatið mitt. Halla hefur á á bakkanum 3 upp-
skriftir sem birtast í 10 tegundum af kökum. Mjög prak-
tískt fyrir ofurkonu nútímans sem þarf að vinna utan
heimilsins og er oftast í tímahraki. Hún gerir nokkur af-
brigði af hverri tegund. Litar t.d. sumar grænar og setur
rauðar húfur á jólasveinanna. Kökurnar skreytir hún ýmist
með kattartungum, möndlum og marengs. Hún skreytir
að auki ýmist með súkkulaðið eða kókosmjöli. Hluti af
marengsnum fer ofan á kökudeigið og í afganginn setur
hún kornflakes og súkkulaðibita. Fyrir nokkrum árum
sendi Halla Har smákökudisk í smákökusamkeppni á Rás
2 og fékk verðlaun.
Sérstök stemmning í desember
Um áraraðir hefur Halla Har listakona tekið á móti gest-
um á heimili sínu við Heiðarbrún og er desembermánuður
ekki undanskilin hvað það varðar. Hún leggur mikið upp
úr því að eiga samtöl við fólk sem hefur áhuga á myndum
hennar og segist njóta þess að fá fólk í heimsókn og bjóða
upp á kaffisopa. Sérstök stemmning ríkir á heimilinu í
jólamánuðinum því þá er oft meira um að vera og Halla
Har hefur oft sett upp sýningar um jólin.
Er þetta uppskerutíminn? já, það má kannski segja það
svarar Halla en það hefur bara hist svona á. Þegar við
spyrjum um sérstakar fjölskylduhefðir hjá Höllu segir hún
að mikið sé um fjölskylduboð og á jóladag komi stjórfjöl-
skyldan saman á heimili þeirra Höllu og Hjálmars. Þar er
alltaf sungið og Haraldur sonur hennar spilar á hljóðfæri
og mágur hennar, Marteinn, syngur einsöng. Auk þess
syngja allir þar fyrir utan því fjölskyldan er mjög söng-
elsk. Stemmningin byrjar oftast hjá okkur í enduðum nóv-
ember með þakkargjörðarkvöldverði hjá syni okkar Stef-
áni en hann bjó ásamt fjölskyldu sinni um árabil í Banda-
ríkjunum og þá komst þessi siður á hjá þeim. Á Þorlák
förum við svo í skötuveislu hjá Þórarni syni okkar og hans
fjölskyldu. Við erum í ýmsum boðum alveg fram yfir
þorrann því systir mín hefur haldið í þá hefð að halda fjöl-
skylduþorrablót. Segja má að þetta sé samfelldur fjöl-
skyldutími í nokkrar vikur. Ég hef ég oft haldið upp á
þrettándann með fjölskyldu eða vinum. Mér finnst þessi
tími um og eftir jól vera tími fyrir heimboð og fjölskyldu-
nánd.
Halla er með langan feril að baki
Nú er áratugur síðan Halla Har listakona var þess heiðurs
aðnjótandi að vera kosin fyrst kvenna listamaður Kefla-
víkur. Halla hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt
í samsýningum bæði hérlendis og erlendis og eru verk
hennar Suðurnesjamönnum vel kunn. Hún stundaði nám
við Myndlistarskóla Íslands. Aðalkennari hennar þar var
hinn þekkti listamaður Erró. Hún fór til Danmerkur og
stundaði nám hjá kunnum dönskum listmálara og leið-
beinanda Sören Elsberg. Verk hennar hafa verið valin til
birtingar í bókum og á kortum hjá Kiefel -forlaginu í
Þýskalandi og þar í landi hefur hún einnig verið við nám
og seinna við störf á hinu virta gler og mosaikverkstæði
Dr. H. Oidtmann. Það eru einmitt hinir þekktu Oidtmann-
bræður sem hafa ásamt ýmsum öðrum haft orð á bláa litn-
um hennar Höllu.
Hvaðan kemur blái liturinn?
Ég veit ekki hvaðan hann kemur en mér er minnisstætt að
hafa legið í snjónum heima á Siglufirði þegar ég var lítil
stúlka og horft tímum saman upp í himininn, sem birtist
mér í ýmsum bláum litum sem ég heillaðist af. Ég man
ekki eftir mér öðruvísi en með þessa þörf fyrir að teikna
og mála. Þessi tilfinning hefur alltaf fylgt mér og er mér
eðlileg. Gleðin og fögnuðurinn yfir að fá teikniblokk eða
litabók og liti situr fast í minninu frá frumbernskunni segir
hún.
Á uppvaxtarárum Höllu var þó ekki eins eðlilegt og ekki
talið mjög hagnýtt að vera kona og listamaður. Allra síst lá
það fyrir ungum stúlkum á Siglufirði fyrir miðja síðustu
öld að þær ættu eftir að fara út í heim og sinna listsköpun
sinni. Yfirleitt voru það uppeldisstörf og ýmis heimilis-
verk sem biðu ungra kvenna, að sjá um eiginmanninn og
börn og bú.
Halla fann ekki löngun til að leika sér með dúkkur eða
passa börn þó hún viti fátt skemmtilegra en að vera með
sonum sínum og nú barnabörnunum. Þegar hún lítur til
baka er það listin sem hefur spunnið þræði sína í allan
lífsferil hennar bæði sem eiginkonu, móður og ömmu.
Margir telja að í verkum hennar séu hinar kvenlegu línur
áberandi og lesa úr þeim ástúð og fegurð sem bæði komi
fram í myndlist og glerlist hennar. Ekki má gleyma sér-
stakri litasamsetningu og blámanum sem áður er getið.
Það er ekki alltaf auðvelt að samræma listina og heimilis-
störfin en þetta er eins og hver önnur vinna sem krefst
skipulags. Mér er oft hugsað til kynsystra minna hér áður
fyrr og hvernig þær hafa þurft að bæla þörf sína fyrir að
skapa. Það er ómetanlegt að fá að sinna því sem hugur
manns stendur til.
Halla er gift Hjálmari Stefánssyni og eiga þau þrjá syni
og 6 barnabörn. Ásamt því að ala upp drengina, vinna
utan heimilis og sinna sínum húsmóðurlegu skyldum hef-
ur hún alltaf tekið sér tíma til að sinna sköpunarþörfinni
sem ekki þótti hagnýtt á sínum tíma.
Halla lærði því bæði að vera landssímadama og snyrti-
sérsfræðingur. Margir töluðu um tómstundir þegar fólk
gaf sér tíma til að sinna sköpunarþörfinni hér áður fyrr en
nú er meiri skilningur á þessu segir Halla sem betur fer.
Það er erfitt að standa upp úr mjúkum sófanum hjá Höllu
sem hefur einstakt lag á að skapa rólegt og rómantískt
andrúmsloft innan um fallega listmuni í stofunni. Sér-
rstakt er líka að horfa yfir gamla kirkjugarðinn út um
borðstofugluggann. Við óskum Höllu og fjölskyldu gleði-
legra jóla.
Helga Margrét
að kynna sér listir Indjána
H alla Har listakona ernýkomin frá Banda-ríkjunum þar sem hún
var á annan mánuð að kynna
sér listir Indjána. Verk Höllu
Har hafa víða vakið athygli
fyrir sérstakan og sterkan stíl.
Sumir hafa talið sig sjá gæta
áhrifa Indjiána í verkunum og
talið að ákveðin litasamsetning
Höllu Har minni á verk þeirra.
Hún ákvað því að kynna sér
nánar hvernig Indjánar blan-
da liti og vinna að listaverkum
sínum. Þetta var mjög áhuga-
vert og ýmislegt er að gerjast
innra með mér eftir þessa ferð
segir Halla Har en áhrifin af
námsferðinni segir hún að
muni koma fram í verkum
hennar á sýningu sem hún fyr-
irhugar að setja upp í Reykja-
vík ef til vill á næsta ári.
Nýkomin úr Klettafjöllunum
Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 11:12 Page 48